Sveitarstjórn

14. fundur 06. mars 2007 kl. 10:30

14. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 6.mars 2007  kl.10:30 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason, 
Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Gunnar setti fund og spurði fundarmenn hvort einhverjar athugasemdir væru við boð fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

 

1.   Skipulagsmál. 
     

a) Bréf barst frá 2 fulltrúum Sólar á Suðurlandi þeim Kjartani Ágústssyni og Finnboga Jóhannssyni,  þar sem þeir 
telja að ekki hafi verið fullnægjandi kynning á auglýstum breytingum á aðalskipulaginu og fara fram á,  að sveitarstjórn 
framlengi athugasemdarfrestinn fram yfir  málþing um virkjanir  sem sveitarstjórn gekkst fyrir 3.mars, en athugasemdarfrestur 
rann út 1. mars.

Sveitarstjórn telur að aðalskipulag hafi verið  kynnt með fullnægjandi hætti á íbúafundi,  þar á meðal 3 virkjanakostir sem um 
ræðir í tengslum við gerð aðalskipulags 2004

Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og  gerði grein fyrir stöðu mála varðandi  athugasemdir við 
aðalskipulagsbreytingu vegna virkjana í Þjórsá.

Pétur afhenti sveitarstjórn  85 – 90 bréf sem borist hafa  til skipulagsfulltrúa með athugasemdum um aðalskipulagið.

 

b) Fundargerð Skipulagsnefndar frá 8.02.07.

    Fundargerðin samþykkt.

  

c) Breyting á aðalskipulagi vegna Blesastaða (áður rætt í sveitarstjórn).

    Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagið.

 

d) Bréf frá Jóni Eiríkssyni vegna fyrirhugaðrar virkjanaframkvæmda.

    Erindinu vísað í athugasemdarferilinn við breytingar á aðalskipulaginu.

 

e)      Tillaga að breytingu á aðalskipulagi v. Réttarholts.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagið.

 

2.   Bréf frá Skipulagsstofnun. 
a)      Breyting á byggingarreglugerð nr. 441/1998. Lagt fram.

 

b)      Breyting á Aðalskipulagi 2004-2016, Skarð I og II , Sandlækur, Hraunvellir, Mörk og Þjórsárholt.  Lagt fram.

 

c)      Skógrækt á landi Árhrauns.

 Beiðni um umsögn um matsskyldu.

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að gera sérstakt umhverfismat.

 

3.   Fundargerðir. 
a)      Skólanefnd Tónlistarskóla Árnesinga frá 1.02.07.  Lögð fram

b)      Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 5. og 22.02.07.  Lagðar  fram

c)      Stjórnar SASS frá 7.02.07.  Lögð fram

d)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 6.02.07.  Lögð fram

e)      Skólaskrifstofa Suðurlands frá 31.01.07.  Lögð fram

f)        Héraðsnefnd Árnesinga frá 26.01.07.  Lögð fram

 

4.   Fundargerð Félagsmálanefndar frá 06.02.07. 
Fundargerðin samþykkt

 

5.   Samþykkt um stjórn og fundarsköp  Skeiða- og Gnúpverjahrepps (Endurskoðun) 
Fyrri umræða,  vísað til seinni umræðu

 

6.   Erindisbréf Umhverfisnefndar (Endurskoðun). 
Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar.

 

7.   Bréf frá Sambandi ísl.Sveitarfélaga varðandi viðmiðunarreglur um greiðslur í leik – og grunnskóla 
utan lögheimilissveitarfélags. 
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

8.   Tillaga um kosningu 3ja manna veitustjórnar. 
Lagt er til að stofnuð verði þriggja manna veitustjórn í sveitarfélaginu  og jafnmargir til vara, sem hafi 
með höndum stjórn á að- og fráveitum í eigu hreppsins, jafnframt tilnefnir stjórnin einhvern sem í henni 
situr til setu í þeim veitustjórnum sem sveitarfélagið á fulltrúa í eða kemur til með að eiga fulltrúa.  
Veitustjórn verði einnig falið að fylgjast með þróun gagnaveitna og gera tillögur til hreppsnefndar  um 
úrbætur þar að lútandi. Nánari útfærslur á hlutverki veitustjórnarinnar  verði í erindisbréfi.

            Tillagan samykkt samhljóða.

 

 

9.   Bréf frá Kvenfélagi Skeiðahrepps varðandi húsnæði í Brautarholti. 
Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Kvenfélagsins.

 

 10.   Styrktarbeiðni félagsráðgjafa vegna blaðaútgáfu. 
 Erindinu hafnað

 

11.    Tvö bréf frá formanni fræðslunefndar Hrunamannahrepps um fulltrúa í fræðslunefnd og fundarboðun. 
Lagt fram

 

12.  Greinargerð vegna kostnaðaráætlunar við byggingu reiðhallar á Flúðum.

      Lagt fram til kynningar

 

13.  Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi leyfi til áfengisveitinga.

       Lagt fram

 

Ályktun frá félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna fyrirhugaðra  virkjanaframkvæmda. 
Erindinu vísað í umsagnarferilinn vegna breytinga á aðalskipulaginu

 

Styrktarbeiðni frá Foreldrafélagi Þjórsárskóla vegna menningar / leikhúsferðar nemenda. 
Erindið samþykkt .

 

16. Bréf frá Vitanum – verkefnastofan varðandi nýsköpunarkeppni       grunnskólanemenda.

      Sveitarstjórn samþykkir að veita 20.000 kr. styrk

 

17.Bréf frá Alþingi.Umsögn um frumvörp.

a)      Til vegalaga.

b)      Samgönguáætlun.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við stuttan frest til umsagnar.

 

18. Þriggja ára áætlun 2008 – 2010.

      Lögð fram til fyrri umræðu,  vísað til síðari umræðu á næsta fundi 27. mars

 

19. Oddviti gerði grein fyrir starfi Starfshóps til að kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og 
endurskoðun á núverandi mörkum.

 

20.  Erindi frá Ólafi Leifssyni og Hörpu Dís Harðardóttur Björnskoti

      Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að svara því.

 

Næsti hreppsnefndarfundur verður  27. mars nk.

 

     

Fundi slitið kl: 15.54