Breyting og samræming deiliskipulags Löngudælaholt frístundasvæði

Breyting og samræming deiliskipulags Löngudælaholt frístundasvæði

Miðvikudagur, 2. júní 2021 - 15:00

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Löngudælaholti. Markmið skipulagsbreytingarinnar er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is Deiliskipulagstillaga þessi er auglýst með athugasemdafresti frá 2. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 16. júlí 2021. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.