Menningar-og æskulýðsnefnd

10. fundur 18. janúar 2024 kl. 21:00 - 22:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sára A. Herczeg
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Hrönn Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

10. Fundur Menningar- og æskulýðsnefnd

Mætt til fundar:

Hrönn Jónsdóttir, Ástráður Unnar Sigurðsson og Sára A. Herczeg 

Fundargerð ritaði Hrönn 

  1. Leggjum línurnar fyrir hátíð ársins, dagsetningar og fleira.
  1. Þríþrautarkeppni: nefndin hefur fengið fjármagn til að halda þríþraut í sveitinni. Ýmsum spurningum varðandi þríþraut velt upp. Spurning hvort við höfum markhóp í svoleiðis verkefni og starfsfólk. Ákveðið að Hrönn hafi samband við Gunnar Gunnarsson Heilsueflandi og stjórnir ungmennafélaganna hvort það er áhugi á að taka þátt í verkefninu.
  2. Dagsetningar á sveitahátíð; 17. júní er á mánudegi og stefnt að því að halda uppá hann í Brautarholti. Stefnt á að hafa handverksmarkað í Árnesi og ósk um að hafa markaðinn bæði laugardag og sunnudag. Hugmyndir að dagskrá þessa dagana ræddar.
  3. Stefnt á að hafa fund 24. febrúar og bjóða ungmennaráði.

Fleira ekki rætt 

Fundi slitið kl. 22.15