Sveitarstjórn

48. fundur 03. september 2013 kl. 13:00


48. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  03. september  2013  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Sigrún Guðlaugsdóttir. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


Oddviti kom með tillögu um breytingar á áður boðaðri dagskrá. 
Liður 11. Endurskoðun samþykktar um tómstundastyrk. Liður 12. Kynning á endurbættum vef sveitarfélagsins. Óskað var eftir að liður 12 yrði afgreiddur í upphafi fundar. Jón Leví Guðmundarson mætti til fundar og kynnti endurbætur vefsins. 
Hann óskaði eftir að þessu máli yrði bætt á áður boðaða dagskrá.  Ekki komu fram athugasemdir við þessar breytingar.

 

1. Fundargerð 62. fundar Skipulags- og bygginganefndar. 2,8,14 og 34 þarfnast staðfestingar.
Mál nr. 2: Frkvl. Stóra-Laxá – slóði að Illaveri
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við erindi Verkfræðistofu Suðurlands dags. 20. ágúst 2013, með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytisins og samráðs  við Afréttarmálafélag  Flóa - og Skeiða.

Mál nr. 6: Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 21. ágúst 2013.

Mál nr. 8: LB_Húsatóftir 3 lnr. 166473 – ný 10 ha lóð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun 10 ha lóðar úr landi Húsatófta lnr. 166473 og jafnframt er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 14: Stóri-Núpur 166609
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að grenndarkynna umsókn um byggingu vélaskemmu sem kemur í stað annarrar skemmu sem verður rifin.

Mál nr. 34: Breyting á skipulagslögum, ósk um umsögn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu að breytingu á skipulagslögum. Tekið er undir athugasemd um að nauðsynlegt sé að koma á fót svæðisskipulagsnefnd fyrir Miðhálendið að nýju þar til landsskipulagsstefna hefur tekið gildi.

 

2. Aðalskipulag Holtamannaafréttar. Beiðni um umsögn. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða aðalskipulagsbreytingu Holtamannaafréttar 2010 – 2022.


3. Lóðaleiga í sveitarfélaginu. Leigusamningar um smábýlalóðirnar Heiðarbrún og Hraunbú eru runnir út. Sveitarstjóri lagði fram drög að nýjum lóðasamningum um þær lóðir til 25 ára. Lóðaleiga verði 1 % af fasteignamati lands. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningunum.


4. Erindi frá Nesey ehf. varðandi lóðaúthlutun við Suðurbraut. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við forsvarsmenn Neseyjar ehf um lóðaúthlutun og lóðaleigu við Suðurbraut.


5. Börn búsett í sveitarfélaginu er sækja um leikskóladvöl í öðrum sveitarfélögum. Sveitarstjórn samþykkir að  fylgja viðmiðunarreglum Sambands Íslenskra sveitarfélaga hvað varðar kostnað við leikskóladvöl barna í öðrum sveitarfélögum en búseta er í.


6. Samningur um Sundlaug við Reykholt, endurskoðun. Í ljósi breyttra aðstæðna frá gerð núverandi samnings varðandi rekstur sundlaugar við Reykholt er ástæða til að taka samninginn til endurskoðunar. Oddvita og sveitarstjóra er falið að 
ræða við leigutaka um breytingar á samningnum.


7. Gjaldskrá Sorpmála. Sveitarstjórn samþykkir að þeir sem sjá um að jarðgera lífrænt hráefni heima fyrir án aðkomu sveitarfélagsins fái 10.000 króna afslátt  frá gjaldskrá sorphirðu á ári.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að þeir sem þiggja búnað frá 
sveitarfélaginu til jarðgerðar á lífrænu hráefni fái 6.000 króna afslátt 
frá gjaldskrá sorphirðu á ári.


8. Fundargerð Skólanefndar- leikskólamálefni. Fundargerð staðfest.


9. Fundargerðir Atvinnu- samgöngu og fjarskiptanefndar nr. 5 og 6. Fundargerðir staðfestar. Samþykkt að fela Sveitarstjóra að ganga frá samningi milli Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga og Skeiða – og Gnúpverjahrepps um samstarf um mótun atvinnustefnu sveitarfélagsins.


10. Árnes veitingarekstur og ferðaþjónusta. Lagðar fram tölur um nýtingu tjaldsvæðis og rekstur Kaffihúss við Þjórsárstofu í Árnesi á liðnu sumri. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir rekstraraðila að ferðaþjónustu í félagsheimilinu í Árnesi ásamt tjaldsvæði fyrir næsta sumar.


11. Endurskoðun samþykktar um tómstundastyrk. Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunnskólanemendur og 
Framhaldsskólanemendur  frá 6 ára til og með 18 ára með      lögheimili í sveitarfélaginu geti sótt um styrk sem nemur allt að  50.000.- kr. á árinu 2013 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf. Með umsókn þarf að fylgja frumrit kvittunar  um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og eða menntun.


12.  Endurbættur vefur sveitarfélagsins. Jón Leví Guðmundarson kerfisfræðingur hefur unnið að endurbótum vefsins og kynnti hann breytingarnar.

 

Mál til kynningar

A. Fundargerð Samstarfsnefndar sambands sveitarfélaga. 
B. Samþykktir SASS.
C. Fundargerð samráðsfundar um slóða að virkjun við Stóru-Laxá.
D. Fundur á Stöng í Þjórsárdal.
E. Fundargerð 152. Fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands. 
F. Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
G. 6 mánaða uppgjör Sveitarfélagsins.
H. Fundargerð 33 fundar Samráðsnefndar Sambands Ísl Svf.
I. Kynning á stöðu vindmylluverkefnis.
J. 153 Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
K. Niðurfelling Knarrarholtsvegar.
L. Mörk á Skeiðum. Tilkynning frá minjaverði.
M. Fundargerð 31. Fundar SNF og KÍ.
N. Sameiningarmál Sorpstöð og Sorpu.


Fundi slitið kl  16:00.


Næsti fundur ákveðinn 1. október næstkomandi.