Sveitarstjórn

3. fundur 08. ágúst 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Ingvar Hjálmarsson

            03. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 8. ágúst 2018  kl. 09:00.

             Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Fjárhagsmál. Rekstraryfirlit sjóðstreymisáætlun.

Sveitarstjóri lagði fram og kynnti gróft yfirlit yfir rekstur sveitarsjóðs fyrstu sex mánuði ársins. Yfirlitið fól í sér kostnað við rekstur málaflokka. Auk þess lagði sveitarstjóri fram og kynnti sjóðstreymisáætlun fyrir tímabilið frá ágúst til ársloka 2018. Unnið verður ítarlegt uppgjör fyrir fyrri helming ársins og er stefnt að því að það verði tilbúið í byrjun september.

  1. Tilboð í skjalavistunarkerfi. Lögð voru fram gögn frá GoPro og One System. Skjalavistunarkerfin voru borin saman með tilliti til eiginleika og kostnaðar. Samþykkt samhljóða að kaupa aðgang að GoPro skjalavistunarkerfi. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við GoPro og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Kostnaður vegna kerfisins rúmast innan fjárhagsáætlunar. Bókast undir sameiginlegan kostnað. Lykill 3393.
  1. Aðalskipulag. Gögn lögð fram og kynnt. Oddviti fór yfir helstu atriði í ferli aðalskipulags.  Ákveðið að halda vinnufund með aðalskipulagsráðgjafa fyrir lok ágúst.
  1. Samningur um starf oddvita 2018-2019. Lögð voru fram drög að starfssamningi við Björgvin Skafta Bjarnason kt 230860-4839, um starf oddvita. Björgvin Skafti vék af fundi undir þessum lið. Oddviti fól Önnu Kr. Ásmundsdóttur að stýra fundi undir þessum lið. Samningur samþykkur með þremur atkvæðum. Anna Ásmundsdóttir, Ástráður Sigurðsson og Ingvar Hjálmarsson greiddu atkvæði með samningnum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir greiddi atkvæði gegn samningnum.
  1. Samningur um starf sveitarstjóra 2018-2022. Oddviti lagði fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Kristófers Tómassonar kt. 060865-5909 um starf sveitarstjóra kjörtímabilið 2018-2022. Kristófer vék af fundi undir þessum lið.

Samningur samþykktur með fjórum atkvæðum. Björgvin Skafti Bjarnason, Anna Ásmundsdóttir, Ástráður Sigurðsson og Ingvar Hjálmarsson greiddu atkvæði með samingnum. Anna Sigríður Valdimarsdóttir greiddi atkvæði gegn samningnum.

  1. Leigusamningur við sveitarstjóra um Heiðargerði 7. Oddviti lagði fram drög að leigusamningi um húseignina Heiðargerði 7. Samningsaðilar eru sveitarfélagið sem húseigandi og Kristófer Tómasson kt 060865-5909 sem leigjandi. Kristófer vék af fundi undir þessum lið.

Samningur samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Skipan fulltrúa í nefnd um samstarf uppsveita í íþróttamálum. Um er að ræða samstarfsnefnd milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar um íþróttamál. Oddviti lagði til fram tillögu um  skipun Matthíasar Bjarnasonar í nefndina. Björgvin Skafti, Anna Ásmundsdóttir og Ástráður samþykktu skipun Matthíasar. Ingvar sat hjá og Anna Sigríður greiddi atkvæði gegn skipun Matthíasar.

Fundargerðir :

  1. Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans BS 18.06.2018. Lögð fram fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans frá 18. júní sl.  Oddviti fór yfir fundargerðina. Undir 6. lið fundarins var fjallað um byggingu sjö íbúða þjónustukjarna fyrir fatlað fólk. Verði kjarninn byggður á Selfossi. Fyrir liggur samþykki Íbúðalánasjóðs um stofnframlag til framkvæmdarinnar.  Auk þess var undir 8. lið fjallað um tillögu um kaup á íbúðarhúsi á Selfossi undir úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda.  Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum að ráðist verði í bæði verkefnin. Björgvin Skafti, Anna Ásmundsdóttir, Ástráður og Ingvar samþykktu. Anna Sigríður sat hjá. Áður hafði mál, 6. liðar verið samþykkt í tölvupósti af Björgvin Skafta, Ingvari, Matthíasi og Einar.
  1. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga 16.07.2018. Fundargerð lögð fram og staðfest.
  1.  Fundargerðir verkfunda vegna gatnagerðar og lagna. Lagðar fram og kynntar fundargerðir verkfunda 26.06 og 17.07 2018 vegna verkefnisins ,,Árnes og Brautarholt gatnagerð og lagnir 2017.“ Sveitarstjóri greindi frá gangi verkefnisins. Að hans sögn er verkefnið nálægt áætlun.

Umsagnir :

  1.  Borholureglur. Lögð voru fram drög að reglum um skráningu, hönnun og frágang borholna og um skil á upplýsingum um borholur til Orkustofnunar. Markmið reglnanna er að skilgreina aðferðir og skyldur við hönnun borun og frágang á borholum og fylgja eftir tilkynningaskyldu. Reglur lagðar fram og kynntar. Sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar aftur fram að nýju til umsagnar á næsta fundi sveitarstjórnar. Tilefni sé til frekari kynningar á reglunum.
  1.  Landsnet umsögn um kerfisáætlun. Umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga undirrituð af Guðjóni Bragasyni og frá Sambandi Sunnlenskra sveitarfélaga undirrituð af Bjarna Guðmundssyni við tillögum Landsnets að kerfisáætlun 2018-2027. Umsagnir lagðar fram og kynntar. Sveitarstjórn samþykkir að taka umsagnirnar til nánari umræðna á næsta fundi sveitarstjórnar.
  1.  Kjör fulltrúa í almannavarnarnefnd Árnessýslu. Samþykkt að skipa Kristófer Tómasson sem aðalmann fyrir hönd sveitarfélagsins og Björgvin Skafta Bjarnason til vara.
  1.  Önnur mál.
  1. Rætt var um ágengar framandi gróðurtegundir. Sveitarstjórn samþykkir að kanna leiðir til að hefta útbreiðslu gróðurs af því tagi og felur umhverfisnefnd að gera tillögur þar um.
  2. Sveitarstjórnarfulltrúar ræddu um áhyggjur sínar af heilbrigðisþjónustu í héraðinu. 

Mál til kynningar :

  1. Sorpstöð Suðurlands 266. fundur stjórnar. 26.06.18.
  2. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2018.
  3. Útlánsvextir Lánasjóðs sveitarfélaga.01.08.2018.
  4. Sorpa fundargerð 392. fundar stjórnar.
  5. Fundargerð vorfundar Héraðsnefndar Árnesinga 2018.
  6. Fundur um þjóðgarð á hálendinu. 27.08.2018. Fundarboð.
  7. Stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 861. fundar.

Fundi slitið kl.11:15. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Kl. 9.00.

Gögn og fylgiskjöl: