Sveitarstjórn

9. fundur 07. nóvember 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason  Einar Bjarnason

               09. fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. nóvember 2018 kl. 09:00

 Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Fjárhagsáætlun 2018 Viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2018.  

1. Félagsleg aðstoð. Málaflokkur 02. Lykill 251 sameiginiegir liðir Hækkun á sameiginlegum kostnaður vegna málefna fatlaðra um 4.200.þkr. Eftir hækkun 8.534 þkr. Útskýring – Ástæður hækkunar : Hækkun framlags til BS Bergrisans frá því sem ætlað var við upphaflega fjárhagsáætlun.KT

2.Fræðslumál. Málaflokkur 04. Leikskólinn Leikholt 41101-1010. Hækkun á launum og launatengdum gjöldum í leikskóla um 18.505. þkr. Eftir hækkun 74.757 þkr 

               Útskýring – Ástæður hækkunar : Í upphaflegri fjárhagsáætlun var fyllilega gert ráð fyrir heildarfjárhæðinni eftir hækkun. Vegna mistaka var sett inn röng fjárhæð í bókhaldskerfið.KT

Hækkun útgjalda samtals 22.705 þkr mætt með lækkun handbærs fjár. Viðaukar samþykktir samhljóða. 

  1. Fjárhagsáætlun 2019-2022 fyrri umræða.  Sveitarstjóri lagiði fram og kynnti fjárhagsáætlun áranna 2019 – 2022. Farið var yfir málaflokka og útkomuspá. Auk þess var farið yfir fjárfestinga-áætlun ársins 2019. Talsverðar umræður urðu um áætlunina. Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun til síðari umræðu.  
  1. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019. Oddviti og sveitarstjóri  kynntu drög að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019. Samþykkt samhljóða að fresta ákvörðun um gjaldskrá til næsta fundar. 
  1. Tillaga að útsvarsprósentu 2019. Allnokkrar umræður urðu um útsvarsprósentu. Ákvörðun um útsvarsprósentu frestað. 
  1. Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2019. Umræður urðu um álagningu fasteignagjalda Ákvörðun um álgningu frestað. 
  1. Gjáin friðlýsingaráform. Lögð voru fram gögn er varða friðlýsingaráform um gjána. Farið var yfir uppdrátt af því svæði sem um ræðir. Opinn fundur um málið var haldinn 25. Október sl. um málefnið.  Talsverðar umræður urðu um málið, einkum mörk fyrirhugaðs friðlýsingarsvæðis. Á næstu vikum verður fundur um framgang málsins með sérfræðingum Umhverfisstofnunar og forsætisráðuneytis. 
  1. Ráðning starfsmanns- ný staða. Oddviti greindi frá hugmyndum um ráðningu starfsmanns í þjónustustöð sveitarfélagsins.   

Afgreiðslu málsins frestað. 

  1. Persónuverndaryfirlýsing. Framhald af síðasta fundi. Lögð fram perósnuverndaryfirlýsing Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Unnin af lögmönnum hjá Dattaca labs ehf. Á síðasta fundi var óskað eftir nánari útskýringum á drögum yfirlýsingarinnar á síðasta fundi sveitarstjórnar. Útskýringar lagðar fram með fullngæjandi hætti. 

Persónuverndaryfirlýsing samþykkt samhljóða. 

Fundargerðir:

  1. Fundargerð 165. fundar Skipulagsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt. Ekki voru tekin fyrir mál frá Skeiða- og gnúpverjahreppi á 165. fundi nefndarinnar. 
  1.  Fundargerð gatnagerð. Lögð fram fundargerð gatnagerðar og lagna í þéttbýliskjörnum frá 16.10.2018. Fundargerð lögð fram og staðfest. 
  1. Fundargerð 29. fundar Skóla- og Velfnef. Árnesþings. 17.10.18. Funadargerð lögð fram og staðfest, nánar í máli nr. 13.  
  1.  Fundargerð Ungmennaráðs frá 04.11.18. Í fundargerð kemur fram tillaga um að Ungmennaráð standi fyrir ungmennaráðstefnu vorið 2019 með ungmennaráðum í nágrannasveitum. Óskað er eftir framlagi til ungmennráðsins allt að 300.000 kr á árinu 2019. Samþykkt að vísa beiðninni til vinnu við fjárhagsáætlunar 2019. 
  1. Fundargerð NOS frá 30.10.18. 

Oddviti lagði fram og kynnti fundargerð aðalfundar frá NOS. 

 Skýrsla stjórnar var lögð fyrir á þeim fundi, auk yfirlits um starfsemi árins 2017, ársreiknings 2017, fjárhagsáætlunar ársins 2019 og ráðningu endurskoðanda.  Að auki var fjallað  um auka sálfræðiþjónustu 

og  starfshlutfall náms- og starfsráðgjafa í Uppsveitum og Flóa og námskeið fyrir skólanefndir.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða  fundargerðina og þar með fjárhagsáætlun 2019.

Annað :

  1.  Starfsmannapúlsinn. Boðin er þátttaka í Starfsmannapúlsinum. Erindi hafnað. 
  1.  Frumvarp til breytinga á lögum um fasteignamat. Lagt fram til kynningar Þingkjal nr. 224 um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Lagt fram og kynnt.  
  1. Frumvarp til laga um eigendastefnu á jarðeignum. Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um eigendastefnu á jarðeignum. Þingskjal 20. Lagt fram og kynnt. 
  1. Erindi um trjágróður og skógarlundi. Lagt fram erindi frá Bergi Þór Björnssyni varðandi skógarlundi í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á víða þurfi að grisja og bæta ásýnd þeirra. Samþykkt að vísa máli til  

Umhverfisnefndar. 

Til Kynningar:

  1. Bókun Húnavatnshrepps um friðlýsingu
  1. SEEDS sjálfboaðliðasamtök
  1. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2018.
  1. Samþykkt um embættisf HES.
  1. Fundargerð 191. Fundar Heilbr. nefndar.
  1. Fumvarp um uppreist æru.
  1. HES umsögn um Hólaskóg.
  1. Þjóðskrá leiðrétting á skráningar búsetu.
  1. XI Umhverfisþings.
  1. Velferðarþjónusta, staða mála.
  1. Skýrsla sveitarstjóra. 

 

Fundi slitið kl. 11.36. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  21. nóvember, næstkomandi. Kl. 09.00. 

 

     

 

Gögn og fylgiskjöl: