Sveitarstjórn

5. fundur 22. september 2010 kl. 13:00

05. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps miðvikudaginn 22. september  2010  í Árnesi. kl. 13:00.


Mætt:  Gunnar Örn Marteinsson,  Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Helga Kolbeinsdóttir 1. varamaður Odds Guðna Bjarnasonar og Björgvin Skafti Bjarnason.
 
Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1. Framkvæmdir í Árnesi tengdar Þjórsárstofu. Mætt Sigríður arkitekt og Harpa frá Basalt, einnig Sigurþór frá Verkís.
Farið yfir framkvæmdatilhögun.

 

2. Fundargerð Menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefndar 1. fundur haldinn 25.08.2010.  Fundargerð samþykkt.

 

3. Fundargerð Umhverfisnefndar  1. fundur haldinn 30.08.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

4. Fundargerð Atvinnu, fjarskipta- og samgöngunefndar 1. fundur haldinn 27.08.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

5. Fundargerð  Afréttarnefndar  1. fundur haldinn 12.08.2010.
Fundargerð samþykkt.

 

6. Fundargerðir Fræðslu- og æskulýðsnefndar Flúðaskóla 4. fundur haldinn 06.07.2010 og 5. fundur haldinn 25.08.2010.
Fundargerðir staðfestar.

 

7. Staðfesting ráðherra vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2004-2016 landnotkunarbreytingar innan þéttbýlisins Brautarholts. -  Lögð fram.

 

8. Staðfesting ráðherra vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2004-2016 svæði fyrir frístundabyggð í landi Álfsstaða.   Lögð fram.

 


9. Fundargerðir félagsmálanefndar 127. fundur haldinn 24.08.2010 og 128. fundur haldinn 01.09.2010.  - Fundargerðir staðfestar.

 

10. Fundargerð stjórnar SASS,  436. fundur haldinn 12.09.2010.
Fundargerð staðfest.

 

11. Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 85. fundur haldinn 14.07.2010 
Fundargerð staðfest.

 

12.  Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 86. fundur haldinn  13.09.2010.
Fundargerð staðfest.

 

13. Matvælastofnun:  Ákvörðun og reglur um samræmingu á smalamennskum og slátrun fjár sem smithætta kann að stafa af. 

Lagt fram.

 

14. Ósk  um framlengingu á leigusamningi undir smábýlið Leiti. 
Samþykkt að framlengja leigusamningi í samræmi við núverandi leiguskilmála sveitarfélagsins.

 

15. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu vegna synjunar staðfestingar hluta aðalskipulags sveitarfélagsins og áhrif dómsins í sambærilegu máli í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Oddviti leggur til að bréf verði sent umhverfisráðherra á grundvelli minnispunkta frá lögmanni sveitarfélagsins. Jón, Harpa Dís og Skafti samþykk. 
Bókun frá Helgu Kolbeinsdóttur sem telur eðlilegra að vísa málinu til næsta fundar.

 

16. Kostnaðaráætlun vegna kvikmyndar um Þjórsárdalinn.
Gert ráð fyrir að hámarki 1.5 milljón kr. í verkið. Skipt til helminga þ.e. 750 þúsund á þessu ári og jafnmiklu næsta ár og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

 

17.  Mál frá síðasta fundi  frá tveimur  háskólanemum um að sveitarfélagið veiti þeim styrk til kaupa á strætókorti þannig að þeir standi jafnfætis þeim nemum sem hafa lögheimili á höfuðborgarsvæðinu.  
Málið rætt en ákveðið að afla frekari gagna og skilgreina reglur nánar.

 

18. Rætt um ráðningu hundafangara  í samvinnu við Flóahrepp. Oddvita falið að undirbúa málið og leggja fyrir sveitarstjórn.

 


Mál til kynningar


A. Ályktun velferðarvaktarinnar í upphafi skólastarfs.
B. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundur haldinn 26.08. 2010.

Fleira ekki. Fundi slitið kl. 16:00