Sveitarstjórn

37. fundur 02. september 2008 kl. 10:30

37. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 2.sept. 2008 kl. 10:30 í Árnesi.

     Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  
     Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

    Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.

 

1.   Fundurinn hefst í Skaftholtsréttum. Kristján Guðmundsson formaður Vina Skaftholtsrétta gerir grein fyrir framkvæmdum og stöðu mála.
  
2.   Oddviti og sveitarstjóri gera grein fyrir fundi með Axel Árnasyni, Ábótanum, varðandi uppbyggingu fjarskiptamála í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþ að skipa eftirtalda í viðræðuhóp við Ábótann um fjarskiptamálin. Skafti Bjarnason, Gunnar og  Sigurður.
  
3.   Beiðni um umsögn vegna landskiptasamnings um jörðina Framnes II í Skeiðahreppi.Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd.
  
4.   Bréf frá Menningarráði Suðurlands, þar sem auglýst er eftir styrkjum til menningarverkefna.Lagt fram.
  
5.   Fluguvandamál. Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu og Náttúrufræðistofnun.Einnig voru lagðar fram viðbótarupplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu 
og Erling Ólafssyni, skordýrafræðingi. Í framhaldi af upplýsingum sem fram koma samþykkir sveitarstjórn að kannaðir verði möguleikar á 
úrbótum varðandi það sem snýr að sveitarfélaginu þ.e. fráveitur og gámasvæði.
  
6.   Bréf frá Samgönguráðuneytinu. Úrskurður í stjórnsýslumáli nr.9/2008 Atli Gíslason, Björg Eva Erlendsdóttir,Finnbogi Jóhannsson og 
Kjartan Ágústsson gegn Hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps.  Kröfu kærenda  um að hreppsnefnd víki sæti við meðferð tillögu 
að auglýstum breytingum á aðalskipulagi fyrir árin 2004-2016 er hafnað.Kröfu kærenda um að sveitarstjórn verði gert að taka fyrir á 
nýjan leik tillögu að breytingu á aðalskipulagi er vísað frá. Kröfu kærenda Atla Gíslasonar um það að ráðuneytið úrskurði um það að 
hreppsnefnd hafi ekki afhent honum umbeðin gong er vísað frá ráðuneytinu.  Sveitarstjórn fagnar úrskurði Samgönguráðuneytisins.
  
7.   Bréf frá Eignasögu ehf. og Þrándartúns,þar sem óskað er eftir að frístundalóðir að Þrándartúni 1,3,5,7,9 og 11 verði samþykktar sem íbúðahúsalóðir.Samþ. að vísa erindinu til Skipulagsfulltrúa til umsagnar.
  
8.   Bréf frá Átaki, hitaveitufélagi,þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 3,5 milljónir vegna kostnaðarsamra endurbóta.Fyrir lá bréf frá 
hreppsnefnd Hrunamannahrepps,þar sem samþ. var að ræða við Skeiða-og Gnúpverjahrepp um málið. Samþ. að fela oddvita og sveitarstjóra 
að ræða við fulltrúa Hrunamannahrepps. 
  
9.   Fundarboð á ársfund Héraðsnefndar Árnesinga 17.og 18.okt.2008.Jón Vilmundarson verður fulltrúi sveitarfélagsins. 
10. Bréf frá SASS. Ársþing SASS verður haldið 23.og 24.okt.2008.Lagt fram. 
  
11. Bréf frá sálfræðinemum og sálfræðingi, þar sem óskað er eftir styrk,varðandi aðgengileg úrræði á netinu vegna hegðunarvandamála barna og unglinga.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu. 
  
12.  Bréf frá Samgönguráðuneytinu: 
a)      Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2008.Lagt fram.

b)      Framlag vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna.Lagt fram.

c)      Reglur um ráðstöfun 1400 millj.kr. aukaframlags.Lagt fram.
 

13.  Bréf frá Atla Gíslasyni hrl.þar sem hann óskar eftir gögnum varðandi breytt 
skipulag í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá.Sveitarstjórn telur að bréfritari hafi fengið öll þau gögn sem sveitarfélagið hefur.
Að öðru leyti samþ. sveitarstjórn að fela Ívari Pálssyni,lögmanni, að svara bréfinu.
 

   14. Breytingar á Aðalskipulagi  Skeiða - og Gnúpverjahrepps 2004-2016,Ásólfsstaðir II. Bréf frá Skipulagsstofnun og Umhverfisráðuneytinu.Lagt fram.


   15. Bréf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands,þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfs við skóla í Beijing í Kína. Um námsferð er að ræða. Einn nemandanna er búsettur hér í sveitarfélaginu.Samþ. að veita styrk að upphæð kr. 40 þús.


   16. Tillaga nefndar sem skipuð var 27.febrúar s.l. til að gera tillögu að samþykkt. um sameiginlega almannavarnarnefnd allra sveitarfélaga í Árnessýslu.Sveitarstjórn samþ.tillöguna fyrir sitt leyti. Sveitarstjóri er fulltrúi í stjórn og oddviti varamaður.

 

   17. Bréf frá Hestamannafélaginu Smára varðandi reiðvegi og uppbyggingar á nýjum reiðvelli í Torfdal á Flúðum.Samþ.að óska eftir við bréfritara að skipaður verði starfshópur til að fara yfir málin. Fulltrúar sveitarstjórnar verða Tryggvi,Jón og Skafti.
 

   18. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands:

               a) Eftirlit í Árnesi.Lagt fram.

               b) Eftirlit í Skeiðalaug.Lagt fram.

               c) Eftirlit í Neslaug.Lagt fram.

               d) Baðvatnsniðurstöður. Skeiðalaug.Lagt fram.

               e) Baðvatnsniðurstöður. Neslaug.Lagt fram.

               Sveitarstjórn leggur áherslu á að unnið verði að lagfæringum, á þeim þáttum sem Heilbrigðiseftirlitið bendir á.

 

  19. Svar til Skipulagsstofnunar frá Ívari Pálssyni,lögmanni, vegna fyrirspurnar Samgönguráðuneytisins varðandi drátt sem varð á afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi, Lagt fram.

 

  20. Bugðugerði 5 A. Laus íbúð.Sveitarstjórn samþ. að íbúðin verði auglýst til sölu.

 

  21. Upplýsingar um verð á skólamáltíðum barna víðs vegar á landinu.Lagt fram. Samkvæmt samanburðinum kemur fram að nemendur hér í sveitarfélaginu greiða lægra verð fyrir hverja máltíð en í samanburðar sveitarfélögunum.

 

  22.  Fundargerðir Skólanefndar:     

              a) Grunnskólamál frá 18.08.08.Sveitarstjórn tekur undir samþ.skólanefndar varðandi úrbætur við Sandlækjarholt og ítrekar 
                  fyrri samþ. sínar í þessu máli. Varðandi 7.mál er samþ. að vísa því til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.

                  Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

              b) Leikskólamál frá 25.08.08.Samþykkt.

 

    23. Fundargerðir:

              a) Fræðslunefnd  v/Flúðaskóla frá 25.08.08.Lagt fram.

              b) Stjórn SASS frá 20.08.08.Lagt fram.

              c) Skólaskrifstofa Suðurlands frá 18.08.08.Lagt fram.

              d) Sorpstöð Suðurlands frá 23.07.08.Einnig bréf um félagsfund 16.sept.n.k   Lagt fram. Sveitarstjórn samþ. fyrir sitt leyti að 
                  Sorpsstöð Suðurlands kaupi 6 milljón króna viðbótarhlutafé í Förgun ehf.   

 .

   24. Fundur Landsvirkjunar með oddvitum og sveitarstjórum 24.07.08.Lagt fram.

 

   25. Fundargerð Afréttamálanefndar frá 25.08.08.Fundargerðin samþykkt. Samþ. að boða bændur í Gnúpverjahreppi í gæðingastýringaverkefninu til fundar.

 

   26.Viðhaldsmál stofnana sveitarfélagsins.Samþ. að ganga til samninga við Pál Árnason,smið,um að taka að sér umsjón með viðhaldi fasteigna.

 

   27. Tillaga frá Skafta Bjarnasyni varðandi launamál starfsmanna. “ Hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að skipa 
         fimm manna starfshóp sem fari yfir launamál starfsmanna sveitarfélagsins.Stefnt verði að því að starfshópurinn skili niðurstöðu eigi síðar 
         en 31.október 2008.” Sveitarstjórn samþ. að skipaður verði 3ja  manna starfshópur til að fara yfir launamálin.Í starfshópnum verða 
         Gunnar,Jón og Skafti. Niðurstöður skulu liggja fyrir eigi síðar en 15.nóv.2008.
 

  28. Fundargerð fundar 27.08.08 um vatnsveitumál í Rangárþingi ytra,Ásahreppi, Flóahreppi og Skeiða-og Gnúpverjahreppi.Lagt fram.

          
Mál til kynningar.

a)      Ósk frá félagi eldri borgara varðandi styrk til fræðslustarfs.Sveitarstjórn tekur jákvætt  í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum.

b)      Fyrir lá tillaga að skipulagi frístundahúsalóða í landi Þjórsárholts.Samþ. að auglýsa tillöguna.

c)      Fyrir lá bréf frá Nesey varðandi úboð við frárennsli í Árnesi. .Sveitarstjórn samþ. að bréfdritara verði svarað í samráði við Verkfræðistofu Suðurlands.

d)      Rætt um opið bréf Sólar á Suðurlandi til nokkurra ráðherra þar sem fram koma fullyrðingar sem eru rangar auk þess sem vegið er að starfsheiðri Ívars Pálssonar,hdl.með mjög ósmekklegum hætti.

e)      Samþ. að næsti fundur hreppsnefndar verði þriðjudaginn 30.sept.n.k.

 

 

 

 

Fleira ekki gert.          Fundi slitið kl. 16:30.