Sveitarstjórn

46. fundur 02. júlí 2013 kl. 13:00
46. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  02.07  2013  kl. 20:00
 
Mætt til fundar: Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir,Sigrún Guðlaugsdóttir og Halla Sigríður Bjarnadóttir en hún mætti í stað Jóns Vilmundarsonar.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. 
Oddviti kom með tillögu um breytingar á áður boðaðri dagskrá. 
Hann óskaði eftir að málum nr. 17 tilboð í glerskipti í Árnesi og nr.18 staðfesting á samningi SASS og sveitarfélagsins um almenningssamgöngur yrði bætt á dagskrá. Það var samþykkt samhljóða.
 
 
1. Fundargerð Fræðslunefndar Flúðaskóla. Fundargerð lögð fram og samþykkt.
 
2. Breyting samþykkta Háskólafélags Suðurlands. Beiðni lögð fram um að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti á auknu hlutafé í Háskólafélaginu. Beiðni samþykkt samhljóða.
 
3. Ráðningarmál skólastjóra og leikskólastjóra. Oddviti lagði fram svohljóðandi bókun: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur um nokkurt skeið verið að skoða kosti og galla þess að sameina yfirstjórn grunnskólans þe. Þjórsárskóla og leikskólans Leikholts. Þar sem skólastjórar beggja skólanna voru ráðnir sumarið 2012 var talin ástæða til tímabundinnar ráðningar meðan  könnun færi fram.  Af ýmsum ástæðum er þeirri könnun ekki lokið.  Vegna þeirra hugmynda var send fyrirspurn til starfsmanna  Sambands  íslenskra sveitarfélaga hvort framlengja mætti tímabundna ráðningu skólastjórnenda. Fyrstu svör  bentu til þess að framlengja mætti ráðningasamninga tímabundið. Vegna rökstuddra andmæla skólastjóra grunnskóla var send ítarlegri fyrirspurn til Sambandsins. Við þeirri fyrirspurn komu þau svör að mjög ströng skilyrði væru fyrir framlengingu tímabundinnar ráðningar og ákveðinn vafi að þau væru uppfyllt.
Því samþykkir sveitarstjórn að bjóða skólastjórunum  Bolette Höeg og Sigríði Björk Gylfadóttur fastráðningu. Tillaga samþykkt samhljóða.
 
4. SASS. Styrkir til atvinnueflingar. Stefna í atvinnumálum. Lagt fram og kynnt.
5. Hagsmunasamtök heimilanna. Stöðvun nauðungarsölu heimila. Lagt fram og kynnt.
 
6. Fundargerð 26. fundar Skólanefndar, leikskólamál. Fundargerð samþykkt.
 
7. Umsókn Búnaðarfélags Gnúpverja um iðnaðarlóðir. Félagið óskar eftir að fá til úthlutunar lóðir nr. 6 og 8 við Suðurbraut. Samþykkt að úthluta áðurnefndum lóðum til Búnaðarfélags Gnúpverja.
 
8. Tilnefning fulltrúa í vinnuhóp um fyrirhugaða friðlýsingu Kerlingafjallasvæðis. Fram kom tilnefning Sigþrúðar Jónsdóttur Geldingaholti. Tilnefning samþykkt samhljóða.
 
9. Samþykktir Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Seinni umræða. Framlögð drög að samþykktum sveitarfélagsins samþykkt samhljóða með lítilsháttar breytingum. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að  samþykktirnar verði auglýstar í Stjórnartíðindum.
 
10.  Framvinda eftir lokun skólaskrifstofu Suðurlands. Oddviti greindi frá umræðum er fram hafa farið um málið í NOS nefnd. Oddvita veitt umboð til vinna að framgangi málsins fyrir hönd sveitarfélagsins. 
 
11.  Ábyrgð sveitarfélags vegna lántöku Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samþykkt samhljóða að sveitarfélagið veiti ábyrgð á fyrirgreiðslu til Fjarskiptafélagsins allt að 40.000.000 kr.
 
12. Minkabú að Ásum. Niðurstaða Verkfræðistofu Suðurlands um staðsetningu. Lögð var fram og kynnt greinargerð frá Bárði Árnasyni hjá Verkfræðistofu Suðurlands varðandi kosti um staðsetningu minkabús jarðarinnar Ása.
 
13. Þjórsárstofa rekstrarmál. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tölur úr rekstri Þjórsárstofu. Rekstur stendur undir sér.
 
14. Laun sveitarstjórnarfulltrúa. Lagðar voru fram og samþykktar vinnureglur vegna leyfis fulltrúa í sveitarstjórn. Þegar kjörinn sveitarstjórnarmaður biður um leyfi frá setu í sveitarstjórn,  skal hann ekki þiggja laun þann tíma sem leyfið stendur, enda komi varamaður inn í hans stað. 
 
15. Lausaganga búfjár. Fundarmenn ræddu um búfjárhald og sérstaklega um lausagöngu búfjár. Sveitarstjóra falið að undirbúa opinn kynningarfund um reglur um búfjárhald ( lausagöngu búfjár) í ágúst næstkomandi.
 
16.  60. fundur skipulags- og byggingarfulltrúa. Mál nr. 5,7,13, 25, 31 og 36 þarfnast umfjöllunar.
 
Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 25. maí til 26. júní 2013.
 
Mál nr. 7: Ásólfsstaðir I lnr. 166538 og II lnr. 166539 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við skiptingu lands milli þjóðvegar og Þjórsár en bendir einnig á að æskilegt væri að yfirfara skráningu á núverandi stærð jarðanna miðað við fyrirliggjandi hnitsetningu m.t.t. núverandi stærðarskráningu í landsskrá fasteigna og m.t.t. lóða sem stofnaðar hafa verið úr jörðunum.
 
 
Mál nr. 13: Kálfhóll 2 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna tillögu að nýju gistihúsi í landi Kálfhóls með fyrirvara um að það verði í a.m.k. 500 m fjarlægð frá svínabúi.
 
Mál nr. 25: Dsk. Brautarholt á Skeiðum. Sveitarstjórn samþykkir breytingu skv.2.mgr.43.gr skipulagslaga. Sveitarstjórn telur ekki þörf á grenndarkynningu.
 
Mál nr. 31: Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi verkefnalýsingu.
 
 
Mál nr. 36: Svæðisskipulag Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa sérstakan fund skipulagsnefndar um svæðisskipulagsgerð eftir miðjan ágúst.
 
 
17. Tilboð í glerskipti í Árnesi. Harpa Dís Harðardóttir vék af fundi. Tré og straumur og Þrándarholt sf. Skiluðu inn tilboðum. Tré og straumur átti lægsta tilboð 3.720.020 kr. Sveitarstjóra falið að ganga frá verksamningi við Tré og straum.
 
 
18. Samningur milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi um almenningssamgöngur. Samningur staðfestur.
 
 
 
Mál til kynningar
 
A. Innleiðing stafræns skipulags.
B. Fundargerð 806 fundar sambands Íslenskra sveitarfélaga.
C. Fundargerðir 11,12 og 13 fundar Samtaka orkusveitarfélaga.
D. Fundargerð Snf Félr.gjafafélags og SÍS.
E. Leiðbeiningarfélag Skipulagsstofnun.
F. Könnun íþróttastyrkur Grunnskóla 2012
G. Mál til umsagnar frá Velferðarsviði Alþingis nr. 6,7 og 25.
H. Lokaskýrsla ungt fólk og lýðræði.
I. 30. Fundur samstarfsnefndar FG og SNS.
J. Saman. Samvera fjölskyldunnar.
K. Fundargerð Huggarður.
L. Umsögn Landsvirkjunar vegna friðlands í Þjórsárverum.
 
 
Fundi slitið kl  22:15.
 
Næsti fundur sem fyrr segir ákveðinn  13. ágúst næstkomandi.