Sveitarstjórn

45. fundur 19. ágúst 2020 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Auk þess sat Bjarni Hlynur Ásbjörnsson starfandi sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Óskað var eftir því að bæta við dagskrárlið sem varðar leiðbeiningar almannavarna vegna gangna og rétta vegna COVID-19

 Árnesi, 19. ágúst, 2020

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202008-0008

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Sameiginlegt sorpútboð

Lagt var fram erindi frá oddvita Grímsness- og Grafningshrepps varðandi það hvort áhugi sé fyrir því að fram fari sameiginlegt útboð á sorphirðu í Uppsveitum þar sem samningar sveitarfélaganna við sorphirðuaðila er að renna út á þessu ári og því næsta.

 

Skafti nefndi að hann hefði áhuga á því að taka þátt í sameiginlegu útboði, þrátt fyrir að það myndi kosta breytingu á flokkun í sveitarfélaginu.

Samningur sveitarfélagsins rennur úr í haust og þarf að bjóða út upp á nýtt, eða framlengja um eitt ár og bjóða út sameiginlega.

Fyrirkomulag sorphirðu hjá sveitarfélaginu byggir á kerfi Íslenska gámafélagsins og nýtur það hagræðis af því. Sameiginlegt útboð gæti breytt því.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í að undirbúa sameiginlegt sorpútboð fyrir allar uppsveitirnar ef það leiðir til lægri kostnaðar.

 

2. Vikurnáma - Samband garðyrkjubænda

Lagt var fram bréf frá Sambandi garðyrkjubænda þess efnis að lokun vikurnámu við Reykholt á afrétti Flóa- og Skeiðamanna hafi borið að með skömmum hætti því hafi ekki gefist ráðrúm til þess að leita annarra lausna varðandi notkun vikurs í ræktun hjá garðyrkjustöðvum.
Óskað er eftir fundi með fulltrúum Sambands garðyrkjubænda, garðyrkjuráðunauti, sveitarstjórn og sveitarstjóra til þess að fara yfir þessi mál.


Kom fram að búið væri að loka námunni, þannig að hún stendur ekki til boða en að það myndi að öllum líkindum leiða til hærri framleiðslukostnaðar ef ekki er til staðar sambærilegt efni.

Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði fundur með Sambandi garðyrkjubænda, oddvita og sveitarstjóra til þess að skýra málin.

3. Samningsdrög um vikur

Lögð voru fram drög að leyfi til vikurnáms frá BM Vallá, ásamt yfirlitsmynd.

Skafti upplýsti um þær tekjur sem sveitarfélagið hefur fengið af vikurnámi félagsins síðastliðin þrjú ár.

Ef sveitarfélagið nær samningum um önnur og hærri verð þarf alltaf að leggja málið til samþykktar hjá forsætisráðuneytinu.

Sveitarstjórn heimilar oddvita að vinna áfram að skammtímasamningum sem gildir fram á vor 2021 um vikurnám við BM Vallá.

4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 20-122

Lögð var fram til kynningar fundargerð 122. afgreiðslufundar byggingafulltrúa frá 3. júní 2020.

19.   Brjánsstaðir 2 (L205365); umsókn um byggingarleyfi; skemma - 2004049

Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Davíðs Ingvasonar, móttekin 23.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 112 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brjánsstaðir 2 (L205365) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fundargerðina.
 

5. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20 -124

Lögð var fram til kynningar fundargerð 124. afgreiðslufundar byggingafulltrúa frá 1. júlí 2020.

15.   Áshildarvegur 19 (L210298) (verður Áshildarvegur 17); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2006060

Fyrir liggur umsókn Ólafs M. Einarsson og Oddnýjar S. Steinþórsdóttur, móttekin 22.06.2020 um byggingarleyfi, leyfi til að byggja íbúðarhús 170 m2 á íbúðarlóðinni Áshildarvegi 19 (L210298) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

16.   Leiti (L166576); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr – viðbygging – 2006067

Fyrir liggur umsókn Páls I. Árnasonar, móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við bílskúr 76,3 m2 á íbúðarhúsalóðinni Leiti (L166576) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á bílskúr eftir stækkun verður 106,3 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

17.   Álfholt 3 (L226450); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og áhaldageymsla – 2006059

Fyrir liggur umsókn Haralds Valbergssonar fyrir hönd IBH ehf., móttekin 22.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja
sumarbústað 136,5 m2 og áhaldageymsla 40 m2 á sumarbústaðalandinu Álfholt 3 (L226450) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/201

18.   Mástunga (L230104); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús sambyggð bílskúr – 2006065

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Hauks Haraldssonar og Önnu Ásmundsdóttur, móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 157,8 m2 með svefnlofti að hluta ásamt sambyggðum bílskúr 46,3 á íbúðarhúsalóðinni Mástunga (L230104) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi með bílskúr er 204,1 m2.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fundargerðina.

6. Skipulagsnefnd - 199

Lögð var fram fundargerð 199. fundar Skipulagsnefndar frá 12. ágúst 2020.

27. Breiðanes L2011727; Íbúðarhús og landbúnaðarstarfsemi; Deiliskipulag – 2006081

Lögð er fram umsókn vegna nýs deiliskipulags í landi Breiðaness, L201727. Umsækjandi er eignarhaldsfélagið Vöðlar ehf. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, gestahús, vélaskemmu, gróðurhúsi og hesthúsi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um málsmeðferð í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Trúnaðarmál

Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók

8. Nýtt rekstrarleyfi - Birkikinn

Lögð var fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 28. júlí 2020 um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi í Brikikinn.

Sveitarstjórn leggst ekki gegn umsókn um rekstarleyfi.

9. Landstólpi - Holtabraut 1 - 3

Lagt var fram bréf frá Landstólpa ehf, dags. 14. ágúst 2020, þar sem óskað var eftir því að gatnagerðargjöld vegna Holtabrautar 1 og 3 verði reiknuð með vísan í 6. grein laga nr. 153/2006. Ennfremur er óskað eftir staðfestingu á ráðstöfun gatnagerðargjaldanna skv. 2. grein samþykktar nr. 90/2019 um gatnagerðargjöld í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Bjarni reifaði málið og skýrði aðdraganda þess að málið er lagt fyrir sveitarstjórn. Landstólpi bendir á misræmi í orðalagi í gjaldskrá og lögum um gatnagerðargjöld. Lágmarksgjald sem tilgreint í gjaldskrá veldur því að gatnagerðargjöld verði töluvert hærra en ef reiknað er út frá raunstærð húsnæðisins.

Auk þess þarf að fá úr því skorið hvort sveitarfélagið leggi götu innan lóðarmarka ef Landstólpi greiðir gatnagerðargjöldin.

Sveitarstjórn samþykkir að leita álits löfræðinga á misræmi í samþykkt sveitarfélagsins og lögum um gatnagerðargjöld og hvort ákvörðun um lækkun gatnagerðargjalda hafi áhrif á niðurstöðu í málaferlum sem standa fyrir dyrum vegna annarra gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu. Afgreiðslu málsins frestað þar til það álit liggur fyrir.

10. Lokun hjólhýsasvæðis í Þjórsárdal

Lagt var fram til kynningar erindi frá Hreini Óskarssyni hjá Skógræktinni þar sem tilkynnt er um ákvörðun Skógræktarinnar að loka hjólhýsasvæðinu í Þjórsárdal vorið 2021.
 

11. 18. fundargerð stjórnar Bergrisans 24.06.2020

Lögð var fram til kynningar fundargerð 18. fundar Bergrisans bs frá 24. júní 2020.
 

12. 2. fundargerð stýrihóps Heilsueflandi samfélags óundirrituð

Lögð var fram til kynningar 2. fundargerð Stýrihóps Heilsueflandi samfélags í SKOGN, dags. 2. júlí 2020.
 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

13. 291. fundur stj. SOS 23.03.2020

Lögð var fram til kynningar fundargerð 291. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðulands, dags. 24. mars 2020.
 

14. 293. fundur stj. SOS  26.05.2020

Lögð var fram til kynningar fundargerð 293. fundar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 26. maí 2020.
 

15. Skýrsla starfandi sveitarstjóra

 Bjarni sagði frá þeim verkefnum sem hann hefur verið að vinna að frá því hann kom til starfa og skýrði frá því hvernig sum þeirra hafi komið nokkuð á óvart. Niðurskurður í rekstri mun ekki koma fram í rekstrinum fyrr en í lok árs, en þeim mun meira á næsta rekstarrári. Fyrir liggur að tekjur muni lækka á árinu, en útgjöld ekki dragast saman að sama marki. Laun munu til að mynda hækka í ljósi nýgerðra kjarasamninga. Önnur málefni voru upplýst og útskýrð.

 

16.  Leiðbeiningar almannavarna vegna gangna og rétta vegna COVID-19

Ingvar reifaði málið og benti á að sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis. Hann benti á að oddvitar sveitarfélaganna þyrftu að ræða málið.

Fjöldatakmarkanir munu hafa veruleg áhrif á réttir vegna fjölda fjáreigenda. Afréttamálanefndir eru að vinna hörðum höndum að skipulagningu leitanna og sjá til þess að leitarmenn frá mismunandi svæðum skarist ekki við vinnu sína. Framkvæmd réttanna er í skoðun og hugmyndir um útfærslu í skoðun. Leggja þarf þó áherslu á hliðvörslu á hvorum stað til þess að uppfylla kröfu um takmarkaðan fjölda sem kemur að réttum.

Sveitarstjórn felur afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða, afréttarmálanefnd Gnúpverja og fjallkóngum að útfæra skipulag gangna og rétta, þannig að þau uppfylli að fullu kröfur almannavarna vegna COVID-19 og fari eftir leiðbeiningum þeirra þar um.

16. Önnur mál

Engin önnur mál tekin fyrir.

 

Fundi slitið kl. 19:13  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  2. september 2020 kl  16.00. í Árnesi.

 

 

 

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: