Sveitarstjórn

28. fundur 04. nóvember 2003 kl. 10:30
28. Fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4. nóvember 2003 í Árnesi kl. 10:30. 
Fundinn sátu hreppsnefndarmennirnir Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson og Tryggvi Steinarsson.  Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1.  Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps, umfjöllun um fyrirliggjandi drög að stefnumörkun. Af hálfu hönnuða skipulagstillögunnar voru mættir til fundarins; Þráinn Hauksson, Oddur Hermannsson, Pétur H. Jónsson, Haraldur Sigurðsson og Ómar Ívarsson.  Einnig var mættur Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu.  Farið var yfir drög að stefnumörkun og samhliða skoðuð kort af skipulagstillögunni.  Samþykkt að næstu skref verði vinnufundur hreppsnefndar með skipulagsfulltrúa og eftir það annar fundur með hönnuðum.
2.   Fundargerðir til staðfestingar:
a)      Hreppsráðs frá 28. október
Sveitarstjóri greindi frá stöðu skipulagstillögu vegna Kílhrauns sem væntanleg er næstu daga.
Sveitarstjóri ræddi áfallinn kostnað vegna deiliskipulags á Stóra Núpi.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við sóknarnefnd.
Fundargerðin staðfest með framkomnum athugasemdum.
3.    Aðrar fundargerðir:
a)      Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 22. og 27. október
b)      Oddvita Laugaráshéraðs frá 1. október
c)      Stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 15. október
d)      Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 17. október
Fundargerðirnar lagðar fram.
4.     Erindi frá foreldraráði Brautarholts og Gnúpverjaskóla dags 28. október.  Í erindinu er sagt frá starfi ráðsins og farið fram á greiðslu þóknunar vegna fundarsetu.
Samþykkt að vísa erindinu til skólanefndar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
5.     Tillaga að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, tengigjald fráveitu og stofngjald vatnsveitu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga um gjaldskrár nágrannasveitarfélaga fyrir næsta fund.
Fyrir lá tillaga að samþykkt hreppsnefndar vegna lóðaúthlutunar svohljóðandi:  ,,Hreppsráð eða hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps úthlutar lóðum sem tiltækar eru deiliskipulagðar og byggingarhæfar í eigu hreppsins.   Að jafnaði skulu lausar lóðir auglýstar til umsóknar árlega í fréttabréfi hreppsins og/eða héraðsblöðum.  Einnig skulu upplýsingar um lausar lóðir liggja fyrir á vef hreppsins www.skeidgnup.is ásamt upplýsingum um byggingarskilmála og byggingargjöld.  Þegar úthlutun lóðar hefur farið fram skal senda tilkynningu þar um skriflega til umsækjanda ásamt lóðarleigusamningi.  Umsækjandi skal skila lóðarleigusamningi undirrituðum til hreppsskrifstofu innan þriggja mánaða frá úthlutun að öðrum kosti fellur úthlutun úr gildi. Hreppsnefnd setur gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld og stofngjöld vegna fráveitu og vatnsveitu. “
Samþykkt.
Fyrir lá tillaga að lóðarleigusamningi fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna lóðarleigu hjá nágrannasveitarfélögum.
Fyrir lá tillaga að samþykkt Skeiða- og Gnúpverjahrepps um fráveitu. 
Samþykkt var að vísa tillögunni til umsagnar umhverfisnefndar.
Fundaáætlun hreppsnefndar og hreppsráðs fyrir veturinn 2003-2004 ásamt vinnuáætlun um gerð fjárhagsáætlunar 2004.
Áætlunin samþykkt.
Önnur mál
a)      Sveitarstjóri kynnti upplýsingar frá starfsmönnum sundlauga um aðsókn og hugleiðingar um opnunartíma.  Samþykkt að loka Neslaug mánuðina desember janúar og febrúar. 
b)      Lagðar voru fram upplýsingar um gjaldfallin fasteignagjöld og fleiri gjöld sem send voru í milliinnheimtu í október.  Fasteignagjöldin eru kr. 3.400 þús.kr. Leikskóla-, mötuneytis-, hitaveitugjöld og fleiri eru um 800 þús.kr.
c)      Námskeið í Átthagafræði.  Fræðslunet Suðurlands er að hefja undirbúning að námskeiðinu og hefur óskað eftir fulltrúum heimamanna til aðstoðar.  Samþykkt að biðja Höllu Guðmundsdóttur, Jón Eiríksson, Bjarna Gunnlaug Bjarnason og Sigurður Páll Ásólfsson að starfa með Fræðslunetinu að skipulagningu námskeiðsins.
d)      Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaðan fund hreppsnefndar með þingmönnum þann 10. nóvember n.k.  Einnig kynnt bréf frá Margréti Frímannsdóttur alþingismanni þar sem þakkað er fyrir nýlegan fund þingmanna með fulltrúum uppsveita.
e)      Þrándur vakti máls á starfi umræðuhópa hreppsnefndar og Landsvirkjunar og taldi rétt að minnispunktar fundanna yrðu lagðar fyrir hreppsnefnd til umræðu.
Fundi slitið kl. 15:15