Sveitarstjórn

51. fundur 05. apríl 2005 kl. 10:30

51.fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 10:30 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur Fr. Leifsson, Ingunn Guðmundsdóttir  og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð á tölvu.

Dagskrá

              1.     Fundargerðir til staðfestingar

  • 29. fundur hreppsráðs frá 29. mars
  • Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 29. mars
  • Skólanefndar Þjórsárskóla frá 23. mars ásamt ákvörðun um ráðningu í stöðu leikskólastjóra

Oddviti lagði fram fundargerð skólanefndar nr. 35 frá 4. apríl sl.og lagði til að fundargerðin yrði tekin til staðfestingar. Enginn hreppsnefndarmaður gerði athugasemd við að þessi fundargerð yrði tekin til afgreiðslu.

2.      Hreppsnefnd samþykkir að ráða Vilborgu M Ástráðsdóttur sem leikskólastjóra. Fundargerðirnar staðfestar.Endurskoðun á fjárhagsáætlun Þjórsárskóla fyrir árið 2005 sbr. samþykkt við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í des.s.l. 

Oddviti leggur til eftirfarandi:  Hreppsnefnd samþykkir að við endurskoðun á fjárhagsáætlun Þjórsárskóla fyrir árið 2005 verði gerðar tvær áætlanir þ.e. fyrir skóla í Brautarholti og skóla í Árnesi.  Sýndur verði árlegur rekstrarkostnaður og einnig kostnað við að koma starfseminni fyrir á einum stað.

Matthildur lagði fram viðaukatillögu sína og Ólafs svohljóðandi:” Ennfremur samþykkir hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps að fresta fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í Þjórsárskóla á næsta skólaári”.

Greinargerð: 

Nauðsynlegt er að gefa málinu betri tíma til að lægja öldur sem risið hafa út af málinu og til að undirbyggja betur þá ákvörðun sem tekin verður. Sameiningarkosningar í haust geta einnig haft áhrif á framtíð skólastarfs í sveitarfélaginu.

               Gunnar Örn Marteinsson kom með breytingartillögu við tillögu oddvita.

                Við tillögu oddvita bætist þetta:            

Miðað skal við að húsnæðið geti þjónað meðaltalsnemandafjölda í sveitarfélaginu síðustu 10 ár.

Við útreikning á kostnaði við akstur skal við það miðað að tímalengd barnanna í skólabílum verði ekki óhófleg.

Útreikningar á aksturskostnaði skulu gerðir eftir að skólanefnd og skólastjóri hafa sett fram hugmyndir að akstursleiðum.

Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela endurskoðendum að reikna út hvort í því felist sparnaður að reka leikskólann á einum stað en ekki tveimur eins og nú er.

Auk þess óskar hreppsnefnd eftir að reiknaður verði út kostnaður sem hlytist af því að flytja skrifstofur sveitarfélagsins í Brautarholt.

               Greinargerð.

Hreppsnefnd hefur þegar ákveðið að grunnskólinn verði rekinn á einum stað, það er í Árnesi.

Talsverðra óánægju gætir hjá sumum með þessa ákvörðun þar sem ekki liggi að baki nægjanlegir hagkvæmiútreikningar. Ég tel rétt að koma til móts við þessi sjónarmið, og felst á þessa kostnaðarúttekt verði breytingartillaga mín samþykkt.  Það er nauðsynlegt að skoða þessi mál öll í samhengi líka það sjónarmið að rétt sé að flytja skrifstofur hreppsins í Brautarholt og að hagkvæmara sé að reka leikskólann á einum stað.

Þrándur tók til máls varðandi tillögurnar, og lýsti sig andvígan frestun.

Tryggvi tók til máls um tillögurnar, einnig Hrafnhildur og Aðalsteinn. Ingunn tók til máls og greindi frá því að hafin væri vinna við útreikning á skólahaldinu. Gunnar tók til máls og dró til baka síðasta lið tillögunnar varðandi hreppsskrifstofuna. Tryggvi tók aftur til máls og bar fram breytingartillögu við tillögu oddvita samhljóða því sem kemur fram í tillögu Gunnars svohljóðandi ,, Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela endurskoðendum að reikna út hvort í því felist sparnaður að reka leikskólann á einum stað en ekki tveimur eins og nú er”.

Breytingartillaga Gunnars var borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum. Breytingartillaga Tryggva var borin upp og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga oddvita svo breytt var borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum. Þá var borin upp viðaukatillaga Matthildar og Ólafs og var hún felld með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Matthildar og Ólafs. Gunnar Örn lét bóka eftirfarandi:”Þar sem Tryggvi bar fram breytingartillögu sem var samþykkt og er að hluta til orðrétt uppúr minni breitingartillögu þá fellst ég á tillögu oddvita”.

Oddviti lagði til að gerð yrði breyting á dagskrá þannig að liður 6 yrði tekinn fyrir næst þar sem hönnuðir aðalskipulags voru mættir til fundar. Engin athugasemd var gerð við breytinguna á dagskránni.

3.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.  Athugasemdir í kjölfar auglýsingar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu.  Fulltrúar hönnuða  mættu á     fundinn, Oddur Hermannsson og Ómar Ívarsson .106 bréf bárust og voru 98 varðandi Norðlingaölduveitu og 8 varðandi annað. 290 einstaklingar skrifuðu undir athugasemdirnar, þar af 275 vegna Norðlingaölduveitu. Fyrir fundinum lágu drög að svörum við þeim 8 athugasemdum sem ekki varða     Norðlingaölduveitu. Svörin tekin til umfjöllunar og vísað til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi.

Varðandi þann hluta Aðalskipulags sem snýr að áformum Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár gerir hreppsnefnd fyrirvara um að Landsvirkjun verði gert að ábyrgjast greiðslu bóta, sem kunna að falla á sveitarfélagið vegna skipulagsins, enda eru fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir og ákvæði þar um sett í Aðalskipulag, að þeira ósk. Hreppsnefnd samþykkir að fela lögmanni og sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við Landsvirkjun.

Oddviti mælti fyrir eftirfarandi tillögu sem lögð er fram í nafni hans, Matthildar, Hrafnhildar og Tryggva.

“Hreppsnefnd samþykkir að fresta verði Aðalskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Norðlingaöldulón, veitu og setlón með veitu við Þjórsárjökul.

Rök fyrir því eru m.a. að 98 bréf hafa borist með 275 undirskriftum, þar af skrifuðu 12-14 % íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  nafn sitt á athugasemdalistann sem vörðuðu eingöngu þetta mál.  Í skýrslu um 1. áfanga rammaáætlunar kemur fram það mat faghóps I að samvegin náttúruverðmæti Þjórsárvera, séu í efsta sæti í samanburðarmati á 41 svæði á Íslandi. Þá gefst líka tími til að kanna til hlítar þann möguleika að Þjórsárverin og landssvæði kringum þau komist á heimsminjaskrá UNESCO”.

Þrándur lýsti andstöðu sinni við tillöguna. Gunnar fór fram á að afgreiðsla tillögunnar verði frestað til næsta fundar. Hrafnhildur tók til máls um  tillöguna og einnig Tryggvi sem styður það að tillagan verði afgreidd á næsta fundi hreppsnefndar. Ingunn  tók til máls og fjallaði um skipulagið.

Hreppsnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.

4.     Umsókn um lóð fyrir sumarhús við Kálfá 2 frá Jóhönnu Kristínu Jóhannsdóttur og Lindu Björk Jóhannsdóttur. Samþykkt.

5.     Reikningur Laugaráslæknishéraðs fyrir árið 2004 lagður fram til staðfestingar. Samþykkt.

6.     Landnýtingar og landbótaáætlun fyrir Flóamannaafrétt ásamt afriti af bréfi Afréttamálafélagsins til Landgræðslunnar dags. 2. mars.  Samþykkt.

7.     Umsögn um stjórnsýslukæru á hendur hreppsnefnd sbr. hreppsráðsfund 29. mars.   Drög að umsögn til afgreiðslu.

Matthildur og Ólafur lögðu fram bókun:”Við teljum að undirbúningsvinnan hafi ekki verið nægjanleg til að taka ákvörðun á þessum fundi og því vísum við í tillögu  B sem fram kom á hreppsnenfdarfundi 8. mars sl. 

Þrándur lagði til að bæta inn í 3. kafla spurningu um hæfi nefndarmanna sem eiga börn í skólum eða hæfi nefndarmanna yfirleitt til að fjalla um skólamál.

Oddviti bar umsögnina upp ásamt viðbót Þrándar og var hún samþykkt svo breytt með 5 atkvæðum, Ólafur og Matthildur sátu hjá.  Samþykkt að fela Lögmanni að ganga þannig frá umsögninni og senda bókun Ólafs og Matthildar með.

        8.   Önnur mál

a.         Ingunn lagði til að halda hreppsnefndarfundi framvegis í flísasalnum. Einnig greindi hún frá framkvæmdum við Skeiðalaug, aðalfundi Límtrés, starfsmannafundum sem eiga að vera einu sinni í mánuði á fundardögum hreppsnefndar. Einnig greindi hún frá nýjum hreppsbíl sem væntanlegur er í þessum mánuði.

b.         Matthildur sagði frá undirbúningi vinabæjarnefndar á heimsókn norðmanna frá Vestvogey í sumar. Verið er að undirbúa tveggja daga dagskrá með þátttöku Ungmennafélaga , Kvenfélaga og annarra íbúa á staðnum.

c. Fundarboð um aðalfund Rangárbakka Hestamiðstöð Suðurlands ehf, 15. apríl nk á Hellu. Samþykkt að fela Gunnari Erni Marteinssyni að fara á fundinn.

 

Fundi slitið kl. 14.50