Sveitarstjórn

67. fundur 01. júní 2010 kl. 13:00

67. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 1. júní 2010 kl: 13.00 í  Árnesi.


Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. 
Dagskrá:
1. Fundur stjórnar skipulags‐og byggingafulltrúaembættis uppsveita og Flóahrepps 5. fundur haldinn 18.05.10.

Fundargerð lögð fram

2. Fundargerð skipulags‐og byggingarnefndar 24. fundur haldinn 18.05.10. einnig afgreiðslufundir byggingarfulltrúa 43. fundur og 44. fundur.

24. fundur 
mál nr. 8  Reykir gripahús
mál nr. 19 Ásólfsstaðir II breyting á deiliskipulagi
mál nr. 20 Blesastaðir III lóð nr.  5 landskipti
Ekki gerðar athugasemdir af hálfu hreppsnefndar.

Afgreiðsla  43.  lögð fram
Afgreiðsla  44.  lögð fram

 


3. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla 47. fundur haldinn 29.04.10.

Fundargerð staðfest

 

4. Fundur oddvitaráðs uppsveita‐ Laugaráslæknishérað haldinn 26.02.10.

Fundargerð staðfest

 

5. Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu haldinn 21.05.10.

Fundargerð lögð fram.

 

6. Fundargerð stjórnar SASS 433. fundur haldinn 14.05.10 einnig tilkynning um dagsetningu á ársþingi SASS 2010.

Fundargerð lögð fram
Bókun: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur óheppilegt að ársþing SASS sé haldið dagana  9. og 10 sept. þar sem þetta eru réttadagar hjá nokkrum sveitarfélögum. Sveitarstjórn óskar eftir að stjórn SASS endurskoði ákvörðun sína.

 

7. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 189. fundur haldinn 05.05.10.

Fundargerð lögð fram.

 

8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 126. fundur haldinn 12.05.10

Fundargerð lögð fram.

 

9. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 121. fundur haldinn 17.05.10.

Fundargerð lögð fram.

 

10. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 292. fundur haldinn 12.05.10.

Fundargerð lögð fram

 

11. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga 51. fundur haldinn 8. og 9. 04.10.

Fundargerð lögð fram

 

12. Erindi frá styrktarsjóði EBÍ.

Erindi lagt fram.

 


13. Erindi frá Stofnun Árna Magnússonar með ósk um fjárstuðning vegna útgáfu valinna örnefna.

Erindinu hafnað

 

14. Erindi frá Sóknarnefnd Stóra‐ Núpssóknar með ósk um fjárstuðning umfram áður veittan stuðning vegna framkvæmda við stækkun kirkjugarðs.

Sveitarstjórn telur að hún hafi uppfyllt skyldur sínar á grundvelli laga nr.36/1993 en ákveður þrátt fyrir það að verða við ósk sóknarnefnd Stóra- Núpssóknar frá 7. desember 2009 um framlag að upphæð  1 milljón króna, tekið af eigið fé og vísað til fjárhagsáætlunar.

 

15. Erindi frá Sóknarnefnd Ólafsvallakirkju með ósk um fjárframlag v/lagningu á bundnu slitlagi á bílastæðum.

Sveitarstjórn samþykkir að leggja 1 milljón króna í styrk til verkefnisins. Tekið af eigið fé og vísað til fjárhagsáætlunar.

 


16. Ingvar og Tryggvi þakka samstarfið í sveitarstjórn á síðasta kjörtímabili og einnig vilja þeir þakka öllu því góða fólki sem við höfum unnið með á sveitarfélagsins vegum síðustu fjögur ár. Um leið vilja þeir óska nýkjörinni sveitarstjórn velfarnaðar á komandi kjörtímabili.

Gunnar, Jón og Skafti þakka Ingvari og Tryggva samstarfið síðastliðin fjögur ár og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 13.30