Sveitarstjórn

13. fundur 23. janúar 2019 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

                 Fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 23. janúar 2019  kl. 09:00.

   Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

  1. Beislun vindorku. Máli frestað til næsta fundar sveitarstjórnar vegna forfalla Stefáns Kára Sveinbjörnssonar verkefnisstjóra vindorku hjá Landsvirkjun.
  2. Launakjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn. Sveitarstjóri lagði fram samanburð á þóknunum til kjörinna fulltrúa í nágrannasveitar-félögum. Talsverðar umræður urðu um málið. Undanfarið hefur kjörnum fulltrúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verið greidd föst greiðsla fyrir hvern mánuð. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kostnaðargreina útfærslur á greiðslum til fulltrúanna sem myndu vera samsettar af  fastri greiðslu auk greiðslu fyrir hvern fund.
  3. Reykholt í Þjórsárdal, uppbygging baðstaðar. Beiðni um umsögn. Framhald frá síðasta fundi. Lagt var fram öðru sinni erindi frá Skipulagsstofnun, undirritað af Matthildi Stefánsdóttur, þar sem óskað er umsagnar um hvort fyrirhuguð framkvæmd við byggingu hótels og baðstaðar í Þjórsárdal skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Rauðukambar ehf. sendi erindi til Skipulagsstofnunar um málið ás. Með erindinu fylgdi skýrsla unnin af verkfræðistofunni Eflu að ósk Rauðukamba ehf.  Sveitarstjórn óskaði eftir mati Stefáns Gíslasonar umhverfisfræðings hjá Environice um áhrif af fyrirhugaðri framkvæmd. Skýrsla frá honum um málið var lögð fram til  umfjöllunar á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að áðurnefnd skýrsla unnin af Eflu sé nægjanlega og ítarlega gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og mótvægisaðgerðum og vöktun. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun.   ,,Um leið og ég þakka Environice fyrir faglegt álit þeirra, vitandi að það byggir á fyrirliggjandi gögnum og þeim leikreglum sem settar eru, þá verð ég að lýsa því enn og aftur að það er sannfæring mín að þessi fyrirhugaða framkvæmd og  rekstur  sé  í  engum  takti  við  anda  Þjórsárdalsins  og  þeirra  menningar-  og  jarðsöguverðmæta  sem  hann  er.  Það er margt í umfangi áforma sem vekur hjá mér ónotatilfinningu, sem og það fordæmi sem við séum að setja með því að úthluta landi í almenningseign til einkaaðila. Ég get vel  skilið  að  þessi áform hljómi vel í einhverju rekstrarlegu tilliti, en hvað varðar náttúru  og umhverfi jarðsögu  og  menningarminjar, er þarna  um  mögulegt  óafturkræft  inngrip að  ræða.  Eftir sem áður mun ég þó sitja hjá við afgreiðslu mála sem tengjast þessum áformum við Reykholt í Þjórsárdal."

 Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfi Skipulagsstofnunar og tilgreina hvað leyfi þurfi  leggja fram vegna málsins.

  1. Skólaakstur- fyrirkomulag eftir að samningar við bílstjóra renna út.

Rætt var um mögulegt fyrirkomulag samninga við skólabílstjóra eftir að samningar þar um renna út næstkomandi vor. Máli vísað til skólanefndar. Oddvita og sveitarstjóra falið að semja spurningar til nefndarinnar á grundvelli umræðu er fram fór um málið. Sveitarstjóra falið að ræða við skólabílstjóra um hug þeirra til áframhaldandi samstarfs.

  1. Sorphirða og sorpeyðing. Staða mála á Suðurlandi. Rætt var um þá stöðu sem komin er upp í sorpmálum á Suðurlandi.

 Frá árinu 2009 hefur óflokkaður úrgangur frá sveitarfélögum á Suðurlandi verið fluttur til urðunar í Álfsnesi í samræmi við samkomulag SORPU og Sorpstöðvar Suðurlands, sem gengið var frá í framhaldi af lokun urðunarstaðar Sunnlendinga í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi árið 2009. Síðustu misseri hefur móttaka úrgangsins verið háð skilyrðum af hálfu SORPU, m.a. um að Sunnlendingar leggi til urðunarstað fyrir hluta af þeim úrgangi sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu. Leit Sunnlendinga að urðunarstað hefur ekki enn borið árangur og því telja forsvarsmenn SORPU að forsendur samkomulagsins séu brostnar. Áform eru um að flytja sorp úr landi í ljósi þessara aðstæðna. Ljóst  er að það muni verða kostnaðarsamt. Anna Sigríður lagði fram eftirgreinda bókun :

„Það er að mínu mati dapurleg niðurstaða og skortur á framsýni ef það er talið vænlegasti kostur að flytja sorp út yfir Atlantshafið til þess að brenna því í öðru land, með tilheyrandi kostnaði, orkueyðslu og mengun við flutninginn.“  

Sveitarstjórn tekur samhljóða undir með Önnu.

 

Sveitarstjórn lýsir ennfremur áhyggjum af ástandi í sorpmálum á Suðurlandi og hvetur stjórn Sorpstöðvar Suðurlands til að leita leiða til að finna sorpurðunarstöð hið fyrsta.

Fundargerðir

  1. Skipulagsnefnd. Fundargerð 169. Fundar. 16. Jan. 2019. Mál nr. 32,33 og 34. Þarfnast afgreiðslu.

Mál 32. Lögð fram umsókn Dyrgju ehf, dags. 04.12.2018, um stofnun 3.168 fm lóðar utan um þegar byggða véla- og verkfæraskemmu út úr landinu Skeiðháholt 3 L166498 sem er 137 ha að stærð. Óskað er eftir lóðin fái heitið Skeiðháholt 3c. Aðkoma að lóðinni er um land Skeiðháholts 3. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka ásamt samningi um umferðarrétt

Skeiðháholt 3 L166498; Skeiðháholt 3c; Stofnun lóðar – 1812041

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heiti. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Skafti Bjarnason vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og heiti hennar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn tilheyrandi landsskipti skv. 13. gr. Jarðalaga

 

Mál 33. Skeiðháholt 3 lóð L187518; Skeiðháholt 3a og 3d; Stofnun og breytt heiti lóðar - 1812042

Lögð fram umsókn Kristínar Skaftadóttur, dags. 04.12.2018, um stofnun 1.957 fm íbúðarhúsalóðar út úr landinu Skeiðháholt 3 lóð L 187518. Eftir landskipti verður upprunalandið 8.710 fm að stærð skv. meðfylgjandi lóðablaði. Samhliða lóðastofnuninni er óskað eftir að Skeiðháholt 3 lóð fái heitið Skeiðháholt 3a.

Aðkoma að Skeiðháholti er um land Skeiðháholts 3 L166498, en aðkoma að lóð Skeiðháholt 3d er um land Skeiðháholts 3 L166498 og í gegnum lóðina Skeiðháholt 3c. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka ásamt samningi um umferðarrétt.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um grenndarkynningu á því að á lóðinni verði byggt íbúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við heiti nýrrar lóðar né breytingu á heiti upprunalandsins. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Skafti Bjarnason vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir stofnun ofangreindrar íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um grenndarkynningu á því að á lóðinni veðri byggt íbúðarhús. Sveitarstjórn samþykkir heiti lóðarinnar og einnig breytingu á heiti upprunalands. Auk þess samþykkir sveitarstjórn landsskiptin skv. 13. gr. Jarðalaga.

   

Mál 34. Árnes athafnasvæði; Breyting landamerkja og lóða; Deiliskipulagsbreyting - 1812012

Lögð er fram tillaga Landform dagsett 5.desember 2018, að breytingu á gildandi deiliskipulagi á athafnasvæði í Arnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Breytingin felur í sér:

a) Við breytingu landamerkja myndast 10 - 30m breitt belti milli núverandi athafnalóða við Suðurbraut og skipulagðra lóða við Þingbraut sem ekki hafa verið stofnaðar. Ákveðið var að láta landamarkalínu séreignarlands ráða lóðamörkum á athafnalóðum við Þingbraut. Við það minnkuðu nokkrar lóðir það mikið að ráðlegt var talið að sameina þær öðrum lóðum þar sem þær myndu ekki nýtast sem athafnalóðir að öðrum kosti. Lóðum á athafnasvæði fækkar því við

breytingu þessa og númer lóða breytast. Svæðið sem myndast á milli verður nýtt sem lagna- göngu- og reiðleiðabelti.

Eftirfarandi breytingar eiga sér stað:

1. Deiliskipulagsreitur breytist - sjá uppdrátt.

2. Lóðir nr. 1, 3 og 5 við D-götu eru sameinaðar í eina lóð og verður eftir breytingu, Þingbraut nr.1, stærð 7.069m².

3. Lóðin D-gata 2 stækkar, var 5.474m² að stærð og verður eftir breytingu, Þingbraut nr.2, stærð 6.388m²

4. Lóðinar D-gata 4 og 6 eru sameinaðar og verða eftir breytingu, Þingbraut nr.4, stærð 8.098m².

5. Lóðin D-gata 7 minnkar, var 4.248m², verður eftir breytingu Þingbraut, nr.3, stærð 3.451m².

6. Lóðin D-gata 9 minnkar, var 3.800m², verður eftir breytingu Þingbraut nr.5,stærð 3.510m².

7. Lóðin Tvísteinabraut 1 minnkar, var 48.040m² - verður eftir breytingu

38.853m² að stærð.

8. Númer lóðanna 11-21 breytast og verða 7, 9, 11, 13, 15 og 17, stærðir þeirra lóða breytast ekki.

Eftir breytingu eru lóðirnar við Þingbraut 11 talsins í stað 14 áður.

 

b) Lóð fyrir spennistöð RARIK er stofnuð út úr lóðinni Suðurbraut 5, L224586. Um er að ræða 56m² lóð. Lóðin Suðurbraut 5 verður eftir breytingu 2.184m².

Skilmálar

Kvöð er sett um lagnaleið til austurs í gegn um lóðina Suðurbraut 5.

Að öðru leyti hefur breytingin ekki áhrif á núgildandi deiliskipulag né skilmála.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna skv. 1.mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda deiliskipulagsbreytingu 1812012 skv. 1. mgr 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

 

Umsagnir – umsóknir - samningar

  1. Götumelur- Beiðni Umhv. ráðuneytis um umsögn. Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, undirritað af Írisi Bjargmundsdóttur. Þar er vísað til erindis Skipulags- og byggingafulltrúa Uppsveita. Þar er óskað eftir undanþágu frá ákvæði d- liðar 5.3.2.5 um fjarlægð milli bygginga og vegna byggingar frístundahúss auk gestahúss og geymslu á lóðinni Götumel í landi Birkikinnar. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um málið og samþykkir samhljóða að ofangreind undanþága verði veitt.
  2. Klettar. Beiðni um umsögn leyfis.  Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á suðurlandi, undirrituð af Agli Benediktssyni um umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II frá Ásgeir Eiríksson ehf. 590692-2639. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi samkv. ofangreindu verði veitt með fyrirvara um samþykki annarra umsagnaraðila.
  3. Umsóknir um lóðir við Skólabraut við Árnes. Hrafnshóll ehf kt. 540217- 1300, sækir um lóðirnar Skólabraut 1A og 1B, Skólabraut 3A og 3B og Skólabraut 5A og 5B. Umsóknir undirritaðar af Ómari Guðmundssyni. Sveitarstjórn tekur jákvætt í umsóknirnar og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð tilheyrandi lóðarleigusamninga.
  4. Samstarfsamningur við Björgunarsveitina Sigurgeir. Sveitarstjóri lagði fram undirritaðan samstarfssamning milli Sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar árin 2019 – 2030. Samningur samþykktur samhljóða. Gert er ráð fyrir tilheyrandi útgjöldum í fjárhagsáætlun.
  5. Kaupsamningur um Suðurbraut 1. Sveitarstjóri lagði fram undirritaðan kaupsamning milli sveitarfélagsins sem seljanda og Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs  sem kaupanda 33,3 % hluta fasteignarinnar Suðurbraut 1. Samningur samþykktur samhljóða.
  6. Drög að samkomulagi við Landsvirkjun. Mótvægisaðgerðir. Framhald af 12.fundi. Máli frestað til næsta fundar.
  7. Samningur um minkaveiði. Lagður fram samningur milli sveitarfélagsins og Bergs Þórs Björnssonar um minkaveiði í sveitarfélaginu. Samningur samþykktur. Útgjöld rúmast innan fjárhagsáætlunar Í framhaldi átti sér stað umræða um dýravernd. Sveitarstjórn leggur til að samþykkt verði gerð um dýravernd. Sveitarstjóra falið leggja fram drög að slíkri samþykkt fyrir næsta fund.
  8. Samningur um útgáfu fréttabréfs. Framlenging. Lögð fram drög að framlengingu samnings tímabilið janúar til apríl 2019. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  9. Tilnefning í vatnasvæðanefnd. Samþykkt að tillögu umhverfisnefndar að tilnefna í nefndina Sigþrúði Jónsdóttur og Jónas Ásgrímsson.
  10.  Sæluvellir. Viðbrögð við svari Umhv. ráðuneytis. Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti undirritað af Írisi Bjargmundsdóttur og Steinunni F Sigurðardóttur. Varðar Réttarholt 189447 (Sæluvellir). Stofnanir lóða. Þar er vísað til bréfs frá Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita frá 13. mars 2018 þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. um fjarlægð bygginga frá þjóðvegi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umræddar lóðir verði skilgreindar sem verslunar og þjónustulóðir og óska jafnframt eftir samsvarandi breytingu á aðalskipulagi. Með því geta byggingareitir verið í 50 metra fjarlægð frá þjóðvegi.

  1. Heimsókn lögreglustjóra. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi og Björn Ingi Jónsson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi mættu til fundar. Kjartan sagði frá starfsemi og umfangi lögregluembættisins og hlutverki verkefnastjóra almannavarna

    Mál til kynningar :

  1. Bréf vegna barnaþings.
  2. Umsögn HSL um gjaldskrá SKOGN.
  3. Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalsafns Árn.
  4. Skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafna á Íslandi.
  5. Hraunhólar - óveruleg breyting ASK umsögn Skipulagsnefndar.
  6. Umsögn Bláskógabyggðar um miðhálendisþjóðgarð.
  7. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-92.
  8. 275. Fundur Sorpstöðvar Suðurlands.
  9. Tölur um sorpflokkun.

    Fundi slitið kl.13:00. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi. Kl. 09.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: