Sveitarstjórn

3. fundur 03. ágúst 2022 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Marteinsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Fundargerð ritaði Sylvía Karen Heimisdóttir

Ekki voru gerðar athugasemdir við fundarboðið. Lagt var til að tekin yrði inn á dagskrá fundar fundargerð skólanefndar-leikskóla og fundargerðir 242. og 243. fundar Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita. Var það samþykkt samhljóða. Fundargerð skólanefndar verður 9. mál á dagskrá og fundargerðir Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita verða 33. mál á dagskrá

 

1. Skipulag á skrifstofu

Sveitarstjóri kynnti skipulag á skrifstofu. Málin rædd og afgreiðslu frestað til næsta fundar.  

 

2. Tölvukerfi sveitarfélagsins

Sveitarstjóri leggur til breytingar tölvukerfi sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra falið að útfæra og leggja fram nánari endurskiplagningu á tölvukerfi sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn áætlun um kostnað við rekstur þess á ári miðað við þær breytingar sem lagt er til.

 
3. Samþykkt um stjórn - endurskoðun

Drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn lögð fram til fyrri umræðu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að það fjölgi úr þremur í fimm nefndarmenn í Loftslags- og umhverfisnefnd og Atvinnu- og samgöngunefnd.

Breytingum að samþykkt vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.  

 

4. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps- endurskoðun

Umræður voru um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að að endurskoða ekki að þessu sinni aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps í heild sinni en skoða þarf endurskoðun á einstaka þáttum aðalskipulagsins. 

 

5. Árnes - breyting á deiliskipulagi

Sú uppbygging sem er framundan kallar á endurskipulagningu á deiliskipulagi fyrir Árnes.
Rætt var um að hefja vinnu við endurskipulagningu og leita eftir hugmyndum með samtali við íbúa.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og kynna betur á næsta fundi.   

 

6. Skeiðalaug - ný framtíðarsýn

Umræður voru um framtíðarsýn Skeiðalaugar. Það liggur fyrir að húsnæði Skeiðalaugar liggur undir miklum skemmdum og nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir. Einnig hefur reksturinn á sundlauginni verið kostnaðarsamur á sama tíma og aðsókn í laugina hefur dregist saman um 50% á síðustu árum.

Mikilvægt er að finna leiðir til að gera breytingar á starfssemi sundlaugarinnar til að auka aðdráttarafl hennar. Það er nauðsynlegt til að fá aukna aðsókn og styrkja þannig rekstrargrundvöllinn.
Sveitarstjóri hefur boðað íbúafund þann 23. ágúst vegna framtíðarsýnar Skeiðalaugar. Er honum falið að vinna málið áfram og koma með nánari útfærslu eftir þann fund.

 

7. Leikholt og Félagsheimilið í Brautarholti - Viðhald

Klára þarf að hanna breytingar á stóra glerveggnum í húsnæði félagsheimilis og leikskólans í Brautarholti og gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun til þess að hægt sé að ráðast í framkvæmdirnar sem fyrst.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

8. Þjórsárdalurinn - uppbygging og rekstur innviða

Skort hefur á uppbyggingu innviða í Þjórsárdalnum, sem nú er í umsjón Umhverfisstofnunar. Engin salernisaðstaða er núna opin við Stöng og hefur Skógræktin staðið að uppbyggingu salernishúss við Hjálparfoss. Ekki hefur enn tekist að opna það.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun landsáætlunar Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins um uppbygginga innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum vegna áranna 2022-2024 er gert ráð fyrir 4,7 miljónum í hönnun salernishúsa fyrir svæðið á árunum 2023-2024.  Verði ekkert gert liggur fyrir að mörg ár líða áður en ásættanleg uppbygging innviða raungerist.
Sveitarstjóri hefur lýst yfir, við Umhverfisstofnun, þungum áhyggjum sínum af seinagangi við uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu og leggur til að sveitarfélagið komi að uppbyggingu á svæðinu sem fjármagnað yrði með bílastæðagjöldum eða öðrum tekjuleiðum.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

9. Skólanefnd- Leikskóli. Fundargerð 1. fundar

Tekin var fyrir 3. málsliður fundargerðar um ráðningu leikskólastjóra. Umræður urðu um málið.

Sveitarstjórn staðfestir með 5 atkvæðum tímabundna ráðningu Önnu Grétu Ólafsdóttur í starf leikskólastjóra. Sveitarstjóra falið að klára ráðningarsamning við Önnu Grétu Ólafsdóttur. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram og kynnt.

 

10. Húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032

Rammasamningur um húsnæðisáæltun Íslands 2023-2032 lagður fram til kynningar.
Vinna þarf að gerð húsnæðisáætlunar Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir október 2022.

 

11. Rauðukambar - Leyfi til jarðvegsrannsókna

Lögð fram umsókn Rauðukamba ehf. um leyfi til jarðvegsrannsókna í tengslum við byggingu hótels inni í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum umsókn Rauðukamba um leyfi til jarðvegsrannsókna við Reykholt í Þjórsárdal.

 

12. Skólanefnd 2022-2026- erindisbréf

Erindisbréf skólanefndar lagt fram til samþykktar

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum erindisbréf skólanefndar.

 

13. Staða talmeinafræðings í uppsveitum og Flóa

Ósk um að auka stöðugildi sameiginlegs talmeinafræðings í Uppsveitum og Flóa um 70% og að auglýst verði í starfið.

Sveitarstjórn óskar eftir því að áður en kemur til samþykktar á auknu starfshlutfalli verði sveitarfélaginu sendar upplýsingar um fjölda á biðlista og kostnaðarauka sem kann að verða á þessu ári.  

 

14. Samband íslenskra sveitarfélaga. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

Lagt fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við áframhaldandi samstarf við innleiðingu Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna. Hrönn Jónsdóttir starfsmaður á skrifstofu og verkefnastjóri með innleiðingunni kom inn á fundinn og sagði frá því starfi sem hefði verið unnið fyrir kosningar og hvað væri framundan.  

Sveitarstjórn þakkar Hrönn fyrir góða kynningu og hrósar henni fyrir sína vinnu. Sveitarstjórn er samhljóða sammála um áframhaldandi innleiðingu á heimsmarkmiðum. 

 

15. Leikholt - Umsókn um leikskóladvöl í Leikholti frá Flóahreppi

Lögð fram umsókn leikskólavist barns utan sveitarfélgsins.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar vegna breyttra forsendna í mönnun leikskólans.

 

16. Vegagerðin - fjallvegasjóður 2022

Lagt fram til kynningar úthlutun Vegagerðarinnar úr fjallvegasjóði árið 2022. Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk úthlutuðum 4.000.000 kr. í afréttavegi í sveitarfélaginu.

 

17. Íþróttafélag Uppsveita - kynning

Kynningu frestað.

 

18. Sigurhæðir - boð í heimsókn

Boð í heimsókn frá Sigurhæðum til kynningar á starfinu lagt fram.

Sveitarstjórn tekur vel í boðið og felur sveitarstjóra að finna góðan tíma í heimsóknina.
 

19. Samþykkt samráðshóps um málefni aldraðra

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum samþykkt um samráðshóps um málefni aldraðra.

 

20. Afréttamálanefnd Gnúpverjaafréttar. Fundargerð 17. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

21. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 219. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

22. Umhverfisstofnun. Ársfundur náttúruverndarnefnda

Fundarboð Umhverfisstofnunarr á ársfund náttúruverndarnefnda þann 10. nóvember.

Lagt fram til kynningar og fundarboði vísað á Loftslags- og umhverfisnefnd..
 

23. Heilbrgigðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð aukaaðalfundar 2022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

24. Héraðsnefndar Árnesinga - Fundargerð 26. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

25. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðir 910. og 911. fundar

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

26. Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð aukaaðalfundar 2022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

27. Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Fundargerð aukaaðalfundar 2022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

28. Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Fundargerðir 582. og 584. fundar stjórnar

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

29. Seyrustjórn. Fundargerð 3. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

30. Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings. Fundargerð 56. fundar

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

31. Persónuvernd. Ársskýrsla

Ársskýrsla Persónuverndar lögð fram til kynningar

 

32. Samtök orkusveitarfélaga 2021

Ársreikningur samtaka orkusveitarfélaga 2021 lagður fram til kynningar.

 

33. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. UTU. Fundargerðir 242. og 243 fundar.

 

Fundargerð 242. fundar.

30. Brautarholt L166449; Göngu- og reiðleið; Framkvæmdarleyfi – 2206050

Lögð fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngu- og reiðleiðar við Brautarholt.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Samþykki og umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir framkvæmdinni.

 

 

Fundargerð 243. fundar.

28. Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018.

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfilt (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521).

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Fundi slitið kl. 13.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 17. ágúst nk. kl  09.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: