Sveitarstjórn

9. fundur 07. janúar 2015 kl. 13:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason
Árnesi 07.01.2015 Fundargerð Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 07. Janúar 2015 kl. 14:00. Dagskrá: 1. Kynning á undirbúningi virkjanaframkvæmda við Búrfell 2 og kynning á Vindlundum. Margrét Arnardóttir, Albert Guðmundsson Bjarni Pálsson, Björk Guðmundsdóttir og Ingvar Hafsteinsson öll starfsmenn Landsvirkjunar mættu til fundar undir þessum lið. Bjarni Pálsson tók til máls og greindi frá virkjanakostum sem á döfinni eru hjá Landsvirkjun. Albert Guðmundsson sagði frá áformum um Búrfell 2-lokaáfanga Búrfellsvirkjunar. Um er að ræða 100MW stækkun. Björk Guðmundsdóttir sagði frá skipulagsferli. Ekki hafa borist athugsemdir við skipulagstillögum. Gísli Gíslason hefur unnið að skipulagsverkefnum vegna virkjunarinnar. Framundan er að vinna deiliskipulag vegna svæðisins. Í framhaldi verður sótt um framkvæmda- og byggingaleyfi til sveitarstjórnar. Verkhönnun er á lokastigi. Um er að ræða tvo valkosti, annars vegar stöðvarhús ofanjarðar og hins vegar neðanjarðar. Bjarnarlón verður nýtt til stækkunar, aðrennslisgöng verða um 370 metrar. Orkugeta ca 300 GW/a og fallhæð um 119 metrar. Heildarrennsli verður allt að 92 rúmmetrum á sekúndu. Fljótlega verður ráðgjafaþjónusta vegna verksins boðin út. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið ár árinu 2018. Áætluð mannaflaþörf á framkvæmdatíma er um 150 manns. Með stækkun virkjunarinnar mun rekstraröryggi aukast til muna. Margrét Arnardóttir sagði frá uppbyggingu vindlunda- vindmyllugarðs á Þjórsár- Tungnaársvæði. Margrét sagði Ísland mjög góðan kost til virkjunar vindorku vegna sterks og stöðugs vindar. Kostnaður hefur farið lækkandi við byggingu vindmylla og tækni aukist. Mikill kostur er að uppsetning er auðveld og framkvæmdir að mestu afturkræfar. Á undanförnum misserum hafa verið gerðar rannsóknir á kostum vindorku til virkjunar, Nýtnihlutfall hefur reynst 42 % en almennt í heiminum er það lægra eða 28 %. Samlegðaráhrif eru talsverð með virkjun vatnsafls. Auk Tungnaársvæðis hefur verið litið til svæðis við Blöndu með virkjun vindorku í huga. Fyrirhuguð stærð vindlunda á Tungnaársvæðinu er allt að 200 megawött. 2. Meðhöndlun Kjötmjöls í Þjórsárdal. Hreinn Óskarsson frá Suðurlandsskógum og Jóhannes Sigurðsson ásamt Ingvari Hafsteinssyni frá Landsvirkjun mættu til fundar undir þessum lið. Fyrir fundinum lá svar frá Hreini Óskarssyni við bréfi sem sveitarstjórn sendi til hans eftir sveitarstjórnarfund 3 desember sl. með ósk um upplýsingar um leyfi þau sem liggi að baki kjötmjölsdreifingu í Þjórsárdal. Í bréfinu vísaði Hreinn til leyfis frá Héraðsdýralækni Suðurlands, f.h. Matvælastofnunar, til dreifingar kjötmjöls í Þjórsárdal, dags. 19. maí 2009. Í því bréfi kemur meðal annars fram að Matvælastofnun geri ekki athugasemdir við dreifingu kjötmjöls á svæði Skógræktarinnar í Þjórsárdal, enda sé þess vel gætt að búfé komist ekki að svæðinu fyrstu þrjár vikurnar eftir dreifingu.“ Bæði Hreinn og Jóhannes bentu á að síðastliðið vor hafi svo óheppilega farið að nokkur tími hafi liðið frá því að kjötmjölið var flutt á svæðið þar til því var dreift, það heyri til undantekninga. Hreinn lagði áherslu á að framvegis verði þess gætt að kjötmjölinu verði dreift um leið og það verður flutt á svæðið og stefnt sé ennfremur á að gera það framvegis í apríl meðan frost er í jörðu. Ingvar Hafsteinsson benti á mikilvægi þess að dreifa kjötmjölinu sem fyrst eftir að því er komið á staðinn. Oddviti kvaðst fagna þeim áformum, í sama streng tóku aðrir sveitarstjórnarmenn. 3. Skógrækt í Þjórsárdal og við Bjarnarlón. Hreinn Óskarsson og Jóhannes H Sigurðsson frá Skógrækt ríkisins, Brynjólfur Jónsson frá Skógræktarfélagi Íslands auk Hákons Aðalsteinssonar og Ingvars Hafsteinssonar frá Landsvirkjun mættu til fundar undir þessum lið. Hákon tók til máls og vitnaði til bókunar sveitarstjórnar á fundi nr.8 um skógrækt við Bjarnarlón. Lagði áherslu á að Landsvirkjun leiti áframhaldandi samstarfs um skógrækt í Þjórsárdal og við Bjarnarlón. Brynjólfur sagði frá Landsgræðsluskógaverkefni sem hófst árið 1990. Meginmarkmið þess sé að vinna á illa förnu landi og græða upp holt og mela. Sambland af landsgræðslu og skógrækt. Brynjólfur kvað vera áhuga hjá Skógræktarfélagi Íslands á að halda áfram verkefninu. Framkvæmdin um skógrækt við Bjarnarlón hefur verið í höndum Landsvirkjunar. Hreinn tók til máls og sagði frá miklum árangri í skógrækt á Þjórsárdalssvæðinu á síðustu 25 árum. Telur hann líklegt að hlýindi hjálpi til. Hann telur svæðið við Bjarnarlón hentugt til skógræktar. Ingvar Hafsteinsson sagði einnig frá miklum árangri í skógrækt á svæðinu, Jóhannes tók í sama streng. Oddviti sagði að meta þurfi hvort eigi að rækta skóg á ákveðnum svæðum. Halla Bjarnadóttir benti á að vinna þyrfti heildrænt mat um skógrænt á svæðinu. Gunnar benti á að þegar unnið var rammaskipulag í Þjórsárdal hafi verið horft til skógræktar. Meta þurfi á hvaða svæðum skógrækt á að vera og hvar ekki. Sveitarstjórn leggur áherslu á að marka stefnu um hvar eigi að rækta skóg í Þjórsárdal í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, Skógrækt ríkisins, Landsvirkjun og Þjóðlendunefnd. 4. Fundargerð 81. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 1 og nr 15 þarfnast afgreiðslu. Mál nr. 4 til kynningar. Mál nr. 1. Stöðuleyfi við Þjórsárdalslaug við Reykholt. Óskað eftir endurnýjun stöðuleyfis fyrir aðstöðuhús. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir ekki endurnýjun stöðuleyfis að svo stöddu. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að fyrst verði mörkuð stefna um uppbyggingu svæðisins með gerð deiliskipulags og verði það lagt til grundvallar veitingu byggingaleyfis á svæðinu. Mál nr 15. Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar. Langjökull. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu skipulagsnefndar. 5. Viðhorfskönnun um málefni aldraðra. Niðurstöður. Sveitarstjóri greindi frá viðhorfskönnun um málefni aldraðra í héraðinu sem fór fram í desember 2014. Könnunin var send til allra íbúa sveitarfélagsins sem fæddir eru árið 1964 og fyrr. Spurt var um áhuga á því að byggt yrði dvalaheimili fyrir aldraða í sýslunni og hvar æskilegt væri að staðsetja það. Fjöldi í úrtaki voru 193, svörun var 40,4 %. Auk þess var spurt um áhuga fyrir dagþjónustu og þrepaþjónustu við aldraða. Helstu niðurstöður voru á þann veg að 67 % svarenda voru hlynntir því að byggt yrði dvalarheimili í uppsveitum Árnessýslu. Aðrir voru hlynntir því að dvalarheimili yrði byggt á Selfossi utan einn sem taldi staðsetningu ekki skipta máli. Allir nema tveir vildu að dagþjónusta yrði til staðar. Allir að þremur undanskildum vildu sjá þrepaþjónustu. Sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður könnunarinnar fyrir sveitarstjórnum nágrannasveita og vinna að nánari framvindu málsins. 6. Gjaldskrá mötuneytis. Beiðni starfsmanna um rökstuðning. Fyrir sveitarstjórnarfund var lagt erindi frá fimm starfsmönnum sveitarfélagsins á skrifstofu, í áhaldahúsi og sundlaugum, þar sem því er haldið fram að verið sé að mismuna ofangreindum starfsmönnum sveitarfélagsins með því að láta þá greiða mun hærra verð fyrir mat frá mötuneyti en starfsmönnum grunnskóla. Hefur svo verið frá 1 janúar 2013. Því stuðnings benda starfsmennirnir á ákvæði í kjarasamningum Samflots og annarra stéttarfélaga. Starfsmennirnir óska eftir rökstuðningi við þessari verðlagningu og óska þeir eftir leiðréttingu frá 1 janúar 2013. Rökstuðningur :Tekin var ákvörðun samkvæmt bestu vitund um hækkun matarverðs til starfsmanna sveitarfélagsins í öðrum deildum en grunnskóla og leikskóla 1 janúar 2013. Auk þess var ekki talið heimilt á þeim tíma að hækka matarverð til starfsmanna grunnskóla umfram verð til nemenda. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu. Með vísun í kjarasamninga samþykkir sveitarstjórn að frá og með 1. Ágúst 2015 greiði starfsmenn sveitarfélagsins hráefnisverð vegna máltíða að fullu sem þeir neyta í mötuneyti sveitarfélagsins. Frá og með 1. Janúar 2015 greiði starfsmenn 302 kr. Eða um 70% hráefnisverðs. Frá 1. Maí greiði starfsmenn 85% efnisverðs. Leiðrétt verði miðað við kjarasamninga frá 1. Janúar 2013. Tillaga samþykkt samhljóða. 7. Þjórsárdalur verkefni. Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu. Atvinnumálanefnd verði falið ásamt oddvita og sveitarstjóra að fara yfir gögn sem safnað hefur verið saman verkefni í Þjórsárdal og undirbúa kynningu um verkefni og frekari áform um verkefni sem lögð verður fyrir sveitarstjórn í febrúar. Tillaga samþykkt samhljóða. 8. Tómstundastyrkur 2015.Tillaga var lögð fram af sveitarstjórn um styrk til ungmenna til æskulýðs og tómstundastarfs. Lögð var fram eftirfarandi tillaga. Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur með lögheimili í sveitarfélaginu frá 6 ára til og með 18 ára geti sótt um styrk sem nemur allt að 55.000.- kr. á árinu 2015 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf gegn framvísun frumrits reiknings. Tillaga samþykkt samhljóða. 9. Tillaga að Landsskipulagsstefnu. Beiðni um umsögn. Lögð var fram tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Tillaga lögð fram og kynnt. 10. Seyrusvæði. Drög að samningi við Hrunamenn um landspildu undir seyrubúnað. Drög að samningi samþykkt samhljóða. 11. Samningur um aðild að Tæknisviði Uppsveita. Þarfnast staðfestingar. Lagður fram undirritaður samningur um aðild Skeiða- og Gnúpverjahrepps að Tæknisviði uppsveita. Samningur staðfestur 12. Samningur við Markaðsstofu Suðurlands. Samningur staðfestur. 13. Samningar um skólaakstur. Þarfnast staðfestingar. Um er að ræða framlengingu samninga milli sveitarfélagsins og skólabílstjóra óbreytta til loka yfirstandandi skólaárs. Samningar staðfestir 14. Samningur um Kortasjá. Þarfnast staðfestingar. Lagður var fram samningur milli sveitarfélagsins og Loftmynda ehf um samrekstur opinnar vef-kortasjár. Samningurinn nær einnig til eftirtalinna sveitarfélaga. Ásahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Flóahrepps og Hrunannahrepps. Samningur staðfestur Beiðnir um stuðning. 15. Landssamband slökkviliðsmanna. Beiðni um stuðning. Lögð var fram beiðni frá Landssambandi slökkviliðs- sjúkraflutningamanna um stuðning við eldvarnarátak 2014, undirrituð af Guðrúnu Hilmarsdóttur. Átakið fór fram dagana 21-28 nóvember 2014. Samþykkt að styrkja verkefnið um 50.000 kr. 16. Samband Sunnlenskra kvenna. Beiðni um styrk. Fram var lagt erindi frá Sambandi Sunnlenskra kvenna undirritað af Elinborgu Sigurðardóttur formanni SSK um allt að 100.000 kr styrk til sambandsins vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður á Selfossi 9-11 október 2015. Beiðni um styrk hafnað. 17. Stígamót. Beiðni um styrk. Styrkbeiðni lögð fram undirrituð af Guðrúnu Jónsdóttur. Samþykkt að styrkja Stígamót um 50.000 kr. 18. Erindi frá UMFÍ vegna unglingalandsmóts. Með bréfi frá UMFÍ undirrituðu af Sæmundi Runólfssyni er auglýst eftir samstarfsaðilum til að halda Unglingalandsmót árið 2017. Sveitarstjórn samþykkir að sækjast ekki eftir að koma að landsmótshaldi. Fundargerðir 19. Fundargerð 8. Fundar NOS. Fram kemur í fundargerð að lagt er til að ráðinn veðri sálfræðingur í hlutastarf hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing. Fundargerð staðfest. 20. Fundargerð Menningar og æskulýðsnefndar. Í fundargerð kemur fram að áformað er að halda viðburð þann 14. febrúar næstkomandi. Er nefnist ,,Gaman saman“. Bréf frá formanni nefndarinnar barst þar sem óskað er eftir stuðningi við viðburðinn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja kr 300.000 til viðburðarins ,,Gaman saman.“ Sveitarstjórn fagnar áformum um áðurnefndan viðburð. 21. Sveitarstjóri óskaði eftir að leiðrétting færi fram á áður samþykktri gjaldskrá leikskóla. Þar sem fyrir mistök var samhliða ákvörðun um gjaldskrá sveitarfélagsins á 8 fundi sveitarstjórnar breytt leikskólagjöldum í það sem þau voru fyrir ákvörðun á 6. fundi 8.10.2014 sveitarstjórnar sem kvað á um að elsti árgangur leikskóla yrði gjaldfrjáls og vistunargjöld barna í yngri árgöngum myndu lækka um 25 %. Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá um leikskólagjöld frá 6. fundi taki gildi á ný og gildi þar til dagvistargjöld verði felld niður að öllu leyti frá og með 1. ágúst 2015. Mál til kynningar: A. Þingskjal 483.Tekjustofnar sveitarfélaga. B. Fundargerð 483 fundar stjórnar SASS. C. Drög að samþykktum Skóla- og Velferðarþjónustu BS. D. 40. Fundur SNS og KÍ/FG. E. 22. Fundur Skólastjórafélags Íslands. F. Stefnumörkun SÍS 2014-2018. G. Mentor, Upplýsingakerfi. H. Fundargerð HES 161, Fundur. I. Hugmynd að tillögu um br Deilisk í Árneshverfi J. Tölvukerfi um rotþrær K. Jöfnunarsjóður, aftektir framlaga. L. Fundargerð 823 fundar stjórnar SÍS M.Fundargeð Almannavarnarnefndar Árnessýslu frá 19.12 2014. N. Skýrsla HÍ á ofbeldi gegn konum. Fundi slitið kl 17:50 Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 4. febrúar n.k. kl 14:00 Nefndarmenn Nafn Listi Björgvin Skafti Bjarnason O-listi Einar Bjarnason O listi Meike Erika Witt O-listi Gunnar Örn Marteinsson F-listi Halla Sigríður Bjarnadóttir F-listi