Sveitarstjórn

6. fundur 19. september 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

             Fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 19. september 2018  kl. 09:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd undirritað af Nönnu Magnadóttur, Ásgeiri Magnússyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Um ræðir mál 68/2017. Kæra félags leigutaka hjólhýsasvæða í landi Skriðufells, á ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 4. janúar 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna Skriðufells í Þjórsárdal. Úrskuðarnefndin hafnar kröfu kærenda um að ógilda ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að samþykkja umrædda breytingu á deiliskipulagi vegna Skriðufells í Þjórsárdal. Úrskurður lagður fram og kynntur. Sveitarstjórn fangar niðurstöðunni.   
  2. Gjáin friðlýsing. Auglýsing. Umhverfisstofnun og fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps áforma að hefja undirbúning að friðlýsingu Gjárinnar í Þjórsárdal og nágrennis. Frestur til athugasemda er átta vikur. Auglýsina skal meðal annars í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Lögð fram drög að auglýsingu og voru þau samþykkt samhljóða. Rætt var um þörf á að kynna friðlýsingaráformin um Gjána. Samþykkt að sveitarfélagið haldi kynningarfund í samstarfi við Umhverfisstofnun um málið í október nk.
  3. Bréf Skipulagsstofnun, varðar br. aðalskipulags vegna íbúðasvæða. Lagt var fram bréf frá Skiplagsstofnun. Undirritað af Birnu Björk Árnadóttur. Varðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhepps vegna íbúðarsvæða í dreifbýli. Um er að ræða þrjú svæði. Hluta frístundabyggðar í Áshildarmýri, frístundabyggð í landi Kálfhóls og blandaða landnotkun frístundabyggðar í Sandholti. Í bréfinu er bent á nokkra þætti sem þörf sé á að lagfæra. Gísla Gíslasyni skipulagsráðgjafa falið að lagfæra þau mál.
  4. Erindi Löngudælarholt. Beiðni um sameiningu lóða nr. 20 og 21. Lagt fram erindi frá Magnúsi Jens Hjaltested eiganda Landshúsa ehf. Handhafa lóða nr. 20 og 21 við Löngudælarholt. Hann óskar eftir sameiningu lóðanna. Lóðirnar liggja vel saman landfræðilega og aðstæður til sameiningar þeirra ákjósanlegar. Erindi samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
  5. Hólaskógur- Deiliskipulag. Umsagnir. Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi við Hólaskóg. Umsagnir lagðar fram frá Forsætisráðuneyti, Minjastofnun, Rauðakambi, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn samþykkir með þremur atkvæðum, frá Skafta, Einari og Ingvari framkomna deiliskipulagstillögu. Anna Sigríður sat hjá og lagði fram svohljóðandi bókun. Í ljósi eingarhalds á viðkomandi landsvæði þá tel ég almennt sveitarfélagið gefa varhugavert fordæmi með að veita einkaaðilum aðgang og afnot af svæðum í opinberi eigu.Vegna tengsla minna við önnur umsvif viðkomandi umsækjanda mun ég eftir sem áður sitja hjá við afgreiðslu mála sem tengjast þeim.
  6. Félag hópferðabílstjóra. Afrit af mótmælabréfi. Lagt fram afrit af mótmælabréfi frá félagi hópferðabílstjóra til ráðherra samgöngumála. Undirritað af Haraldi Teitssyni.Vísað er til krafna Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um rekstrarsviptingu nokkurra hópferðafyrirtækja. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn skorar á hlutaðeigandi aðila að leita farsælla lausna á málinu.
  7. Holtabraut nr. 8-20. Umsókn- úthlutun. Tvær umsóknir liggja fyrir um lóðir nr. 18 – 20 við Holtabraut, önnur frá Tré og straumi ehf og hin frá Guðna Vilberg Baldurssyni. Á grundvelli þess að Tré og straumur ehf lagði fram umsókn um lóðirnar fram á undan hinum umsækjandanum er samþykkt að úthluta þeim til þess félags.
  8. Holtabraut nr. 21-23. Umsókn- úthlutun. Árni Svavarsson              kt. 040661-3959 óskar eftir fyrir hönd óstofnaðs félags eftir viðræðum um nýtingu og úthlutun lóðanna Holtabraut 21-23. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við Árna um nýtingu og úthlutun lóðanna.

Fundargerðir:

  1. Skipulagsnefnd. Fundur 162. 13.09.18. Ekki voru tekin fyrir mál frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi á 162. fundi nefndarinnar. Fundargerð lögð fram og kynnt.
  2.  Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings. Fundur 04.09.18. Fundargerð lögð fram og kynnt. Lögð  var fram ársskýrsla nefndarinnar fyrir árið 2017. Á fundinum voru lagðar fram reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá Skólaþjónustu- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir ofangreindar reglur fyrir sitt leyti.
  3.  Umhverfisnefnd SKOGN. Fundur nr. 1. 10.09.18. Lögð fram og kynnt. Afgreiðslu erindisbréfs frestað.
  4.  Verkfundur 04.09.18. Gatnagerð og lagnir. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  5.  Fundur 01. Fundar oddvitanefndar 13.09.18. Fundargerð ásamt rekstrar- og efnahagsreikningum áranna 2005 – 2017 lagðir fram og kynntir. Í fundargerð kemur fram samþykkt um 1.400.000 kr fjárveiting til verndarsjóðs Skálholts vegna endurnýjunar glugga í Skálholtskirkju. Sveitarstjórn samþykkir fjárveitinguna fyrir sitt leyti.

Umsóknir um stuðning:

  1.  Tillaga um vinnureglur um stuðning við félög. Máli frestað.
  2.  Skátarnir. Beiðni um styrk. Máli frestað.
  3.  Landsbyggðaleikhús. Beiðni um styrk. Máli frestað.

Annað:

  1.  Bréf frá Sambandi Sveitarfélaga. Varðar vinnu við innleiðingu Persónuverndarlaga. Lagt fram og kynnt.
  2. Önnur mál.
  1. Vegna mistaka eru afgreidd mál hér úr fundargerð skipualgsnefndar nr. 120.

Mál nr 5 Ásólfsstaðir 1. 166536. Tilkynningarskyld framkvæmd 1610017. Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til afgreiðslu byggingafulltrúa.

Skeiðháholt 2 lóð 166497. Skeiðháholt 2b. Breytt heiti og stærð lóðar- 1610034. Óskað eftir breyttri stærð lóðar og að lóðin fái heitið Skeiðháholt 2b. Sveitarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar og nýtt heiti lóðarinnar.

 

    Mál til kynningar :

  1. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl sveitarfélaga
  2. Framlög vegna nýbúafræðslu.
  3. Fundur með Landsvirkjun og Rangárþ. ytra um Búrfellsskóg.
  4. Nemendur TÁ frá SKOGN
  5. Þjóðlendufyrirlestur.
  6. Bréf til sveitarfélaga um félagsþjónustu.
  7. Yfirlit varðandi staðarval urðunarstaða.
  8. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-84.
  9. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-85.
  10. Stjórnarfundur 269. fundar Sorpsstöðvar 13.09.18

 

Fundi slitið kl. 11:10. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 3. október næstkomandi. Kl. 09.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: