Sveitarstjórn

4. fundur 03. september 2014 kl. 14:00

04. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  03. september.  2014  kl. 14:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Meike Witt.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera.

Dagskrá:

  1. Skipulagsmál vegna minkabús að Ásum. Framhald frá 03. Fundi. Fyrir fundinum lá bréf undirritað af Guðjóni Ármannssyni þar sem staðfest er samþykki frá eigendum jarðanna Stóra-Núps og Skaftholts fyrir sitt leyti, fyrir breyttri staðsetningu minkabús að Ásum. Sú staðsetning yrði norðan minkahúsa að Mön. Í bréfi frá Valtý Sigurðssyni hrl fyrir hönd eigenda Steinkers ehf kemur fram að ekki sé vilji fyrir því að staðsetja umrætt minkahús á ofangreindum stað. Þar sem gögn vegna málsins bárust skömmu fyrir sveitarstjórnarfund er samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sveitarstjórnar þann 16 september næstkomandi.

  2. Fundargerð 75. fundar Skipulagsnefndar.Mál nr. 2 og 4 þarfnast staðfestingar. Mál 6 og 16 eru til kynningar.

    Mál nr 2. Fyrirspurn-Hamarsheiði 166648. Óskað eftir heimild til að reisa 124 m2 sumarhús og 60 m2 geymsluhúss að Hamarsheiði.

    Þar sem aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir stærra aukahúsi en 50m2 er málinu vísað aftur til Skipulagsnefndar

    Mál nr 4.Hjálparfoss- Stígagerð

    Lögð var fram tillaga að gerð gangstíga og annarrar aðstöðu við Hjálparfoss. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við framkvæmdina

    Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu  Skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsagnir Minjastofnunar og Fiskistofu.

    Mál nr 6 og 16 Landsskipulag 2015 og 20156 lögð fram og kynnt.

  3. Erindisbréf nefnda sveitarfélagsins. Sveitarstjóri lagði fram erindisbréf nefnda á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að kalla nefndir sveitarfélagsins til funda þar sem erindisbréf verði kynnt. Samþykkt að staðfestingu erindisbréfa verði frestað til fundar sveitarstjórnar 1 október næstkomandi

  4. Rammaskipulag í Þjórsárdal. Rammaskipulag lagt fyrir og var það samþykkt samhljóða.

  5. Erindi frá Steingrími Erlingssyni. Varðar uppsetningu vindmylla. Í erindi Steingríms er getið áforma um uppsetningu þriggja vindmylla að Vorsabæ á Skeiðum þar sem afl hverrar myllu verði undir 2 Megawöttum og er óskað stuðningi sveitarstjórnar vegna þess.

    Leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar vegna málsins.

  6. Réttindi og skyldur sveitarstjórna í jafnréttismálum. Lagt var fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem lögð er áhersla á að gæta jafnréttis við skipan nefndarfólks í nefndum á vegum sveitarfélaga. Erindi lagt fram og kynnt og tekur sveitarstjórn undir ábendingar Jafnréttisstofu.

  7. Leikskólagjöld. Tillaga um breytingar. Halla Sigríður Bjarndóttir og Gunnar Örn Marteinsson lögðu fram eftirfarandi tillögu :

    Við leggjum til að leikskólagjöld tveggja elstu árganganna í leikskóla Skeiða- og Gnúpverjahrepps verði felld niður frá og með 1. október 2014.

    Greinargerð með tillögu þar sem að markmið skóla og Skólaþjónustu Árnesþings er varða læsi barna í leikskóla voru samþykkt af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps (22. maí2014) teljum við það eðlilega þróun að fella niður dagvistunargjöld elstu tveggja árganganna.

    Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (28. gr.) (sjá fylgigagn 1) er kveðið á um að öll börn skuli njóta sömu réttinda til menntunar og að hún skuli vera þeim ókeypis. Samkvæmt lögum um grunnskóla (31. gr.) (sjá fylgigagn 2) er óheimilt að krefja börn eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu. Af þeim sökum teljum við nauðsynlegt að öll börn, sér í lagi tveir elstu árgangar leikskólans, geti verið í leikskólanum án tillits til fjárhags foreldra. Samfella í námi, læsi og ýmsir félagslegir

    þættir eru börnunum mikilvægir áður en hafið er nám í grunnskóla, líkt og nefnt er í markmiðum skóla og Skólaþjónustu Árnesþings.

    Sveitarstjórn tekur vel í tillöguna og samþykkir að vísa henni til umfjöllunar og útfærslu hjá Skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

  8. Fjárhagsáætlun viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Útlit er fyrir hækkun tekna um 4.173 þkr.og hækkun útgjalda um 4.250 þkr, þar með niðurstöðu sem er 77 þkr lakari. Lögð er til breyting á fjárfestingaáætlun sem nemur 5.900 þkr. Hækkun. Þar kemur til áætluð hækkun kostnaðar við Gámasvæði og vegagerð 1.500 þkr. Vegna endurbóta á Þjórsárskóla 1.000 þkr. Skeiðalaugar 800 þkr. Öryggiskerfa 200 þkr.Tjaldsvæða við Árnes 400 þkr og gangstíga og lýsingar í Brautarholtshverfi 2.000 þkr.Kostnaðarauka vegna fjárfestinga verður mætt með lækkun á handbæru fé. Ekki kemur til lántöku vegna þess. Viðaukar við fjárhagsáætlun samþykktir samhljóða.

  9. Bókun frá SSK. Vegna öldrunarmála. Lagt var fram erindi frá Sambandi Sunnlenskra kvenna. Lagt fram og kynnt.

  10. Deiliskipulag vegna hjólhýsasvæðis í Þjórsárdal. Framhald frá 3. fundi.Jóhannes Hlynur Sigurðsson starfsmaður Skógræktar ríkisins mætti til fundar undir þessum lið. Fjallað var um framkomnar tillögur Skógræktar að breyttu deiliskipulagi. Urðu talsverðar umræður um málið. Jóhannes benti meðal annars á að ástand sumra hjólhýsa á svæðinu með tilliti til öryggismála væri ófullnægjandi.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framkomna deiliskipulagsbreytingu  en telur verulega þörf fyrir úrbætur á svæðinu með tillit til öryggismála. Sveitarstjórn gefur Skógrækt ríkisins frest til 1 maí 2015 til úrbóta í öryggismálum. Að öðrum kosti verður framkomin deiliskipulagsbreyting  úr gildi felld.

  11. Erindi frá 100 ára afmælisnefnd um kosningaréttar kvenna. Erindi lagtfram undirritað af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur formanni afmælisnefndarinnar, þar sem sveitarfélög og aðrir eru hvött til að minnast þessara tímamóta á árinu 2015, með sýningum, fyrirlestrum og fleiru.Samþykkt að vísa erindinu til Menningar – og æskulýðsnefndar.

  12. Skipun fulltrúa í Velferðarnefnd Árnesþings. Samþykkt samhljóða tilnefna Ásmundur Lárusson Norðurgarði og Hörpu Dís Harðardóttur Vesturkoti til vara.

  13. Skipun fulltrúa á aðalfund Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða.

    Tillaga kom um Aðalstein Guðmundsson Húsatóftum og Jón Vilmundarson Skeiðháholti sem aðalfulltrúa og

    Jökul Helgason Ósabakka og Hermann Karlsson Brúnavöllum til vara.

    Tillaga samþykkt samhljóða.

  14. Erindi frá Ann Winter. Lagt var fram erindi frá Ann Winter þar sem fram kemur beiðni umað sveitarfélagið veiti námsstyrk vegna náms Antons Winter erlendis. Beiðni hafnað.

  15. Æskulýðsstarf- samstarf. Samþykkt að fela Æskulýðs- og menningarnefnd að halda samræmingar- og samstarfsfund þar sem allir aðilar að æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu verði boðaðir og fjalli um samstarf- og samræmingu á þessum vettvangi.

  16. Hugmyndir að gerð kvikmyndar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Meike Witt sagði frá hugmyndum um gerð kvikmyndar í þeim tilgangi að kynna lífsgæði og búsetukosti í sveitarfélaginu. Rætt hefur verið við aðila sem tilbúnir eru til að taka að sér kvikmyndagerð. Málinu vísað til Menningar- og æskulýðsnefnd ásamt Atvinnu- og samgöngunefnd til umfjöllunar.

        Mál til kynningar:

       A. Minjastofnun. Útboðsgögn stígagerð.

      B. Fundargerð 482. Fundar stjórnar SASS.

      C. Stígagerð Hjálparfoss.

      D. Gámasvæði –vegagerð. Útboðsgögn.

      E. Fundargerðir SNS og Sambands svf.

      F. Landsskipulagsstefna. Frá ráðstefnu 15. Ágúst 2014

     G. Skýrsla sveitarstjóra.

     Fundi slitið kl  17:50

     Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 16. september kl 20:00.