Sveitarstjórn

30. fundur 04. mars 2008 kl. 10:30

30.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 1.april 2008 kl.10:30 í Árnesi.

 

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ari Einarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason og 
Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.

 

1.   Fundargerð Skólanefndar frá 13.03.08 ásamt bréfi frá leikskólastjóra. Ennfremur Skólastefna Sambands ísl. sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþ.  varðandi samþykkt skólanefndar um akstur leikskólabarna  að það fyrirkomulag gildi til loka skólaárs 
grunnskólaárs.Sveitarstjórn samþ.jafnframt að fela oddvita og sveitarstjóra að leggja fram nánari tillögur varðandi akstur eða 
aðrar leiðir leikskólabarna fyrir næsta skólaár og skal sú tillaga lögð fram til umsagnar skólanefndar.Fundargerðin að öðru 
leyti samþykkt. 
2.   Fundargerð Skipulagsnefndar frá 18.03.08.Samþykkt. 
3.   Skipulags-og byggingafulltrúaembætti. Stofnun Byggðasamlags.Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lögð verði fram drög 
að stofnun byggðasamlags. 
4.   Fundargerð Bygginganefndar frá 26.02.08.Samþykkt. 
5.   Fundargerðir: 
a)      Stjórn Skólaskrifstofu frá 10.03.08.Lögð fram.

b)      Stjórn SASS frá 5.03.08.Lögð fram.

c)      Stjórn AÞS frá 15.02.og 18.02.08.Lögð fram.

d)      Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frá 19.02.08 ásamt bréfum frá Sorpstöð Suðurlands og Íslenska Gámafélaginu.
Sveitarstjórn samþ. að taka þátt í sameiginlegu útboði varðandi söfnun pappírs.

6.   Fundargerð Félagsmálanefndar frá 13.03.08.Samþykkt. 
7.   Bréf varðandi endurskoðun álagðra gjalda þjónustuhúss að Ásólfsstöðum.Samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum. 
8.   Bréf frá Sambandi ísl.sveitarfélaga varðandi breytingu á nokkrum lögum á auðlinda og orkusviði.Lagt fram. 
9.   Bréf frá Hagþjónustu landbúnaðarins varðandi Lögbýlaskrá ríkisins.(Skráin er á skrifstofu sveitarstjóra).Lagt fram. 
10. Ósk um niðurfellingu álagningar á Miðhraunsvegi 5.Samþ. þar sem þessi lóð hefur verið felld úr skipulagi. 
11. Ályktanir frá Aðalfundi Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Skagafirði varðandi virkjanir o.fl.Lagt fram. 
12. Fundarboð. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.Samþykkt að fela oddvita að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. 
13. Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands varðandi samstarfssamning.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu. 
14. Bréf frá UNICEF með ósk um kaup á ritinu Barnaheill.Samþ. að visa erindinu til skólanefndar. 
15. Bréf frá Samgönguráðuneytinu varðandi ársreikninga sveitarfélaga.Lagt fram. 
16. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni,þar sem þakkað er fyrir góðan stuðning.Lagt fram.
17. Bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi héraðsáætlanir Landgræðslunnar.Samþykkt að óska eftir að fá kynningu á héraðsáætlunum 
áður en tengiliður verði tilnefndur. 
18. Umsóknir um styrk til markaðssetningar.Oddviti vék af fundi við afgreiðslu þessa máls,og stjórnaði varaoddviti afgreiðslu þessa liðar. 
Umsóknir bárust frá eftirtöldum: Hestakráin,(Aðalsteinn Guðmundsson),Kristján Guðmundsson vegna Kertasmiðjunnar,Hótelfélagið 
Skyggnir,(Olga Andressen og Finnbogi Jóhannsson)Vélaverkstæði Einars Guðnasonar, Gunnar Örn Marteinsson vegna Steinsholts og 
frá Heiði rekstrarfélagi ehf. Ari Einarsson vék af fundi við afgreiðslu á Heiði. Sveitarstjórn samþ. að  veita þessum aðilum styrk til 
markaðssetningar samkvæmt reglum. Oddviti tók aftur við fundarstjórn. 

19. Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu. Eftirlitsskyldir aðilar hjá HS.Lagt fram. 
20. Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum.Lagt fram. 
21. Styrktarbeiðni frá Kvenfélagi Skeiðahrepps.Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 160 þús.með sömu skilmálum og áður. 
22. Bréf frá Bókasafnsnefnd vegna sýningarskápa.Samþykkt. 

23. Umsókn um starf umsjónarmanns í Neslaug.Fyrir lá ein umsókn frá Steinunni A.Einarsdóttur. Sveitarstjórn samþ.að 
ráða Steinunni í starfið. 
24. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Lagt fram. 
25. Þriggja ára áætlun 2009-2011. Síðari umræða.Sveitarstjórn samþykkir áætlunina. 
26. Upplýsingar frá Íslenska Gámafélaginu.Lagt fram. 
27. Bókun vegna hraðatakmarkana. 
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps fer fram á það við Vegagerðina að hámarkshraði verði lækkaður á aðalvegi fram 
hjá Brautarholti og Árnesi.Jafnframt  óskar sveitarstjórn eftir viðræðum við Vegagerðina um bætta aðstöðu við Sandlækjarholt 
vegna lýsingar og bílaplans.

28. Mál til kynningar. 
a) Stefnt era ð kynningarfundi um skipulagsmál í Árnesi og Brautarholti 22.apríl n.k.

 

Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,verður 50 ára 2.apríl. Varaoddviti afhenti Gunnari bókagjöf í tilefni tímamótanna f.h. sveitarstjórnar 
og starfsfólks Skeiða-og Gnúpverjahrepps.

 

 

 

Fleira ekki gert                          Fundi slitið kl.14:45