Sveitarstjórn

2. fundur 25. júní 2014 kl. 14:00

02. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  25. júní.  2014  kl. 14:00.

 

Mætt til fundar : Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Einar Bjarnason, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Meike Witt. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að bæta við einu máli. Kjöri fulltrúa í stjórn Reiðhallarinnar á Flúðum. Var það samþykkt samhljóða.

1. Skipulagsmál vegna minkabús að Ásum. Oddviti kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi tillögu : Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um skipulagsmál á Steinkerstúni við Ása til næsta sveitarstjórnarfundar þann 4. júlí næstkomandi. Tillaga samþykkt samhljóða.

2. Tillaga að breytingum á 40. grein Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Seinni umræða. Lagðar voru fram eftirfarandi breytingar. 40 grein. Fastanefndir, aðrar nefndir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

         A.  Sveitarstjórn kýs í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir:

        Liður 2. Skólanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Skv. 6. Gr. Laga um grunnskóla nr. 91/2008 og 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. Annar texti er varðar Skólanefnd fellur niður.

        Liður 4. Umhverfisnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá  aðalmenn og jafnmarga til vara. Annar texti óbreyttur.

        Liður 6. Veitustjórn. Nefndin lögð niður. Stjórn vatns- og fráveitu heyri beint undir sveitarstjórn. Þess í stað verði liður 6 um bókasafnsnefnd.

       Bókasafnsnefnd. Sveitarstjórn fer með verkefni bókasafnsnefndar sbr. Lög nr. 150/2012.

       Liður 8. Menningar- og æskulýðsnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Nefndin fjallar um og gerir tillögur til sveitarstjórnar um menningarmál og æskulýðsmála í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,  Þá kemur nefndin að skipulagningu á viðburðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Annar texti er varðar Menningar – og æskulýðsnefnd fellur niður.

       Liður 9. Velferðar- og jafnréttisnefnd. Nefndin er skipuð af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Kosnir skulu þrír aðalmenn og þrír til vara og er nefndinni ætlað að vinna að velferðar- og jafnréttismálum í sveitarfélaginu. Annar texti er varðar Velferðar- og jafnréttisnefnd fellur niður.

      Liður 10. Atvinnu og samgöngunefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara kjörnir af sveitarstjórn. Nefndinni er ætlað að vinna að atvinnu og samgöngumálum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er hún ráðgefandi nefnd er gerir tillögur til sveitarstjórnar. Annar texti er varðar atvinnu og samgöngunefnd fellur niður.

     B.  Stjórnir og samstarfsnefndir. Liður 10 Aðalafundur SASS.Fjöldi fulltrúa á aðalfundi samkvæmt reglum SASS um fjölda fulltrúa í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins.

     Ofangreindar tillögur um breytingar samþykkta voru samþykktar samhljóða.

3.  Skipan í nefndir á vegum sveitarfélagsins samkvæmt fundarsköpum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Framhald frá síðasta fundi.

    Skólanefnd. Til viðbótar frá skipun  á síðasta fundi : Ásmundur Lárusson og  Bjarni Másson sem aðalmenn. Til vara Irma Diaz Cruz, Georg Kjartansson og Ingvar Þrándarson; Meike Witt verði formaður skólanefndar.

    Kjörstjórn : Þuríður Jónsdóttir formaður, Ragnar Ingólfsson og  Þorgeir Vigfússon sem aðalmenn. Helga Guðlaugsdóttir, Helga Kolbeinsdóttir og  Úlfhéðinn Sigurmundsson til vara.

    Atvinnu og samgöngunefnd. Aðalmenn: Einar Bjarnason formaður, Meike Witt, Björgvin Þór Harðarson. Til vara Anna Dóra Guðmundsdóttir, Jón Vilmundarson og Ásmundur Lárusson.

    Menningar og æskulýðsnefnd : Aðalmenn : Hildur Lilja Guðmundsdóttir formaður, Magnea Gunnardóttir og Ágúst Guðmundsson. Til vara: Elin Margareta Moquist,  Petrína Jónsdóttir og Vilhjálmur A Vilhjálmsson

   Velferðar- og jafnréttisnefnd : Aðalmenn : Harpa Dís Harðardóttir formaður, Kristjana Gestsdóttir og Sigrún Símonardóttir. Til vara Jóhanna Valgeirsdóttir, Oddur G Bjarnason og Unnur Lísa Schram

   Umhverfisnefnd : Aðalmenn : Anna Flygenring formaður, Sigþrúður Jónsdóttir og Páll Ingi Árnason. Varamenn Bolette Koch, Jóhannes Eggertsson og Oddur G. Bjarnason.

   Fræðslunefnd Flúðaskóla : Ásmundur Lárusson og Ingvar Hjálmarsson sem aðalmenn. Til vara Bjarni Másson og Anna Þórný Sigfúsdóttir.

   Stjórn Fjarskiptafélags Skeiða og Gnúpverjahrepps samkvæmt samþykktum þess félags skal sveitarstjórn hverju sinni skipa stjórnina. Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríður Bjarndóttir. NOS nefnd. Fulltrúi í stjórn Velferðarþjónustu Árnesþings: Harpa Dís Harðardóttir og Jóhanna Valgeirsdóttir til vara. Fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga. Björgvin Skafti Bjarnason sem aðalmaður. Sem áheyrnarfulltrúi Halla Sigríður Bjarnadóttir. Samstarfsnefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnesþingi.      Fulltrúi á ársfund Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Björgvin Skafti Bjarnason og Einar Bjarnason til vara.

   Fulltrúi í Almannavarnarnefnd Árnessýslu : Kristófer Tómasson. Til vara: Einar Bjarnason.

   Tilnefningar í nefndir samþykktar samhljóða.

4. Launakjör fulltrúa í nefndum sveitarfélagsins.  Eftirfarandi tillaga að nefndarlaunum í Skeiða-og Gnúpverjahreppi 2014 til 2018 lögð fram

    Sveitarstjórn samþykkir að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi:

    Almennar nefndir fyrir utan skólanefnd fá kr. 10.000,- fyrir hvern fund en formaður 15.000. Almennir skólanefndarmenn fá kr. 15.000,- fyrir hvern fund en formaður 30.000,- Ekki er greitt sérstaklega fyrir akstur.

    Kjörstjórn fær 10.000,- fyrir hvern fund en formaður 15.000,-

    Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en aðrir  kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók. Tillaga samþykkt samhljóða.

5. Launakjör sveitarstjórnarfulltrúa. Framhald frá síðasta fundi.

   Lagt er til að laun kjörinna fulltrúa í Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps verði 10 % af þingfararkaupi kjörtímabilið 2014-2018 og taki breytingum í samræmi við þingfarakaup. Þingfararkaup er nú kr. 630.025. Tillagan samþykkt samhljóða.

6. Ákvörðun um fastan fundartíma sveitarstjórnarfunda. Svohljóðandi tillaga var lögð fram: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fastur fundartími sveitarstjórnarfunda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verði fyrsti miðvikudagur í hverjum mánuði og verði hann settur  kl 14:00. Ekki verði haldinn sveitarstjórnarfundur í júlí nema sérstök þörf gerist. Tillagan samþykkt samhljóða.

7. Tillaga að endurráðningu sveitarstjóra. Drög að starfssamningi sveitarstjóra. Drög að starfsamningi við Oddvita. Framhald frá síðasta fundi. Nokkur umræða fór fram um málið. Framlagður samningur um Kristófer Tómasson sem sveitarstjóra samþykktur samhljóða. Sveitarstjóri vék af fundi meðan umræða og afgreiðsla málsins fór fram. Starfssamningur oddvita samþykktur samhljóða.

8.  Kynningarbréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Bréf lagt fram og kynnt.

9.  Hrókurinn. Beiðni um styrk vegna skákkennslu. Beiðni hafnað.

10. Bakkatríó. Beiðni um styrk vegna tónleika. Beiðni hafnað.

11. Skólaakstur fyrirkomulag útboðs. Oddviti greindi frá fundi sem oddviti  og sveitarstjóri héldu með núverandi skólabílstjórum.  Þar sem þeim var kynnt að útboð skólaaksturs væri í vinnslu.

12. Kaup á tölvum til sveitarstjórnarfulltrúa. Lagt til kaup á spjaldtölvum til sveitarstjórnarfulltrúa og sveitarstjóra fyrir allt að 500.000 kr samtals.

13. Yfirtaka sveitarfélagsins á eignarhluta ríkis í Brautarholtsskóla og Heiðargerði 7. Yfirtaka samþykkt samhljóða.

14. Kjör fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Reiðhallarinnar á Flúðum. Tillaga  lögð  fram um Kristófer Tómasson sem fulltrúa í stjórn reiðhallarinnar. Tillaga samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar:

A. Fasteignamat 2015

B. Fundargerð 63. fundar SNS SÍS og FÍH og KÍ

C. Fundargerð 480. fundar stjórnar SASS.

D. Dagskrá aukaaðalfundar SASS.

E. Skýrsla 17. júní nefndar.

    Fundi slitið kl  16:40

    Næsti fundur ákveðinn 4. júlí næstkomandi.