Sveitarstjórn

26. fundur 06. apríl 2016 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. apríl  2016  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1.   Erindi frá eigendum og ábúendum Stóra-Núps og Skaftholts. Lagt var fram bréf frá eigendum og ábúendum Stóra-Núps og Skaftholts undirritað af Valdimar Jóhannssyni. Í bréfinu er þess getið að áðurnefndir aðilar hafi kært í desember 2012 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) samþykkt sveitarstjórnar frá 4 september 2012 um deiliskipulag fyrir minkabú í landi Ása. Að auki er þess getið að sveitarfélagið hafi sent greinargerð með rökstuðningi þar sem farið var fram á að kröfum kærenda yrði hafnað. Bent er á að þegar eigendur Ása hafi kært í október 2014 samþykkt sveitarstjórnar um sama mál 16 september 2014 hafi sveitarstjórn ekki sent greinargeð til nefndarinnar þó eftir því væri leitað.  Fyrir hönd eigenda óskar Valdimar eftir skriflegum rökstuðningi um misræmi í viðbrögðum og öllum samskiptum milli sveitarstjórnarmanna þegar ákvörðunin var tekin um að svara ekki Úrskurðarnefndinni í síðara tilfellinu. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi skýringar.

Sveitarstjórn barst bréf frá áðurnefndri Úrskurðarnefnd 13. október 2014. Meðfylgjandi því bréfi var afrit kæru, dags. 13. október 2014, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að synja tillögu að deiliskipulagi fyrir minkabú úr landi Ása.

Í ofangreindu bréfi er vísað til 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og  óskað eftir að úrskurðarnefndinni verði send gögn er málið varða innan 30 daga frá dagsetningu þess bréfa, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í bréfinu var sveitarstjórn gefinn kostur á að tjá sig um kæruna til sama tíma.

Eftirgreind gögn voru send til Úrskurðarnefndarinnar í beinu framhaldi af því að bréfið barst frá nefndinni.

·       Bréf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi dags. 17. september 2014. Bókun frá 05. Fundi dags.16.september 2014.

·       Fundargerð nr.05 dags. 16.sept 2014.

·       Fundargerð nr.04 dags.3.sept 2014.

·       Bréf frá Lex til Torfa R. Sigurðsson hrl dags. 2.sept.2014 Fyrirhugað minkabú að Ásum.

·       Bréf frá Valtýr Sigurðssyni til Torfa R. Sigurðssonar dags.3.sept.2014. Deiliskipulag fyrir minkabú Steinkers ehf. Á Steinkerstúni úr landi Ása.

·       Bréf frá Valtýr til Skeiða-og Gnúp, dags. 3.júlí 2014. Krafa um ábyrgðartryggingu í tengslum við afgreiðslu á breytingu á deiliskipulagi.

·       Bréf frá Verkfræðistofu Suðurlands ehf. Dags. Selfoss 24.06.2013.

·       Yfirlitsmynd /Efla verkfræðistofa, jarðvegskönnu tillaga að byggingareit.

·       Fundargerð nr.58 dags 22.maí 2014.

·       Fundargerð nr.56 dags 1.apríl 2014.

·       Fundargerð nr.50 dags 5. Nóv. 2013.

·       Fundargerð nr.49 dags 1. okt. 2013.

·       Fundargerð nr.47 dags 13. ágúst 2013.

·       Deiliskipulagsbreyting Minkahús að Ásum / Basalt arkitektar.

·       Yfirlitsmynd /Verkfræðist.Suðurlands/Staðsetning minkahúss fjarlægðir og afstaða gagnvart íb.húsum og sumarhúsum. Dags. 24.6.2013.

·       Breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs minkabús Steinkers ehf. Fundur með sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp 26.ágúst 2014 Samantekt um málsmeðferð og sjónarmið.

·       Bréf Lögmenn Suðurlands, Minnisblað dags. 20.júní 2014, Tillaga að bókun vegna deiliskipulags Steinkerstúns, Steinkerstún athafnasvæði.

·       Bréf Skeiða- og Gnúp, dags. 23.5.2014, Bókun frá fundi sveitarstjórnar 22. Maí 2014.

·       Yfirlýsing Ásaskóla dags. 23. júní 2014.

·       Minnisblað – Jarðvegskönnun Ásar og yfirlitsmyndir frá Eflu verkfr.stofu dags.10.03.2014.

·       Tölvupóstur frá Pétri Inga Haraldssyni til Jóns Hákonarson, Dags.18.mars.2014.

·       Bréf Valtýr Sigurðsson til Skeiða- og Gnúp, dags.24. mars 2014, Athugasemdir eigenda Steinkers ehf. Breyting á umsókn um byggingaleyfi.

·       Athugasemdir á  dsk Ásar á kynningartíma frá 17 aðilum.       (læt vera að telja þá upp).

·       Kynningarfundur um skipulag.

·       Bréf Skipulagsstofnunar til skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. Dags. 23.ágúst 2013.

·       Bréf til Skipulags- og byggingarfulltrúa frá landeigendum Ása og Steinkers ehf, dags.24.júlí 2013.

·       Tölvupóstur frá Jóni Hákonarsyni til Péturs Inga dags.19.júlí 2013.

·       Bréf til skipulags-og byggingarfulltrúa frá Jóni Hákonarsyni, ódagsett, / Viðauki. Skipulagsfulltrúi spyr/Athugasemdir Jóns ásamt kostnaðartölum.

·       Bréf skipulagsfulltrúa / Auglýsing Dsk Lýsing skipulagsverkefnis dags.28.ágúst 2013.

·       Greinargerð,Mat á líklegri lyktarmengun og dreifingu lyktar, VSÓ ráðgjöf, júlí 2013

Áðurnefnd kæra ákvörðunar sveitarstjórnar frá 16. september 2014 var lögð fram til kynningar á sveitarstjórnarfundi þann 5. nóvember 2014.

Bréf Úrskurðarnefndar  frá 13  október 2014 sem áður er getið var ekki lagt fyrir sveitarstjórn með formlegum hætti.  Ástæður eru þær að sveitarstjóra láðist að leggja bréfið formlega fyrir.  Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

2.      Breytingar á póstþjónustu.

Bréf barst frá Póstinum um breytingu á fyrirkomulagi póstdreifingar á landsbyggðinni. Verður pósti framvegis dreift að lágmarki annan hvern virkan dag, í stað þess að honum sé dreift hvern virkan dag. Sveitarstjórn mótmælir harðlega að dregið verði úr þjónustu með umræddum hætti. Með því sé aukið á mismunun milli þéttbýlis og dreifbýlis.  

3.      Erindi frá foreldrafélagi Þjórsárskóla. Lögð var fram fyrirspurn frá Ólafi Hafliðasyni formanni Foreldrafélagsins. Þar er spurt um dekkjakurl á íþróttavöllum sveitarfélagsins. Um dekkjakurl er að ræða á gervigrasvelli sveitarfélagsins. Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á að skipta dekkjakurli út fyrir annað efni og tilheyrandi kostnað.

4.    Drög að Jafnréttisstefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Kristjana Gestsdóttir formaður Velferðar- og jafnréttisnefndar lagði fram og kynnti drög að jafnréttisstefnu sveitarfélagsins 2014-2018. Þau hafa verið tekin fyrir í nefndinni. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.    Málefni í Þjórsárdal. Rætt var um uppbyggingarkosti og málefni ferðaþjónustu í Þjórsárdal.

6.    Stöng deiliskipulagstillaga. Lögð fram og kynnt deiliskipulags-tillaga um Stöng í Þjórsárdal. Sveitarstjórn þykir miður hversu óraunhæfar hugmyndir eru um uppbygginu af hálfu Minjastofnunar og standi í vegi fyrir eðlilegri uppbyggingu á svæðinu.

7.    Uppbyggingarsjóður Suðurlands. Lagt var fram bréf frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands þar sem kynnt eru markmið sjóðsins. Sjóðurinn styrkir menningar- og nýsköpunarverkefni. Umsóknarfrestur eru til 19 apríl. Samþykkt að sækja um styrk til skiltagerðar til merkingar á athyglisverðum stöðum.

8.    Ungt fólk og lýðræði. Ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ á Selfossi 16-18 mars 2016. Sérstök áhersla var lögð á geðheilbrigði ungmenna. Lögð fram og kynnt. Unnið er að stofnun Ungmennaráðs í sveitarfélaginu undir umsjón Menningar- og æskulýðsnefndar

9.    Nafn á lögbýli. Urðarholt úr landi Réttarholts. Lagt var fram erindi frá Aðalheiði Einarsdóttur og Einari Einarssyni eigendum landsspildunnar Réttarholt B. Landnr 223803. Þar sem óskað er eftir að samþykkt verði nafnið Urðarholt á spilduna. Erindið samþykkt samhljóða.

10.           Sumarhúsabyggð  í Áshildarmýri. Skipulagsmál. Sveitarstjórn hefur áður borist erindi frá eigendum lóða í landi Áshildarmýrar – Kílhrauns þar sem þeir óska eftir að skipulagi lóða verði breytt úr frístundabyggð í byggð þar sem heimiluð verði lögheimilisfesti. Samþykkt að skoða með Skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa kosti og galla breytinga sem um ræðir.

11.           Kaup á húsnæði. Kaup á húsnæðinu Holtabraut 27.

Húseignin Holtabraut 27 er í eigu VBS eignasafns. Umræða hefur verið um að sveitarfélagið kaupi húseignina.

Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu.

Tæknisvið Uppsveitanna hefur ástandskoðað húsið og telur það í góðu ásigkomulagi. Tilgangurinn með kaupunum er að hafa íbúðarhúsnæði sem sveitarfélagið getur ráðstafað og leigt tímabundið til fólk sem hefur í hyggju að setjast að í sveitinni en vill hugsa sig um. Þar á meðal aðkomandi ráðnir starfsmenn hreppsins. Eignin verði leigð á markaðsverði. Tillaga samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Björgvin Skafti, Einar og Meike samþykktu. Gunnar Örn og Halla Sigríður greiddu atkvæði gegn tillögunni. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við VBS eignasafn fyrir hönd sveitarfélagsins um kaup á eigninni, jafnframt verði honum falið að leita til Lánasjóðs sveitarfélaga um lántöku til kaupa á eigninni.

12.   Opnunartímar sundlaugar. Lögð var fram tillaga að opnunartímum sundlauga frá 20 apríl nk til 31 ágúst nk. Aðgangsgjald í sundlaugar verði 700 kr fyrir stakt skipti. Tillaga samþykkt.

13.   Námsráðgjafi Skólaþjónustu. Lagt var fram erindi frá Maríu Kristjánsdóttur félagsmálastjóra þar sem lagt er til að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppur ráði náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Náms- og starfsráðgjafi  verði með fasta starfsstöð í einum skóla þar sem hann hefur tölvu og aðgang að nauðsynlegum gögnum. Hann  sinni 6 skólum og fari viðvera hans í hverjum skóla eftir fjölda nemenda á hverjum stað. Sveitarstjórn samþykkir ráðningu námsráðgjafa samhljóða.

Fundargerðir

14.   Fundarg 106 fundar Skipulagsn. ( Lögð fram og kynnt)

15.   Fundargerð 107 fundar Skipulagsnefndar. Mál 12. Þarfnast umfjöllunar. Mál. 12. Búrfellsvirkjun. Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi. Deiliskipulagsbreyting. 1602043. Málið var samþykkt 2. Mars sl með fyrirvara um umsagnir opinberra stofnana. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna. Skv 2. Mgr. 43.gr. ásamt meðfylgjandi umhverfisskýrslu.

16.   Fundargerð 33. Fundar stjórnar BS Skip- og bygg. Fundargerð lögð fram og kynnt.

17.   Fundargerð 34. Fundar stjórnar BS Skip – og bygg. Undir lið nr. 1. Er fjallað um ráðningu starfsmanns við Byggða- samlagið. Sveitarstjórn samþykkir ráðninguna samhljóða.

18.   Fundargerð 17. Fundar stjórnar Bergrisans. Fundargerð lögð fram og kynnt.

19.   Fundargerð 15. Fundar Menn – og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Samningar

20.   Samningur um seyrusvæði –drög. Lögð fram drög að Samstarfssamningur um umsjón á sameiginlegu seyrusvæði. Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Drög samþykkt samhljóða.

21.   Samningur Hestamannafélagið Smári. Undirritun þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur með fyrirvara um lagfæringar á texta.

22.   Samningur um landgræðsluskóga við Bjarnarlón. Erindi lagt fram frá Forsætisráðuneyti þar sem óskað er eftir að bætt verði gildistíma í áðurgerðan samning um ræktun landgræðsluskóga. Ráðstöfun lands við Bjarnarlón. Samþykkt samhljóða að gildistími verði 50 ár. 

23.   Samkomulag við LV um uppgjör Þjórsárstofu. Undirritað samkomulag staðfest.

24.   Samningur við Curron um heimaþjónustukerfi. Undirritaður samningur staðfestur.

Styrkbeiðnir

25.   Neistinn. Beiðni um styrk. Beiðni lögð fram um styrk frá Neistanum Styrktarfélagi hjartveikra barna. Samþykkt að veita 10.000 kr styrk.

26.   Vinir Grensás. Beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni frá Vinum Grensás um styrk til starfsins. Samþykkt afmæliskveðja til styrktar kr. 10.000.

Umsagnir

27.   Beiðni frá SÍS um umsögn um framlög úr Jöfnunarsjóði í málaflokki fatlaðra. Bréf lagt fram frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga undirritað af Karli Björnssyni. Lagt fram og kynnt.

28.   Aðalskipulag Hrunamannahrepps. Beiðni um umsögn. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Hrunamannahrepps.

29.   Aðalskipulag Flóahrepps. Beiðni um umsögn. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulag Flóahrepps.

Annað

30.      Heilsufarsmælingar starfsmanna. Lagt var fram tilboð í heilsufarsmælingar frá HSu. Ákveðið að vísa málinu frá.

31.      Búnaður í félagsheimili sveitarfélagsins. Máli frestað til næsta fundar.

 

Mál til kynningar :

 

A.   Fundargerð 170. Fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

B.   Athugasemd RSK.við kröfugerð Hitaveitu.

C.   Framlög til SKOGN úr Jöfnunarsjóði 2015.

D.   Fundargerð 835. Fundar Sambands Ísl svf.

E.    Fundargerð 836. Fundar Sambands Ísl svf.

F.    Fundargerð 837. Fundar Sambands Ísl svf.

G.   Reglugerð um baðstaði í náttúrunni.

H.   Punktar frá vinnufundi um aðalskipulagsvinnu. 21.03.16.

I.       Þingskjal 267. Eiturefni í neysluvöru.

J.      Þingskjal 304. Hæfisskilyrði leiðsögumanna.

K.   Þingskjal 325. Breytingar  á sveitarstjórnarlögum.

L.    Þingskjal 732. Breytingar á lögum um félagsþjónustu.

M. Þingskjal 32. Breytingar á lögum um lögheimili.

N.   Þingskjal 452. Breytingar á lögum um öldrunarþjónustu.

O.   Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 02.03.2016.

P.    Átaksverkefni um tímabundna atvinnu háskólanema.

Q.   Hraunvellir. Deiliskipulagsbreyting.

R.   Stöðuskýrsla um sjúkraflutninga.

S.    Fundargerðir Brunavarna Árnessýslu.

T.    Fundargerðir Brunavarna Árnessýslu.

U.   Dagskrá umhverfisdags 9. Apríl nk.

V.   Fundargerð Fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.

 

Fundi slitið kl 17:50

Næsti  fundur sveitarstjórnar ákveðinn þriðjudaginn  19. apríl

næstkomandi kl 16:00.