Sveitarstjórn

21. fundur 04. nóvember 2015 kl. 14:00
Starfsmenn
  •  Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Árnesi 04. nóvember 2015. 21. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 4 nóvember   2015  kl. 14:00. Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Fjárhagsáætlun 2016 og 2016-2019, fyrri umræða. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti drög að Fjárhagsáætlun fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp 2016 og 2016-2019. Talsverðar umræður urðu um áætlunina, farið var yfir rekstur málaflokka. Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.

2.     Fjárhagsáætlun 2015 viðaukar. Lagður var fram viðauki um fjárfestingaáætlun 2015. Upphafleg fjárfestingaáætlun gerði ráð fyrir fjárfestingum að fjárhæð 73,2 mkr. Viðauki hljóðar uppá að  áður samþykktum fjárfestingum verði að stórum hluta frestað. Eða sem nemur 59.8 mkr. Eftir stendur fjárfestingaáætlun sem nemur 13,4 mkr útgjöldum.
 Samþykkt samhljóða.

3.     Tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum.  Lögð fram og kynnt tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.     Tillaga að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2016. Lögð fram tillaga að gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.     Fjárhagsmál. Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til töku á yfirdráttarláni á veltureikningi sveitarfélagsins allt að 20.000.000 kr til 1 desember næstkomandi. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

6.     Kosning um nafn sveitarfélagsins.

Þann 20 október rann út frestur til að skila inn tillögum að nafni á sveitarfélagið. Alls bárust 56 gildar tillögur átta nöfn. Eru þau eftirtalin : Eystri-byggð, Eystri – hreppur, Vörðubyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þjórsárbakkar, Þjórsárbyggð, Þjórsárhreppur og  Þjórsársveit. Samkvæmt áður samþykktu ferli. Samþykkt að kjósa milli áðurnefndra átta nafna, að fengnu samþykki Örnefnanefndar. Þangað hefur sveitarstjóri þegar sent erindi þess efnis. Þegar niðurstaða Örnefnanefndar liggur fyrir verður listi með þeim nöfnum sem samþykkt verða, afhent kjörstjórn sveitarfélagsins og henni falið að undirbúa kosningu milli þeirra. Samþykkt samhljóða að halda opinn kynningarfund um kosningaferlið sem fyrst eftir að niðurstaða Örnefnanefndar liggur fyrir.

7.     Brunavarnaráætlun Brunavarna Árnessýslu. Lögð fram og kynnt Brunavarnaráætlun til og með árinu 2019 er nær yfir allt starfssvæði Brunavarna Árnessýslu, en það er öll Árnessýsla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til yfirlestrar hjá varðstjóra Brunavarna Árnessýslu  í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

8.     Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn. Lögð var fram beiðni um umsögn um mat á umhverfisáhrifum af fyrirhugðum vindlundi á Hafinu innan við Búrfell, er Landsvirkjun hyggst reisa með allmörgum vindmyllum. Beiðni undirrituð af Sigurði Ásbjörnssyni. Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum var meðfylgjandi erindinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir á þessu stigi, en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum.

9.     Erindi frá starfsmönnum Þjórsárskóla vegna sundlauga. Lagt var fram bréf dags. 28.10.2015 undirritað af starfsmönnum Þjórsárskóla, þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn endurskoði og gefi skýringar á fyrirhugaðri lokun Neslaugar frá 01.12.2015-19. mars 2016. Sveitarstjórn telur að fyrirhuguð tímabundin lokun Neslaugar stangist ekki á við almenna heilsueflingu. Ástæður fyrirhugaðrar lokunar eru hagræðing í rekstri sveitarfélagsins.

10.  Erindi frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Lagt var fram erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Dags. 09. október 2015. Undirritað af Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni. Sveitarstjóri lagði fram drög að svarbréfi og var honum falið að svara erindinu.

11. Jafnréttisstofa beiðni um jafnréttisáætlun. Erindi undirritað af Ingibjörgu Elíasdóttur. Samþykkt samhljóða að  vísa til Velferðar- og Jafnréttisnefndar að hún endurskoði þá jafnréttisáætlun sem verið hefur í gildi og verði hún lögð fyrir sveitarstjórn að því loknu.

12. Íbúðalánasjóður, erindi. Lagt fram og kynnt erindi undirritað af Hermanni Jónassyni forstjóra sjóðsins, þar sem eignir sjóðsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru boðnar til sölu.

13.  Landsspilda og hús Réttarholt. Erindi. Sveitarstjóri greindi frá því að eigandi landspildu og húss í landi Réttarholts bjóði sveitarfélaginu þá eign til kaups. Erindi hafnað.

Beiðnir um stuðning :

14. Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiða, erindi. Erindi lagt fyrir undirritað af Ara Thorarensen formanni félagsins, óskað eftir framlagi til endurbóta Reykjarétta og girðinga. Afgreiðslu máls frestað.

15. Hólaskógarkofinn 80 ára. Erindi frá Benedikt Sigurðssyni. Þar er bent á að lagfæra þurfi kofann í Hólaskógi og bæta þurfi merkingar á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn þakkar Benedikt framkomið erindi.

16. Stígamót, beiðni um stuðning. Beiðni undirrituð af Guðrúnu Jónsdóttur. Samþykkt að veita Stígamótum 50.000 kr styrk.

Fundargerðir :

17.  Fundargerð 98 fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 20  þarfnast umfjöllunar.

20. mál Hraunvellir – Ólafsvellir.  Aðalskipulagsbreyting 1508074.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði kynnt samkvæmt 2. Mkr 30 gr Skipulagslaga  nr. 123/2010.

 

18. Fundargerð stjórnar BS Skipulags- og byggingarfltr. Fundargerð lögð fram og staðfest.

19. Stofnasamningur BS. Héraðsnefndar Árnesinga. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

20. Fundargerð 8. Fundar Umhverfisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt. Sveitarstjórn tekur undir með Umhverfisnefnd að skýrari verklagsreglum milli sveitarstjórnar og nefnda á vegum sveitarfélagsins þurfi að vera skýrari. Varðandi fundargerð Umhverfisnefndar lið 1. Tekur sveitarstjórn undir með nefndinni að mál sem þessi þurfi að koma til umfjöllunar hjá Umhverfisnefnd. Sveitarstjórn samþykkir að oddviti og sveitarstjórnar leggi fram tillögur um verklagsreglur milli nefnda og sveitarstjórnar.

21. Fundargerð 1. fundar Velferðar- og jafnréttisnefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

22. Fundargerð Skóla- og Velferðarnefndar Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt.

23. Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Umsagnarbeiðni :

24. Hestakráin, beiðni um umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirrituð af Agli Benediktssyni þar sem óskað er eftir umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til reksturs gisti- og veitingastaðarins Hestakráin Húsatóftum 2a. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti endurnýjun áðurnefnds rekstrarleyfis.

25.  Önnur mál:

        I.    Mæting á nefndafundi. Af gefnu tilefni leggur sveitarstjórn áherslu á að nefndarmenn boði varamenn í tæka tíð, ef til forfalla kemur.

        II.   Frumvarp til laga. Þingskjal 237-225. Mál. Um breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010. Grenndarkynning.  Sveitarstjórn telur að 2 grein frumvarpsins orki tvímælis.

Mál til kynningar :

A.   Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnessýslu

B.   Afgreiðslur Byggingafulltrúa frá 30.09.2015

C.   Afgreiðslur Byggingafulltrúa frá 15.10.2015

D.   Dagur leikskólans

E.   Ungt fólk Skýrsla Menntam.ráðuneyti.

F.    HES 167. Stjórnarfundur.

G.  Hestamannafélagið Smári, skýrsla um ungliðastarf.

H.  Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá.

I.      Þjóðveldisbær, ársreikningur 2014.

J.     Almannavarnarnefnd 22. Fundur.

K.  Þingskjal 237. Breyting á skipulagslögum.

L.   Umferðaröryggi og ástand gróðurs.

M.  SASS 498. Stjórnarfundur

N.   Dagur Íslenskrar tungu.

O.  Minnispunktar: Samráðsfundur Vg. 06.10.2015

P.    Framlög úr Jöfnunarsjóði.  jan-sept 2015

Q.  Þingskjal Bráðaðgerðir í húsnæðismálum.

R.   Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga.

Fundi slitið kl  18:05.

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 2. desember næstkomandi.

 

__________