Allar fréttir

Miðvikudagur, 20. september 2017

Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðilum til að reka fjallaskálann í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti árið 2018 möguleiki er á framlengingu. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998.  Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð.

Gamli leitamannakofinn í Hólaskógi
Mánudagur, 18. september 2017

Fundarboð 47. fundar sveitarstjórnar 20 september 2017 kl 14:00 

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Hvammsvirkjun. Mat á aðstæðum og framkvæmdaáformun.

2.     Snjómokstur útboðsgögn.

3.     Neslaug leiga. Seinni umræða.

4.     Erindi frá Samgöngu og sveitarstj.ráðuneyti. Varðar sameiningar.

5.     Nónsteinn ákvörðun um framhald rekstrar.

6.     Ríkiskaup aðildarsamningar.

7.     Umsókn South sentral um lóð við Malarbraut við Brautarholt.

Föstudagur, 15. september 2017

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag,  föstudaginn 15. september.  Starfsmönnum er gefinn kostur á að fara í  Skaftholtsréttir, ef erindi eru verulega brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is

Sumarið 2017
Fimmtudagur, 14. september 2017

Fjárréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017 Skaftholtsréttir, föstudaginn 15. september. Fé rekið inn kl. 11:00. Reykjaréttir, laugardaginn 16. september. Fé rekið inn kl. 09:00. Ökumenn eru beðnir að sýna þolinmæði því óhjákvæmilegar tafir vegna fjárrekstra verða á vegi 32 - Þjórsárdalsvegi.

Föstudag 15. sept. verða tafir á Þjórsárdalsvegi nr. 32  vegna fjárrekstra. - Fossnes—Skaftholtsréttir kl. 07:30 til kl. 13:00 (hjáleið þó  fær um Löngudælaholt og Hamarsheiði)  "gamla veginn." 

Flóa og Skeiðasafn í Skaftholtsréttum
Mánudagur, 11. september 2017

Fréttabréf september  með aukablaði er komið út LESA HÉR . Það er stútfullt af lesefni. Staða undirbúnings  og framkvæmda Hvammsvirkjunar, bls.6,  grein um könnun og flokkun úrgangs bls.3. Leikfimi fyrir komur,  bl.5 og 22, heita vatnið í Áshildarmýri, staða framkvæmda  Búrfellsvirkjunar að hausti, frá Hrunaprestakalli, menn og málefni og margt fleira.

Hluti Flóa og Skeiðasafnsins
Sunnudagur, 3. september 2017

Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudginn 6 september 2017 kl. 14:00.
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :
1. Kosning fulltrúa á aðalfund SASS 19 - 20 október nk.
2. Svæðisskráning fornleifa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
3. Fráveitur. Tilmæli til stjórnvalda varðandi virðisaukaskatt.
4. Snjómokstur. Samningar að renna út. Umræða um framhald.
5. Veiðiréttur í Fossá. Umræður- ákvörðun um útboð.
6. Samingur við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar.

Föstudagur, 1. september 2017

Vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins stendur nú yfir og  hefur verið kynnt á í búafundi.  Hægt er að nálgast nýjustu gögnin  til skoðunar HÉR  Sveitarstjórn hvetur fólk til þess að koma með uppástungur og hugmyndir um þessa vinnu. 

Í Gjánni í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 31. ágúst 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.  Aðalskipulagsmál.  Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn: 

1.Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Mánudagur, 28. ágúst 2017

Þau mistök urðu við útgáfu bæklings sem Tæknisvið Uppsveita gaf út að þar er tilgreint að tæma ætti allar rotþrær í Skeiða-og Gnúpverjahreppi  árið 2017.  Það er því miður ekki rétt og hér er skipulag þessara mála til tveggja ára. En rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árið 2017 verða rotþrær hreinsaðar frá Skarðsbæjum og endað á Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.-  Árið 2018 eru það allar þrær á Skeiðum, Sandlækjarbæjum og endað á Gunnbjarnarholti.

Fallegir haustlitir við Stöng í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 24. ágúst 2017

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi þriðjudaginn 29.ágúst 2017 kl. 20:00 þar sem kynnt verður vinna vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Húsið opnar hins vegar kl. 19:00 fyrir áhugasama til kynna sér gögn og ræða við skipulagsráðgjafa. Fulltrúar Rauðakambs ehf munu kynna á fundinum hugmyndir sínar um skipulag við Þjórsárdalslaug.

Sveitarstjórn.

Við Félagsheimilið Árnes

Pages