Sveitarstjórn

15. fundur 15. febrúar 2023 kl. 08:00 - 10:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson oddviti
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Sigríður Björk Gylfadóttir í fjarveru Gunnars Arnars Marteinssonar.
  • Sylvía Karen Heimisdóttir ritaði fundargerð.
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir Fjármálafulltrúi

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Skýrsla sveitarstjóra á 15. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu fjórum vikum:

Nýtt skjala og málakerfi.
Rafræn skil og geymsla á gögnum.
Nýr starfsmaður á skrifstofu sveitarfélagsins.
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings.
Stefnumótun samtaka orkusveitarfélaga.
Skrifstofustjóri UTU.
Aðalskipulagsbreyting.
Íbúafundur Hvammsvirkjunar.
Íbúafundur um þróun byggðar í Árnesi.
Landsvirkjun kynning á raforkukerfinu og vindorku.
Málefni HSU og Laugarás.
Kynning Landsvirkjunar fyrir skipulagsnefnd UTU.
Svæðisskipulag Suðurhálendis.
Fundur með forstjóra Landsvirkjunar.
Hornsteinn - Listasafn Árnesinga.
Fundur með Orkustofnun.
Veiðiréttur í Fossá.

  1. Virkjanaframkvæmdir á Þjórsár og Tungnaársvæðinu

Frá því að ný sveitarstjórn tók til starfa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þann 1. júní 2022 hefur mikil vinna farið í virkjanamál og málefni Landsvirkjunar. Hvammsvirkjun hefur verið fyrirferðamikil í sveitarfélaginu síðustu 20 ár og er yfirferð framkvæmdaleyfis nú í gangi hjá sveitarstjórn. Á undanförnum mánuðum hefur mikil greiningarvinna átt sér stað í sveitarstjórn um áhrif orkuframleiðslunnar á nærumhverfi okkar, og nærsamfélags orkuframleiðslu almennt. Tölulegar staðreyndir sýna fram á það að nærsamfélagið nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af orkuframleiðslunni á meðan efnahagslegur ávinningur kemur fram þar sem orkan er nýtt. Sú staðreynd gerir það að verkum að orkuvinnsla í sveitarfélaginu þjónar ekki hagsmunum þess til framtíðar í óbreyttri mynd.

Vegna þessa leggur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fram eftirfarandi bókun:

Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum, að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040 og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Hvammsvirkjun er einungis fyrsta skrefið af mörgum í gríðarlegum áformuðum virkjanaframkvæmdum Landsvirkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum.

Ekkert samtal hefur átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga sem þurfa að skipuleggja og heimila allar þessar framkvæmdir. Það er staðreynd að nærumhverfið þar sem orkan er framleidd nýtur mjög takmarkaðs ávinnings af henni.

Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög. Með öðrum kosti verða engin orkuskipti á Íslandi í náinni framtíð.

  1. Framkvæmdir við Skeiðalaug - 1. áfangi

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir fjárfestingu og viðhaldi á Skeiðalaug fyrir samtals 70 miljónir. Í síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var eftirfarandi bókað:

Í ljósi þess að miklar fjárfestingar eru fyrirhugaðar í fasteignum sveitarfélagsins er mikilvægt að áður en farið verður í viðkomandi framkvæmd að lögð verði fyrir sveitarstjórn nákvæm kostnaðaráætlun og/eða tilboð í þær framkvæmdir.

Sveitarstjóri leggur því fram kostnaðaráætlun fyrir 1. áfanga framkvæmda í Skeiðalaug sem mun skapa grunninn að því að breyta Skeiðalaug í meiri heilsulindar upplifun. Markmiðið er að framkvæmdirnar klárist fyrir vorið og í framhaldi af þeim verði verðskrá endurskoðuð með það að markmiði að gera rekstur Skeiðalaugar sjálfbæran.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhepps samþykkir með fimm atkvæðum framlagða kostnaðaráætlun sem er innan fjárhagsáætlunar varðandi fjárfestingu og viðhald. Samþykkt er að framkvæmdir hefjist strax.

  1. Breytingar á aðalskipulagi skeiða- og Gnúpverjahrepps

Á sveitarstjórnarfundi 16. nóvember var sveitarstjóra falið að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem snýr að skilmálum rekstrarleyfis II í íbúðarhúsnæði og frístundarhúsnæði. Sveitarstjóri leggur fram skipulagslýsingu með breytingum á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu með 5 atkvæðum og að hún verði lögð fram til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Skipulagsfulltrúa UTU falið að vinna að framgangi málsins.

 

  1. Borun á nýrri hitaveituholu í Brautarholti

Í maí 2020 var Ísor fengin til að vinna undirbúning að borun nýrrar hitaveituholu í Brautarholti þar sem núverandi hola er skemmd. Tilraun til að gera við holuna árið 2020 gengu ekki eftir og því þarf að bora nýja holu við hlið gömlu holunnar. 23. janúar 2023 sendi sveitarstjóri tölvupóst á fimm fyrirtæki þar sem óskað væri eftir verðkönnun í nýja vinnsluholu við Brautarholt með það í huga að borað yrði í sumar.

Tvö verðtilboð bárust í verkefnið, hagstæðasta verðtilboðið er að fjárhæð 11.895.439 kr. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að semja við lægstbjóðenda.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum að taka hagstæðasta tilboði í borun nýrrar vinnsluholu fyrir heitt vatn í Brautarholti og felur sveitarstjóra að ganga til samninga um verkið. Framkvæmdakostnaður er innan fjárhagsáætlunar. Mikilvægt er að verkið klárist í sumar.

 

  1. Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti ofl.

Lögð fram stefna og viðbragðsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum nýja stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

 

  1. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis á Klettum

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C minna gistiheimili.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II

  1. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis á Blesastöðum 1

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C minna gistiheimili.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II

 

  1. Minnisblað um ágang búfjár

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár.

  1. Fundargerð 253. og 254. fundar skipulagsnefndar Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita

 

Fundargerð 253. fundar.

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Aðalskipulagsbreyting - 2301064

Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014. Í breytingunni felst að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði á viðkomandi lóð í samræmi við deiliskipulag sem lagt er fram samhliða afgreiðslu skipulagslýsingar. Fyrirspurn vegna málsins var afgreidd á fundi skipulagsnefndar þann 1.11.22 og á fundi sveitarstjórnar þann 16.11.22.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa; Deiliskipulag - 2301017

Lögð er fram umsókn frá Dazza ehf er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Brjánsstaða lóð 4, L213014. Í deiliskipulaginu felst heimild til að byggja þyrpingu lítilla gistihúsa auk þjónustuhúsa og húsnæðis fyrir starfsfólk með fasta búsetu ef á þarf að halda. Nýtingarhlutfall lóðar geti orðið allt að 0.1.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður kynnt samhliða tillögu aðalskipulagsbreytingar þegar hún hefur hlotið samþykki sveitarstjórnar til kynningar. Mælst er til þess að leitað verði umsagnar frá stjórn vatnsveitu Suðurfalls á Skeiðum sem vísað er til innan greinargerðar deiliskipulagsins, varðandi möguleika viðkomandi svæðis á tengingu við veituna.

 

  1. Ásbrekka L166535; Deiliskipulag jarðar - 2301045

Lögð er fram umsókn frá Finni Birni Harðarsyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til jarðar Ásbrekku. Á jörðinni er m.a. stunduð skógrækt. Innan deiliskipulagsins eru skilgreindir fjórir byggingarreitir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fimm atkvæðum þó með fyrirvara um uppfærð gögn er varðar skýrara orðalag byggingarheimildar á reit B4, og að deiliskipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

 

  1. Álfsstaðir II L215788; Nýbyggingar; Deiliskipulag - 1806055

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Álfsstaða II L215788. Í deiliskipulaginu felst heimild til uppbyggingar á íbúðarhúsi, gestahúsa, ferðaþjónustuhús, reiðhallar/hesthúss og skemmu á fjórum byggingarreitum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frestar afgreiðslu málsins þar sem taka þarf til nánari skoðunar samræmingu skilmála deiliskipulagsins við heimildir aðalskipulags.

  1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2106076 Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði í mynni Þjórsárdals eftir kynningu. Innan svæðisins er gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustumiðstöð. Samhliða er lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til svæðisins. í breytingunni felst að sett er inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ26 og skógræktar- og landgræðslusvæðið SL17 minnkað samsvarandi. Felld er út aðkoma að Selfit og verður hún sameiginleg með aðkomu að þjónustumiðstöð við Selhöfða. Settur er inn nýr vegur frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Reiðleið er færð nær Þjórsárdalsvegi á kafla en að öðru leyti er hún aðlöguð að nýjum vegi að Reykholti. Gert er ráð fyrir gönguleið frá afþreyingar- og ferðamannasvæði í Sandártungu (AF9) yfir VÞ26 og að afþreyingar- og ferðamannasvæði í Selfit (AF10). Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir aðalskipulagsbreytingu með fimm atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

  1. Selhöfðar í Þjórsárdal; Þjónustumiðstöð; Deiliskipulag - 2110091

Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag að Selhöfðum í Þjórsárdal eftir kynningu. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með fimm atkvæðum og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir innan breytingartillögu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem samþykkt var til auglýsingar samhliða.

Fundargerð 254. fundar.

  1. Gunnbjarnarholt (L166549); fyrirspurn: söluhús - 2301088

Fyrir liggur fyrirspurn og umsókn frá Fjölskyldubúinu ehf., móttekin 31.01.2023, um tímabundið stöðuleyfi fyrir þrjú söluhús fyrir nýjan rekstur. Í söluhúsum verður salernisaðstaða, upplýsingamiðstöð og sjálfsalar með vörur beint frá býli á jörðinni Gunnbjarnarholt L166549 í Skeiða- og Gunnbjarnarholti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemdir við að veitt verði stöðuleyfi vegna viðkomandi húsa í samræmi við heimildir byggingarreglugerðar er varðar stöðuleyfi fyrir torgsöluhús. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ef ljóst þyki að aðstaðan verði til frambúðar umfram heimildir fyrrgreindar reglugerðar verði sótt um byggingarleyfi fyrir húsunum þegar stöðuleyfið er útrunnið.

  1. Klettar L166589; Tvær nýjar landeignir; Stofnun lóða - 2301091

Lögð er fram umsókn frá Ásgeiri Sigurði Eiríkssyni er varðar stofnun tveggja landeigna úr upprunalandi Kletta. Annarsvegar er um að ræða 6.917 fm lóð umhverfis geymslu og hins vegar 55.896 m2 landspilu.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir erindið með fimm atkvæðum þó með fyrirvara um lagfæringu gagna og betri skilgreiningu á staðföngum nýju landeignanna og að hún liggi fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar.

  1. Fundargerðir Velferðar- og jafnréttisnefndar.

Fundargerðir 1. og 2. fundar Velferðar- og jafnréttisnefndar lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir Menningar- og æskulýðsnefndar

Fundargerðir 19. og 20. fundar Menningar- og æskulýðsnefndar 2018-2022 og 2. fundargerð Menningar- og Æskulýðsnefndar 2022-2026 lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

Fundargerð 591. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS)

Fundargerð 917. og 918. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita (UTU)

Fundargerð 97. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses.

Fundargerð 2. og 3. fundar stjórnar Arnardrangs hses lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Bergrisans

Fundargerð 49. og 50. fundar stjórnar Bergrisans lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Heilbrigðisnefdar Suðurlands

Fundargerð 224. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands lögð fram til kynningar.

 

  1. Dýraverndarsambandi Íslands- hvatning

Lögð fram til kynningar erindi frá Dýraverndarsamtökum Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til að koma villtum fuglum til aðstoðar.

Fundi slitið kl. 10. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 1. mars kl 09:00 í Árnesi.