Sveitarstjórn

13. fundur 22. apríl 2015 kl. 13:00

Árnesi 22.04.2015

Fundargerð nr. 13.

Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  22. apríl  2015  kl. 20:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt, Halla Sigríðar Bjarnadóttir og Gunnar Örn Marteinsson.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera.

Dagskrá:

Mál til umræðu og umfjöllunar

1.   Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2014. Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi sveitarfélagsins mætti til funda. Hann fór yfir helstu staðreyndir ársreikningsins.

Heildartekjur A hluta  nema 494,0 mkr. Áætlun gerði ráð fyrir 460,8 mkr. Þar af voru útsvör og fasteignaskattur 368,7 mkr.                                

Rekstrargjöld utan fjármagnsliða námu 487.1  mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 6,9 mkr. Rekstarniðurstaða eftir fjármagnsliði eru 10,8  mkr. Heildartekjur A og B hluta 506,4 mkr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 8,6 mkr. fyrir fjármagnsliði.

Eftir fjármagnsliði  5,4 mkr. Handbært fé í árslok 31.1  mkr. Samkvæmt efnahagsreikningi nemur bókfært virði fastafjármuna A og B hluta  557,1 mkr og virði veltufjármuna 77,6 mkr heildar eignir samtals 699,4 mkr. Heildarskuldir 152,0 mkr.

Af helstu lykiltölum má nefna að skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjur) er 30 %  Veltufjárhlutfall er 0,77.  Eiginfjárhlutfall í lok árs 2014 er  78 % á móti  82 % árið 2013.

Útsvarstekjur í hlutfalli við rekstrartekjur eru 39,7 %. Skatttekjur á íbúa eru  803 þkr. á móti 754 þkr. árið áður. Nokkur umræða varð um ársreikninginn og var samþykkt að vísa honum til síðari umræðu.

2.    Fyrirspurn frá Gunnari Erni Marteinssyni. Gunnar sendi eftirgreint erindi til oddvita. Undirritaður óskar eftir því að oddviti upplýsi hvort sveitarfélagið hafi verið með yfirdrátt í viðskiptabanka sínum árið 2014 og það sem af er árinu 2015, reynist svo vera óska ég eftir að sveitarstjórn verði upplýst um hvaða upphæðir hefur þar verið um að ræða, þá er farið fram á að gerð verði grein fyrir því hvenær sveitarstjórn samþykkti yfirdráttarheimild. Að lokum er óskað eftir að sveitarstjórn verði gerð grein fyrir því hver eða hverjir tóku ákvörðun um að stofna yfirdrátt í viðskiptabanka sveitarfélagsins án heimildar sveitarstjórnar. Farið er fram á að oddviti svari fyrirspurninni skriflega.

Meðfylgjandi greinargerð. Undirritaður hefur talsvert velt því fyrir sér miðað við reynslu sína af rekstri sveitarfélagsins hvernig reksturinn sé fjármagnaður hluta úr árinu miðað við hvernig virðist vera staðið að rekstrinum um þessar mundir, af þeim sökum fór undirritaður þess á leit við endurskoðanda sveitarfélagsins að vera upplýstur um hvort sveitarfélagið væri með yfirdrátt í sínum viðskiptabanka og var ég upplýstur um að svo væri en mér vitanlega var ekki til nein samþykkt til í sveitarstjórn í þá veruna, en að mínu áliti er slíkt ekki í samræmi við 58.gr sveitarstjórnarlaga. Gunnar Örn Marteinsson.

Oddviti upplýsti eftirfarandi :  Sveitarfélagið var með yfirdrátt í viðskiptabanka sínum  árið 2014 og er 2015. Sundurliðun: 10 feb. til 1. mars 2014    5 mkr. 01.mars – 15. mars 2014  15 mkr. 15.mars – 31. mars 2014  25. mkr 1. apríl – 01.júní 2014  10 mkr  10. feb 2015 - 01 júní 2015  25 mkr. Ekki var óskað eftir samþykki sveitarstjórnar. Sveitarstjóri tók ákvörðun um að stofna til yfirdráttar. Að öðru leyti vísast í endurskoðunarskýrslu KPMG. Oddviti lagði til að núverandi yfirdráttarlán 25 mkr til 1 júní 2015 yrði samþykkt af sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

3.   Samningur við Landsvirkjun um svæði til landgræðslu við Bjarnarlón.

Vísast til fyrri umfjallana. Lagt var fram erindi undirritað af Jóni Ingimarssyni deildarstjóra umhverfisdeildar Landsvirkjunar um drög að samningi um landgræðsluskógrækt við Bjarnarlón. 125 hektarar að stærð. Með erindinu fylgdi kort með hnitsetningu umrædds lands. Framlögð samningsdrög samþykkt samhljóða.

4.    Umsókn til Atvinnueflingarsjóðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lögð var fram umsókn JóhannesarHlyns Sigurðssonar á Ásólfsstöðum um styrk úr sjóðnum til rafvæðingar tjaldsvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal. Samþykkt var að áður en til ákvörðunar um úthlutun kemur verði farið fram á faglegt álit atvinnuráðgjafa SASS um verkefnið auk annarra tilheyrandi gagna samkvæmt úthlutunarreglum um sjóðinn.

Mál til kynningar:

A. Virkjum hæfileikana

B. Kennsluafsláttur bréf frá Sambandi

C. Samband svf 827. Fundargerð

D. Bréf frá Stef. Varðar sviðverk um tónlist.

E. Fundargerð og ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Fundi slitið kl  22:05.

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  6. maí kl 14:00.