Jarðgerður

Jarðgerður er nýr starfsmaður í áhaldahúsi, hún er vél og kemur til með að sjá um að breyta lífræna úrganginum okkar í moltu.  Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband af Jarðgerði vinna

Hvað má fara í jarðgerðarvélina?

Jarðgerðarvélin tekur við öllum almennum  lífrænum eldhúsafgöngum. Flest allar matarleifar og lífræn efni geta farið í vélarnar. Td. kjöt, fiskur, mjólkurvörur, bjór, ávextir, grænmeti, brauð og kökur, grjón, eggjaskurn, smá bein, rækjuskeljar, ofl

 

Hvað má ekki fara í jarðgerðarvélina?

Hinsvegar eru það ákveðnir hlutir sem jarðgerast ekki, td. matarolía, maíspokar, stór kjötbein og úrgangur dýra og manna.

 

Má ekki

 

 

 

Hvernig söfnum við lífræna úrgangnum?

Til að sleppa við allt aukadót úr moltunni langar okkur að freista þess að sleppa bæði maíspokunum og pappírspokum og nota bara vel lokaðar fötur. Á þremur stöðum í sveitarfélaginu er hægt að nálgast tómar og hreinar fötur og skila af sér fullum fötum (sjá hvar hér fyrir neðan)

Þar sem nú taka í gildi lög um sorphirðu - sem segja að sveitarfélagið megi ekki niðurgreiða sorphirðu þá freistum við þess líka að 

Ferli söfnunnar

 

Hvar er hægt að skila af sér fullri fötu og sækja tóma fötu?

Hægt er að skila af sér fötum á þremur stöðum í hreppnum; á Grenndarstöðvum í Árnesi og í Brautarholti og svo í Áshildarmýri þar sem er ekki grenndarstöð en skápur til að skilja eftir fötu - ætlaður fyrir þá sem eru oftar á leið suður úr sveitarfélaginu heldur en uppeftir í átt að Árnesi eða Brautarholti. Hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndir:

 

Grenndarstöðin í Árnesi

 

 

Grenndarstöð Brautarholti

 

Söfnunarstöð í Áshildarmýri

Hvernig virkar Jarðgerður?

Með aðstoð örvera og hita er lífrænum úrgangi breytt í næringarríkan lífrænan áburð á skemmri tíma en áður hefur þekkst. Við lok ferlisins fer sótthreinsun á áburðinum fram þegar hitastig nær 70°C í nokkrar klukkustundir sem tryggir örugga notkun áburðarins að loknu jarðgerðarferli. Lausn sem hentar öllum, heimilum, skrifstofum, mötuneytum og sveitarfélögum.

 

Er moltan sem verður til góð til gróðurræktar?

Moltan úr jarðgerðinni inniheldur mikilvæg næringarefni s.s. köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalíum (K) sem spila lykilhlutverk í vexti plantna og jurta og geta komið í veg fyrir notkun á innfluttum áburði.