Sveitarstjórn

62. fundur 19. maí 2021 kl. 16:00
Starfsmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir Björgvin Skafti Bjarnason

15. Skólanefndarfundur leikskólamál 18. maí 2021 og
217. Fundargerð skipulagsnefndar 12. maí 2021 og var það samþykkt

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Vikurnám erindi frá Haga

Borist hefur beiðni um að hefja aftur akstur vikurs úr vikurnámu við Reykholt í Þjórsárdal til garðyrkjubænda en búið var að loka þessari námu.

Sveitarstjórn mun óska eftir áliti Landgræðslunnar og Forsætisráðuneytis áður en ákvörðun verður tekin um framhald málsins.

2. Nýjatún Stofnframlag

Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram 12% stofnframlag í 2 íbúðir í fimm íbúða raðhúsi við Skólabraut sem fyrirtækið Nýjatún ehf áætlar að byggja með fjármögnun frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun.

3. Samningur um tjaldsvæði

Lagður fram samningur um tjaldstæðið við Árnes, milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Árnes ferðaþjónusta á Íslandi ehf.

Staðfestur.

4. Innheimta fasteignagjalda 2020

Breyting á lögveði fasteignagjalda var framlengt úr 2 árum í 4 ár og gefur þannig meira svigrúm til innheimtu þeirra. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að breyta almennum verkferlum við innheimtu en þörf er á að setja frekari reglur um lækkun eða niðurfellingu dráttarvaxta og er því vísað til sveitarstjóra til frekari útfærslu.

5. Samþykktir UTU

Jóhannes, Davíð og Vigfús frá UTU kynna fyrir sveitastjórn breytingar á samþykktum UTU 3ja grein samþykktanna er ný og er svar við athugasemdum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að geta verði um eignarhluti sveitarfélaganna í samþykktum byggðasamlaga. Aðrar breytingar á þessum samþykktum lúta að hugmyndum um að í ákveðnum og vel skilgreindum tilvikum muni sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna framselja vald sitt til fullnaðarákvarðana mála til skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Þetta væri gert í þeim málum sem telja má óverulegar breytingar og fela ekki í sér neins konar stefnubreytingar - í þeim tilgangi að flýta afgreiðslu slíkra mála.

Jóhannes kynnti jafnframt drög að uppfærðri gjaldskrá.

6. Vindorkumál

Vigfús frá UTU fór yfir stöðu vindorkumála í sveitarfélaginu. Farið yfir texta í aðalskipulagi og landskipulagsstefnu sem snúa að nýtingu vindorku. Eins var farið yfir þær reglur sem helst eiga við um mat á umhverfisáhrifum.

Gert var ráð fyrir í aðalskipulagi að unnin væri stefnumótun varðandi nýtingu vindorku á fyrri hluta gildistíma aðalskipulags. Sú vinna er ekki hafin.

7. Erindi frá Hreinsitækni um stöðu v. förgunar úrgangs í Árnessýslu

Í Árnessýslu eru engir móttökustaðir fyrir þann úrgang sem við höndlum með, utan móttöku á seyru hluta ársins. Samningar um móttöku annarra aðila á þessum úrgangi virðast úr gildi fallnir. Við erum nú þegar farin að fresta þjónustu við viðskiptavini í sýslunni vegna fitugildra. Þetta ástand mun skapa vandamál býsna fljótt. Brýnt er að sveitarfélög eða aðilar á vegum sveitarfélaganna í sýslunni bregðist fljótt við til að koma upp förgunarstöðum eða að semja við aðra móttökuaðila. Til að spara notendum þjónustu okkar fé væri best að þessi förgun væri innan sýslumarkanna.

Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af ástandinu og mun leitast við að finna lausnir í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.

8. Skipun fulltrúa í Almannavarnanefnd

Velja þarf nýjan fulltrúa í Almannavarnanefnd í stað fyrrum sveitarstjóra.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa núverandi sveitarstjóra Sylvíu Karen Heimisdóttur sem fulltrúa í nefndina.

9. Skipun í stjórn Seyruverkefnis

Sveitarstjórn samþykkir að oddviti Björgvin Skafti Bjarnason verði aðalmaður og sveitarstjóri Sylvía Karen Heimisdóttur til vara.

10. Jafnlaunvottun

Búið er að skipuleggja vinnutímastyttingu hjá öllum starfsmönnum sveitarfélagsins og mun það hafa óverulegan kostnaðarauka og röskun á starfsemi í för með sér.

Skipulagið verður síðan endurskoðað aftur í lok árs fyrir aðrar stofnanir er Þjórsárskóla en hann miðast við skólaárið.

11. Villikettir- beiðni

Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir styrk fyrir útlögðum kostnaði vegna umönnunar í dýraverndunarskyni.

Sveitarstjórn felur oddvita að leita eftir frekari gögnum.

12. Fundargerð og starfsreglur starfshóps um svæðissk. Suðurhálendis

Lögð fram og kynnt.

Sveitarstjórn staðfestir breytingar á skiptingu kostnaðar sem kemur fram í fundargerð starfshópsins frá 3.05.2021.

13. 46. stjórnarfundargerð Samt. Orkusveitarfélaga

Lögð fram og kynnt.

14. 897. stjórnarfundargerð Samb. Ísl. Sveitarfélaga

Lögð fram og kynnt.

15. 85 fundur stjórnar Umhverfis og tæknisviðs UTU

Lögð fram og kynnt.

16. Stjórnarfundur Byggðasafns Árnesinga

Lögð fram og kynnt.

17. 199. stjórnarfundargerð Tónlistarsk. Árnesinga

Lögð fram og kynnt.

18. 14. og 15. fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu

Lagðar fram og kynntar.

19. 7. fundur Almannavarna Árnessýslu

Lögð fram og kynnt.

20. Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna mars 2021

Lögð fram og kynnt.

21. 569. fundargerð Stjórnar SASS

Lögð fram og kynnt.

22. Boðun á Landsþing SÍS 2021

Lögð fram boðun á Landsþing SÍS 21. maí 2021.

23. Aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands 2021

Oddviti sveitarfélagsins sótti fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

24. Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands

Lagt fram boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands 20. maí.

25. Aðalfundur Landskerfis bókasafna

Verður haldinn 19. maí. Lagt fram og kynnt.

26. Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis

Lögð fram og kynnt stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

27. Skógræktin. Kynning á landsáætlun um umhverfismati hennar

Lagt fram og kynnt.

28. Samtök orkusveitarfélaga kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA

Lagt fram og kynnt.

29. Erindi frá Samtökum grænkera á Íslandi

Hvatning frá samtökum grænkera um að bjóða uppá grænkerafæði í skólum landsins. ´

Ákveðið að kanna stöðuna hér í sveitarfélaginu.

30. Þingsályktunartillaga til umsagnar á 62. fundi

Þingsályktunartillaga um barnvænt Ísland- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna- þingskjal 1308 - 762 mál.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til menningar og æskulýðsnefndar og ungmennaráðs til að skoða betur um stöðu barna hér í sveitarfélaginu með tilliti til framkvæmdar barnasáttmálans.

31. 15. Skólanefndarfundur leikskólamál 18. maí 2021

Lögð fram og samþykkt.

Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um útreikning á barngildum og ganga frá samningi við Matthildi Elísu Vilhjálmsdóttur varðandi námsleyfi.

32. 217. Fundargerð skipulagsnefndar 12. maí 2021

20. Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags - 2104081

Lögð er fram umsókn frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi er varðar breytingu og

samræmingu deiliskipulags að Löngudælaholti. Markmiðið er að skilgreina betur

núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að

viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á

grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á

deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að viðkomandi breytingu á deiliskipulagi á grundvelli 1.

mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

 

21. Húsatóftir 2B L226902; Nýr héraðsvegur; Framkvæmdaleyfi - 2104077

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýs héraðsvegar að lóð Húsatófta 2B.

Umsókn er í takt við gildandi deiliskipulag svæðisins.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að

útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna nýs héraðsvegar að lóð

Húsatófta 2B.

22. Minni-Mástunga L166582; Minni-Mástunga 3; Stofnun lóðar - 2104066

Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. eigenda, dags. 20. apríl 2021, um

stofnun íbúðarhúsalóðar úr landi Minni-Mástungu L166582. Um er að ræða 856 fm lóð

sem óskað er að fái staðfangið Minni-Mástunga 3.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi

umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Umsókn um byggingarleyfi innan lóðar er eftir atvikum háð deiliskipulagningu svæðisins eða grenndarkynningu. Sveitarstjórn samþykkir stofnun íbúðarhúsalóðar úr landi Minni-Mástungu L166582 með þeim skilyrðum sem markast af deiliskipulagi eða grenndarkynningu.

23. Hraunhólar lnr 166567 Íbúða- og frístundabyggð Stækkun svæðis og fjölgun lóða

Aðalskipulagsbreyting - 1803045

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunhóla L166567 í Skeiða-

og Gnúpverjahreppi. Umsagnir bárust við lýsingu breytingarinnar og eru þær lagðar fram

við afgreiðslu tillögu. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður

um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með

möguleika á 4 lóðum til viðbótar. Umsagnir bárust á kynningartíma lýsingar og eru þær

lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að

samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr.

skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem

bárust vegna lýsingar á fullnægjandi hátt innan breytingatillögunnar.

Sveitarstjórn samþykkir að kynna viðkomandi tillögu til breytinga á aðalskipulagi í

samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

24. Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara og risi -

2104101

Fyrir liggur umsókn Davíð K. Chatham Pitt fyrir hönd Finns B. Harðarsonar, móttekin

18.04.2021, um byggingarleyfi til að byggja 499,8 m2 íbúðarhús með kjallara og risi og

innbyggðum tvöföldum bílskúr á jörðinni Ásbrekka L166535 í Skeiða- og

Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að

farið verið fram á gerð deiliskipulags á svæðinu vegna umsóttra byggingaframkvæmda

vegna eðlis og umfangs þeirra. Innan deiliskipulags verði m.a. gert grein fyrir

framkvæmdaheimildum innan jarðarinnar sem taka til húsbygginga, vega og/eða

annarra framkvæmda innan svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir að farið verði framá gerð deiliskipulags á svæðinu vegna

umsóknar um viðkomandi byggingaframkvæmdir og mun þar m.a. verða gerð

grein fyrir framkvæmdaheimildum innan jarðarinnar sem taka til húsbygginga,

vega og/eða annarra framkvæmda innan svæðisins.

 

25. Breiðanes L201727; Vegagerð; Jarðvinna; Framkvæmdaleyfi - 2104104

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi á lóð Breiðaness spildu L201727. Í

framkvæmdinni felst lagning aðkomuvega og lagfæring á reiðvegi, jöfnun á svæði/plani

fyrir bílastæði og jöfnun á plani fyrir tengihús veitna. Umsóknin er í takt við gildandi deiliskipulag svæðisins.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að

útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi sem varðar viðkomandi umsókn.

26. Mið- og Árhraunsvegur L225283; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting -

2103073

Lögð er fram umsókn Ósa ehf. er varðar breytingu á deilskipulagi Mið- og

Árhraunsvegar. Óskað er eftir því að lokið verði við deiliskipulagsbreytingu frá 2019 á 4

lóðum þar sem að heimilað var að byggja geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 50 fm

í stað 25. Óskað er eftir því að þessar heimildir verði auknar enn frekar eða upp í 70 fm í

samræmi við umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu á lóð Árhraunsvegar 17.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tók fyrir fyrirspurn varðandi málið á fundi

sínum þann 9.janúar 2019 þar sem eftirfarandi bókun varð gerð:

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að gerð verði sú breyting á gildandi

deiliskipulagsskilmálum á ofangreindri lóð á þann veg að heimilt verði að byggja

geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 50 m2. Auk þess samþykkir sveitarstjórn fyrir

sitt leyti að umræddri lóð verði breytt í lögbýli ásamt 17,06 ha aðliggjandi landi.

Fyrirspurn vegna deiliskipulagsbreytingar hlaut afgreiðslu í sveitarstjórn Skeiða- og

Gnúpverjahrepps þar sem sveitarstjórn gerði engar athugasemdir við framlagðar

fyrirspurnir umsækjanda. Engin umsókn um skipulagsmál eða gögn vegna fyrirhugðara

breytinga hafa borist embættinu til afgreiðslu síðan fyrirspurn vegna málsins var

afgreidd. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að

ekki verði gerð athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi er varðar

byggingarheimildir fyrir geymslu, svefnhús eða gróðurhúsi innan deiliskipulags

svæðisins. Skipulagsnefnd bendir hins vegar á að forsenda þess að lögbýli verði stofnað

á viðkomandi lóðum sé breytt landnotkun innan aðalskipulags sveitarfélagsins og

breyting á deiliskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem frístundasvæði. Nefndin

frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við málsaðila.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og fela skipulagsfulltrúa að

annast samskipti við málsaðila.

 

Fundi slitið kl. 17:30 Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 14.00. í Árnesi.

_______________________

Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________ ___________________________

Einar Bjarnason Ingvar Hjálmarson

________________________ _______________________

Matthías Bjarnason Anna Sigríðu

Gögn og fylgiskjöl: