Sveitarstjórn

41. fundur 05. febrúar 2013 kl. 13:00

41. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  05.02.  2013  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason og Harpa Dís Harðardóttir.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Björgvin Skafti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

Sveitarstjóri óskaði eftir einu máli yrði bætt á dagskrá fundarins. Aukaaðalfundargerð Skipulag- og bygginganefndar en fundargerð þarfnast samþykkt sveitarstjórnar.

 

Dagskrá:


1. Skipulagsvinna í Þjórsárdal. Gísli Gíslason og Ingibjörg landslagsarkitektar hjá Steinsholti ehf. komu á fundinn og kynntu vinnu sína við skipulag í Þjórsárdal. Samningur við Steinsholt sf. um landslagarkitektavinnu.í Þjórsárdal sem kynntur var á fundi nr 40. Samþykktur samhljóða.

 

2. Fulltrúi í stjórn sameiginlegs þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Tillaga samþykkt um að Aldís Hafsteinsdóttir verði fulltrúi Velferðarnefndar Árnesþings í ofangreindri stjórn.


3. Frumvarp til laga um náttúruvernd.  Þingskjal 537 - 429. mál. Lagt fram og kynnt.Sveitarstjórn leggur engu að síður áherslu á að ferðafrelsi ferðafólks verði ekki heft umfram það sem nauðsyn ber til.

4. Kaup Brunavarna Árnessýslu á Árvegi 1. Kaupsamningur þarfnast samþykktar. Kaupsamningur samþykktur samhljóða.


5. Samþykki ábyrgðar vegna Listasafns Árnesinga. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Listasafns Árnesinga, kt.511076-0729  hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.500.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga, sem er eigandi Listasafns Árnesinga.

Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að að endurfjármagna óhagstæðari lán sem tekin voru árið 2003 til að fjármagna húsnæði listasafnsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin samþykkir jafnframt að eignarhald að Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila á meðan lánið er ekki að fullu greitt.


Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur framselji eignarhlut í Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.


Jafnframt er Kristófer Tómasson 060865-5909, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

6. Erindi frá Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála.  Minkabú Ásum. Svar lögmanns fyrir hönd sveitarfélagsins er í vinnslu. Samþykkt að fulltrúar sveitarstjórnar svari erindi lögmanns um málið í tölvupósti þegar það berst.


7. Fundargerð 55. Fundar  Skipulags og bygginganefndar uppsveita Árnessýslu  og Flóahrepps. Liður 19 málsnr. 201205573846. Dsk Leiti. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gildistöku deiliskipulags fyrir smábýlalóðina Leiti í B-deild Stjórnartíðinda og í kjölfarið senda Skipulagsstofnun upplýsingar um þá afgreiðslu. Að mati sveitarstjórnar er deiliskipulagið í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.


8. Aðalskipulag Vorsabær 1 land 2 Sveitarstjórn tekur undir afstöðu Skipulags og bygginganefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og samþykkir ekki að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að gert verði ráð fyrir iðnaðarsvæði á spildu úr landi Vorsabæjar þar sem heimilt verði að reisa tvær allt að 800 kW vindmyllur. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að  marka fyrst stefnu um vindmyllur af þessari stærð og  í stærra samhengi.


9. Tillaga um styrk til æskulýðs og tómstundastarfs. Tillaga að upphæð tómstundastyrks fyrir árið 2013. 
Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunnskólanemendur og 
framhaldsskólanemendur frá 6 ára til og með 18 ára geti sótt um styrk sem nemur allt að 50.000.- kr. á árinu 2013 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf. 
Með umsókn þarf að fylgja frumrit kvittunar  um greiðslu frá aðila sem uppfyllir skilyrði að 
um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og /eða menntun.

10. Siðareglur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Tillögur að siðareglum samþykktar samhljóða. Samþykkt að samdar verði siðreglur fyrir stjórnendur sveitarfélagsins.


11. Tæknisvið uppsveita. Fyrir fundinum lá að taka til afgreiðslu  aðild Skeiða- og Gnúpverjahrepps að Tækniþjónustu uppsveita Árnessýslu. Samþykkt var samhljóða að hafna aðild að Tækniþjónustu uppsveita Árnessýslu.

12.  Reikningur Lögmanna lagður fram til samþykktar. Fyrir fundi lá að samþykkja reikning Lögmanna Suðurlands vegna vinnu við að svari til Skipulagsstofnunar er varðaði deiliskipulag að minkabúi að Ásum.

Gunnar Örn Marteinsson lagði  fram eftirfarandi bókun:

Það að lögmaðurinn skuli hafa getað eitt rúmlega 39. kl í svo 
einfalt mál er með ólíkindum og veit ekki á gott með þann kostnað sem kemur til með að leggjast á sveitarfélagið vegna þessa máls. Það að þessi reikningur skuli lagður fram til samþykktar styður það sem ég hef áður haldið fram í þessu máli og komið hefur fram í fundargerðum sveitarfélagsins.


Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir, Jón Vilmundarson og Oddur G Bjarnason lögðu fram eftirfarandi bókun:

Þar sem Skipulagsstofnun gerði athugasemd við bókun meirihluta sveitarstjórnar þegar samþykkt var þann 4. sept. 2012  skipulag vegna minkabús að Ásum og lögfræðingur Landslaga sem undirbjó þá bókun var ekki reiðubúinn að fara að óskum meirihlutans um vinnubrögð við leiðréttingar bókunarinnar var okkur nauðugur sá kostur að leita til annarra lögfræðinga þ.e. Lögmanna Suðurlandi. Að sjálfsögðu hefur það aukinn kostnað í för með sér í þessu einstaka máli, en benda má á að nýir lögfræðingar eru a.m.k. fjórðungi ódýrari og komu málinu athugasemdalaust í gegnum Skipulagsstofnun.

Reikningurinn var borinn upp til atkvæða. Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir, Jón Vilmundarson og Oddur G. Bjarnason samþykktu áðurnefndan reikning. Gunnar Örn Marteinsson samþykkti ekki reikninginn.


13. 497. mál frá velferðarnefnd Alþingis til umsagnar. Lagt fram og kynnt.

14. 458. mál. Framkvæmdaáætlun í barnavernd til umsagnar. Lagt fram og kynnt.

15. 470. mál. Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu- heilbrigðisáætlun.Lagt fram og kynnt.


16. Aðkoma í Helgabotnum. Mál tekið af dagskrá.


17. Mál nr. 323. til umsagnar. Velferðarnefnd Alþingis. Frumv. til laga um barnalög. Lagt fram og kynnt.


18. Veitingarekstur- ferðaþjónusta í Árnesi. Sveitarstjóri greindi frá úrvinnslu umskóna um veitingarekstur og ferðaþjónustu í Árnesi. Þrjár umsóknir bárust. Starfshópur er vann að málefni er sammála um að mæla með að hefja viðræður við Gunnar Egilsson Árbergi.  Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að hefja viðræður við Gunnar Egilsson um ofangreindan rekstur.


19. Aukaaðalfundur Skipulags – og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps 16 janúar síðastliðinn. Tilefni fundar var  breyting á samþykktum samþykkta Byggðasamlags um skipulags og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn staðfestir breytingar samþykktanna.

 

Mál til kynningar

 

A. Til Skipulags og byggingarfulltrúa  - Minjastofnun Íslands.

B. 145. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

C. Dagur leikskólans 6. feb n.k.

D. Stjórnarfundur og Ársreikningur Orkusveitarfélaga.

E. Afgreiðsla byggingafulltrúa nr. 92.

F. Fundur Fræðslunefndar v. Æskulýðsmála.

G. Fundur Fræðslunefndar v. Flúðaskóla.

H. Stjórnarfundur SASS nr 463.

I. Héraðsnefnd Árnesinga 58. Fundur.

J. 1.fundur framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar.

K. 147.fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

L. Aukaaðalfundur Skip- og Bygg.

M. Aðalfundur Hestamannafélagsins Smára.

N. Fundargerð 803 fundar Sambands Ísl. Svf.

O. Fjárveiting til uppbyggingar á Stöng.

P. Skýrsla sveitarstjóra.

 

Fundi slitið kl   16: 40.

 

Næsti fundur ákveðinn 05. mars  næstkomandi.