Sveitarstjórn

42. fundur 05. mars 2013 kl. 13:00

42. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  05.03.  2013  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Sigrún Guðlaugsdóttir er mætti sem varamaður Gunnars Arnar Marteinssonar. 

 Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

    Dagskrá:

1. Hönnun og minjar að Stöng. Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og Kristinn Magnússon deildarstjóri stofnunarinnar mættu til fundarins. Kristín sagði frá þeirri vinnu sem farið hefur fram við að undirbúa framkvæmdir við verndun minja að Stöng í Þjórsárdal. Þær framkvæmdir felast í að byggja yfir  minjarnar. Arkitektasamkeppni fór fram um verkefnið haustið 2012. Karl Kvaran og Sahar Ghaderi arkitektar sigruðu þá samkeppni. Til verkefnisins hefur verið úthlutað 20 mkr  úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Sú fjárhæð mun verða nýtt til undirbúnings og hönnunar verkefnisins og að hluta til í aðstöðu fyrir ferðamenn í námunda við Stöng. Kristín sagðist vera bjartsýn á að til verkefnisins kæmi meira fjármagn í formi styrkja á næstu árum. Kristín Huld leggur uppúr að verkið verði unnið í góðu samstarfi við heimamenn. Hún sagði fjárhagsáætlanir sem hún lagði fyrir sveitarstjórn væru bráðabirgðaáætlun. Raunhæfar áætlanir verði lagðar fram næstkomandi haust.Í framhaldi af því verði  aftur sótt um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

 Kristín lagði áherslu á þörf þess að lagfæra veg að Stöng og vænti þess að fjármagn fengist frá Vegagerðinni í hann. Kristín sagði skyldu Minjastofnunar að sjá um viðhald og umsjón með mannvirkinu þegar það er fullbyggt.

 

2. Innkaupareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lagðar voru fram breytingar á innkaupareglum sveitarfélagsins frá árinu 2009. Breytingar samþykktar.

3. Siðareglur stjórnenda Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lagt fyrir og kynnt.

4. Lóðarleigusamningar lagðir til samþykktar. Samþykkt að fresta afgreiðslu samninga til næsta fundar sveitarstjórnar.

5. Samningur um síma og fjarskiptaþjónustu sveitarfélagsins. Drög að samningum þess efnis við Vodafone samþykktir með fjórum atkvæðum gegn einu. Björgvin Skafti, Jón, Harpa og Sigrún samþykktu. Oddur sat hjá.

6. Fundargerðir 56 fundar Skipulags- og bygginganefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Mál nr 7, nr 9,  nr. 23  og nr. 24 voru tekin afgreiðslu.
Mál nr. 7. Heiðargerði 6 við Árnes. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir ekki að hús á lóðinni verði byggt utan byggingarreits.
Mál nr 9. Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. janúar til 27. febrúar 2013.
Mál nr. 23. Hjálmholt_borhola – Kílhraun vatnsverndarsvæði
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og felst ekki á beiðni í erindi Kílhrauns ehf. dags. 2. júlí 2012 um að vatnsverndarsvæði verði skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins á landi Árhrauns.

Mál nr. 24. Skriðufell – dskbr vegna nýrrar skemmu
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í landi Skriðufells skv. 2. Mgr. 43. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að undanþága frá frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægð frá ám og vötnum.


7. Úrsögn Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Lagt fram og kynnt.

8. Ályktun  til Umhverfisstofnunar um stækkun Friðlands í Þjórsárverum. Á fundinn bárust gögn frá Umhverfisstofnun með drögum að friðlýsingarskilmálum í Þjórsárverum ásamt kostnaðaráætlun um verkefnið. Mál lagt fram til kynningar. Jón Vilmundarson greindi frá málefninu en það verður kynnt 13. mars n.k.í Árnesi. Málið er sett í fjögurra vikna umsagnarferli hjá Umhverfisstofnun frá því að auglýsing birtist. Staðfestingar verður óskað hjá hlutaðeigandi sveitarfélögum að því ferli loknu.

9. Útboð og samningur um leigu á Fossá í Þjórsárdal. Sveitarstjóra falið að skrifa fyrir hönd sveitarfélagsins undir samning um leigu á Fossá í Þjórsárdal  að öllum formsatriðum uppfylltum..

10.  Bifreiðakaup sveitarfélagsins.Samþykkt að heimila sveitarstjóra og oddvita að ganga frá kaupum á  bifreið fyrir starfsmann áhaldahúss sveitarfélagsins ef þess gerist þörf. Kaupverð bifreiðar verði þó ekki hærra en 1.700.000 kr.

11.  Umbætur á heimasíðu sveitarfélagsins. Jón Levý kerfisfræðingur hefur unnið að þarfagreiningu með endurnýjun heimasíðu sveitarfélagsins í huga. Samþykkt að Jón vinni að verkefninu.

12.  Rekstrarmál í Árnesi. Ekki náðust samningar við umsækjendur um rekstur í félagsheimili, Þjórsárstofu  og tjaldsvæðum við Árnes.

Ákveðið var að sveitarfélagið reki Þjórsárstofu og tjaldsvæði á komandi sumri.

 

Mál til kynningar

A.  Fundargerð Velferðarnefndar Árnessýslu.
B. Ástand gróðurs og umferðaröryggi. 
C. Minjastofnun vegna Húsatófta.
D. Br á lögum um svstj kosningar.
E. Fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.
F. Mál 282 og 283  til umsagnar
G. Landsþing Sambands Ísl. Sveitarfélaga
H. LSS 57 fundargerð.
I. Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands nr. 417.
J. Frumvarp til laga um útlendinga.
K. Velferðarvaktin- Fjölskyldustefna.
L. Rekstrarmál í Árnesi.
M. Afgreiðsla byggingafulltrúa nr. 93.
N. Fundargerð 91. Samst,nefnd. Samd.Ísl svf og KÍ um Leikskólamál.
O. Skýrsla sveitarstjóra.
P. Boðsbréf Menningarlandið.
Q. Fundur Stjórnar Sorpstöðvar nr. 224.
R. Fundur stjórnar SASS nr. 464.
S. Skýrsla Íslandsbanka um Íslensk sveitarfélög.
T. Fundur um skólastefnu grunn- og leikskóla.


Fundi slitið kl  16:40.

Næsti fundur ákveðinn 09. apríl  næstkomandi.