Sveitarstjórn

50. fundur 05. maí 2009 kl. 10:30

50. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 5.maí  2009 kl. 10:30 í Árnesi.

             

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Haukur Haraldsson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Ingvar Hjálmarsson mætti á fund kl.13. Þá mætti einnig Einar Sveinbjörnsson á fundinn til að fara yfir ársreikninginn.

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins en þær voru ekki.

 

1.     Fulltrúar Brunavarna Árnessýslu mæta á fundin og ræða Brunavarnamál.
Kristján Einarsson  og Einar Guðnason sögðu frá starfi Brunavarna, en Brunavarnir Árnessýslu eru að fara um starfssvæðið og kynna störf  Brunavarna fyrir sveitarstjórnum.

2.     Fundagerðir fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu fundagerðir nr. 73. Frá 23.03.2009 og fundargerð nr. 74.frá 25.03.2009.
Lagðar fram.

3.     Fundagerð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands frá 31.03.2009.
Lögð fram.

4.     Fundagerð Tónlistaskóla Árnesinga nr.150. frá 20.03.2009.
Lögð fram.

5.     Fundagerð  Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands nr. 283. frá 01.04.2009.
Lögð fram.

6.     Fundargerð félagamálanefndar nr. 110. Frá 03.02.2009. og fundargerð nr. 112. Frá 07.04.2009.
Í fundargerð 110 eru samþykktar  breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra. 
Hreppsnefnd samþykkir þá breytingu, ásamt fundargerð í heild sinni.

Fundargerð 112, samþykkt.

7.     Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands nr. 118. frá 21.04.2009.
Lögð fram.

8.     Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands nr.169. frá 17.04.2009.
Lögð fram

9.     Erindi frá Sýsluskrifstofu Árnesinga v/umsóknar um endurnýjun á leyfi Kertasmiðjunnar í Brautarholti til reksturs veitingastaðar í flokki I.
Hreppsnefnd samþykkir leyfið fyrir sitt leiti.

10. Ársreikningur 2008 fyrri umræða. Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi mætir á fundin.

Ársreikningur Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2008 lagður fram til fyrri umræðu. Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi, fór yfir ársreikninginn. Umræður fóru fram um reikninginn og svaraði Einar fyrirspurnum. Rekstrarniðurstaða er jákvæð um kr. 1.357.704. Samþykkt að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

11. Tillaga að starfsamningi við oddvita.
Gunnar oddviti vék af fundi og samþykkt að Tryggvi stýri fundi á meðan. Farið yfir tillögu Einars að samningi og honum  falið að ljúka gerð samnings.

12. Fundargerð skipulagsnefndar frá 22.04.2009.
Fundargerð staðfest

13. Afgreiðsla á aðalskipulagsbreytingu vegna vegtengingar yfir Þjórsá.

Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna færslu tengivegar yfir Þjórsá. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir tengivegi frá Þjórsárdalsvegi yfir Þjórsá austan Þjórsárholts og inn á Landveg. Með breytingunni er brúarstæðið fært um 3 km vestar og færist vegstæðið að sama skapi og er nú gert ráð fyrir að vegurinn tengist Þjórsárdalsvegi rétt vestan við þéttbýlið Árnes. Tillagan var auglýst til kynningar 12. mars 2009 með athugasemdafresti til 23. apríl. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja umsagnir Vegagerðarinnar, Veiðimálastjóra, Umhverfisstofnun og Landgræðslunni

Hreppsnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna.

14. Fundagerðir skólanefndar Skeiða og Gnúpverjahrepps nr.34. og 35.frá 29.04.2009. og fundargerð Flúðaskóla frá 27.04.2009. Auk þess Skólastefna Hrunamannahrepps.
Fundargerð nr.34 staðfest, fundargerð 35 staðfest.
Fundargerð Flúðaskóla frá 27.04.2009  staðfest.

15. Fundagerð umhverfisnefndar  frá 29.04.2009.  
Fundargerð staðfest.

16. Kostnaðar tölur frá Guðjóni Sigfússyni vegna kostnaðar sem bætist við tilboð BM Vallá í byggingu íþróttahúss. 
Kostnaðartölur lagðar fram.

17. Erindisbréf Bókasafsnefndar.
Erindisbréf samþykkt.

18. Viðhaldsmál og gatnagerðarframkvæmdir í Brautarholti.
Samþykkt að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar hækkun vegna gatnagerðar í Brautarholti um 7. milljónir

19. Starfsmannamál. 
Starfsmannamál rædd.

20. Önnur mál löglega fram borin.
Bréf frá Lögmönnum Höfðabakka vegna vegalagningar Vegagerðarinnar um land hreppsins austan Árnes. 
Oddvita falið að ganga frá samningum.

21. Bréf frá Ámunda Kristjánssyni .
Vegtenging af Þjórsárdalsvegi inn á tún. 
Samþykkt skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

22. Prókúra.
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að veita Gunnari Erni Marteinssyni oddvita prókurú á reikningum sveitarfélagsins.

23. Bréf frá Kvenfélagi Gnúpverja.
Lagt fram.

24. Mál til kynningar.

A.   Kynning á skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil.

B.    Úthlutun Menningarráðs Suðurlands þar sem fra kemur að áhugahópur um sögu og menningu í Þjórsárdal fékk úthlutað 750.000.-kr. Í „leikverkið um Gauk á Stöng“.

C.   Minnisblað v/fundar um vegaskrá.

D.   Fundargerð sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps frá 07.04.2009.

E.    Drög að samningi við Landbótafélag Gnúpverja.

F.    Ársreikningur Hitaveitufélags Gnúpverja árið 2008.

G.   Samkomulag v/ markaðsstyrkja.

H.   Erindi frá orlofsnefnd húsmæðra.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 16.50