Sveitarstjórn

49. fundur 21. október 2020 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Einar Bjarnason
  • Matthías Bjarnason
  • Hrönn Jónsdóttir er sat fundinn í stað Ingvars Hjálmarssonar
Starfsmenn
  • Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð

Oddviti stjórnaði fundi. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd um verndarsvæði Kerlingafjalla. Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að tilnefndir verði tveir fulltrúar í samstarfsnefnd um verndarsvæði Kerlingafjalla, undirritað af Sigrúnu Ágústsdóttur og Daníel Jónssyni. Tillaga samþykkt samhljóða að tilefna Önnu Sigríði Valdimarsdóttur og Björgvin Skafta Bjarnason sem fulltrúa í samstarfsnefndina.

2. Nefndarskipan. Umræða í framhaldi af máli sem rætt á síðasta fundi sveitarstjórnar. Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun: Á síðasta fundi sveitarstjórnar urðu umræður um störf umhverfisnefndar. Þar var bókað eftir undirrituðum að einn nefndarmann vantaði í nefndina. Þar átti að standa að einn mann vantaði í nefndina frá meirihluta og einn frá minnihluta. Tillaga samþykkt með atkvæðum, Björgvins Skafta, Einars og Matthíasar.

Eftir að hafa kannað málið betur þarf ekki að fjölga í nefndinni.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Undirrituð tekur ekki undir bókun oddvita, þar sem hún ásamt hinum fulltrúa minnihluta, hafði áður lagt til að fjölgað yrði úr þremur nefndarmönnum í fimm. Hrönn Jónsdóttir tók undir bókunina.

3. Félagheimilið Árnes, Nónsteinn, tjaldsvæði

Umræða um rekstrarfyrirkomulag félagsheimilisins Árnes, Nónsteins og tjaldsvæðis.
Oddviti greindi frá hugmyndum um að auglýsa rekstur Árness, Nónsteins og tjaldsvæðis við Árnes til langtímaleigu. Áhugi hefur verið sýndur á rekstrinum. Samþykkt að vísa málinu til nefndar um framtíðarhlutverk Árness og óskað eftir að hún skili áliti fyrir 15. nóvember nk.

4. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024. Áherslur - vinnuferli ofl. Sveitarstjóri greindi frá því að vinna við fjárhagsáætlun væri hafin. Bjarni Ásbjörnsson mun vinna að fjárhagsáætlun með sveitarstjóra og aðalbókara, auk yfirmanna stofnana og sveitarstjórn. Lagt var fram skipulag um vinnuferli við gerð áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að leggja fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi 4. nóvember nk. Vinnufundir verði haldnir með stjórnendum og sveitarstjórn milli fyrri og síðari umræðu. Stefnt að síðari umræðu í byrjun desember.

5. Opnunartími skrifstofu- breyting

Oddviti lagði fram tillögu að breytingu á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins. Nýr opnunartími verði frá og með 1. nóvember frá kl 9:00–12:00 árdegis virka daga og frá kl 13:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga. Tillaga samþykkt samhljóða.

6. Umsóknir um lóðir neðan vegar við Árnes. Umsóknir um tvær búsetulóðir  neðan vegar við Árneshverfi við fyrirhugaða B götu vestan Tvísteinabrautar. Umsækjendur lóðar nr. 2 eru Irma Diaz og Guðmundur Árnason. Umsækjendur um lóð 4 eru Sigurlaug Reimarsdóttir og Grétar Ólafsson. Sveitarstjórn tekur jákvætt í umsóknirnar og felur sveitarstjóra að vinna að gerð tilheyrandi lóðarleigusamninga og leggja þá fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

7. Rauðukambar- Hólaskógur- Selhöfði. Lagt var fram bréf frá Rauðkömbum ehf  þar sem kynntar voru hugmyndir um gestastofu við Selhöfða í Þjórsárdal. Rauðukambar hyggst kosta byggingu slíkrar geststofu. Hugmyndir eru um aðkomu annarra hagsmunaaðila í Þjórsárdal. Sveitarstjórn tekur jákvætt í þær hugmyndir. Lögð fram drög að leigusamningi um Hólaskóg milli Rauðukamba ehf og sveitarfélagsins. Afgreiðslu samnings frestað.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Nú sem áður, situr undirrituð hjá við afgreiðslu mála er varða Rauðukamba ehf., af ástæðum sem áður hafa verið raktar.

8. Frestun fasteignaskatts 2020. Lögð fram beiðni um frestun greiðslu fasteignaskatts. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum hinn 1.apríl sl. að fresta eindögum fasteignagjalda hjá rekstraraðilum sem verða fyrir tekjutapi vegna áhrifa Covid-19 vegna fasteigna sem skattlagðar eru í c-flokki. Eindagar fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní, vegna eigna sem bera fasteignaskatt í c-flokki voru færðir aftur hjá þeim rekstraraðilum sem urðu fyrir tekjutapi vegna áhrifa af Covid-19 og sóttu um frestun, gerðu stuttlega grein fyrir samdrætti í rekstri og tekjutapi vegna faraldursins. Sveitarstjórn samþykkir að veita frekari fresti á sömu forsendum og áður, þannig að heimilt verður að greiða ógreidd fasteignagjöld vegna ársins 2020 fram til 31. janúar 2021, án vaxta. Sveitarstjórn veitir aðalbókara, í samráði við sveitarstjóra, heimild til að afgreiða umsóknir um frestun eindaga i samræmi við samþykkt þessa.

9. Deiliskipulag Hellnaholts við Fossnes  beiðni um umsögn. Óskað er eftir breytingu á fjarlægð frá vegi við Hellnaholt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna og tekur undir umsagnir Vegagerðar og Skipulagsstofnunar vegna málsins.

10. Trúnaðarmál- október 2020. Máli frestað.

11. Fjármál og rekstur. Sveitarstjóri lagði fram gróft yfirlit yfir málaflokka janúar til september 2020. Yfirlitið sýnir fram á nokkuð tap á rekstrinum. Sveitarstjóri óskaði eftir framlenging yfirdráttar á bankareikningi sveitarfélagsins. Heimildin er nú 60.000.000 kr og rennur út 2. nóvember nk. óskað er eftir að hún verði framlengd í 50.000.000 kr til 2. janúar 2021. Samþykkt samhljóða.

12. Soroptimistaklúbbur Suðurlands- styrkbeiðni. Lagt fram erindi frá Ragnheiði Hergeirsdóttur framkvæmdastjóra Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Þar er vísað til samtals við forsvarsmanns Soroptimistafélagsins sem vinnur að því að stofna úrræði fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. Sveitarfélagið Árborg leggur verkefninu til húsnæði. Mælst er til þess að aðildarsveitarfélög velferðarþjónustu Árnesþings leggi 500.000 kr samtals til verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja 50.000 kr til verkefnisins og hvetur önnur sveitarfélög á Suðurlandi til að leggja verkefninu lið.

13. Reiðhöllin Flúðum - beiðni um styrk. Lagt fram bréf frá stjórn Reiðhallarinnar undirritað af formanni. Óskað er eftir styrk til starfsemi Reiðahallarinnar. Sveitarstjórn hafnar beiðninni að svo stöddu.

14. Hugmyndir um hjúkrunarheimili. Lagt fram erindi frá vinnuhóp er fjallar um möguleika á að byggja upp hjúkrunarheimili í uppsveitum Árnessýslu. Undirritað af Aðalsteini Þorgeirssyni. Sveitarstjórn samþykkir að leita álits á erindinu hjá félagi eldri borgara í sveitarfélaginu og velferðarnefnd.

15. Fundargerð 203. fundar Skipulagsnefndar

Mál 21.

Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting - 2009071

Lögð er fram umsókn og sameiginleg skipulagslýsing frá Áshildarmýri ehf. vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi við Áshildarveg 2-26 úr landi Kílhrauns land L191805. Í umsóttri breytingu felst að frístundabyggð breytist í íbúðarbyggð.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið veðri samþykkt á grundvelli 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsing verði kynnt og send umsagnaraðilum til yfirferðar.

            Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda umsókn á grundvelli 40. Gr skipulagslaga nr. 123/2010 og er einnig samþykkt að lýsing verði kynnt og send umsagnaraðilum til yfirferðar.

Mál 22.

Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting - 2009070

Lögð er fram umsókn og sameiginleg skipulagslýsing frá Áshildarmýri ehf. vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi við Áshildarveg 2-26 úr landi Kílhrauns land L191805. Í umsóttri breytingu felst að frístundabyggð breytist í íbúðarbyggð.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið verði samþykkt á grundvelli 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsing verði kynnt og send umsagnaraðilum til yfirferðar.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda umsókn á grundvelli 30. Gr skipulagslaga nr. 123/2010 og er einnig samþykkt að lýsing verði kynnt og send umsagnaraðilum til yfirferðar.

Mál 23.

Álfsstaðir L166433; Álfsstaðir 3; Stofnun lóðar - 2009087

Lögð er fram umsókn frá Sigurði Ársælssyni vegna landskipta úr jörð Álfsstaða L166433. Í umsókninni felst að óskað er eftir að stofna 17,4 ha landeign úr jörðinni sem fái staðfangið Álfsstaðir 3. Aðkoma að landinu er frá Vorsabæjarvegi (324) skv. meðfylgjandi lóðablaði. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á hnitsettri afmörkun Álfsstaða 3. Lóðablaðið sýnir að Álfsstaðir L166433 sé um 477 ha fyrir landskiptin en skv. fasteignaskrá er hún skráð 60,7 ha. Ekki liggur fyrir samþykki á hnitsettri afmörkun jarðarinnar.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn en tekur ekki afstöðu til afmörkunar né stærðar upprunajarðarinnar sem fram kemur á lóðablaðinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki á hnitsetningu hennar og verður hún því skráð með stærðina 43,3 ha eftir skiptin. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu

 

landskipta skv.13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu að landinu.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreint erindi með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu að landinu.          

Mál 24.

Áshildarvegur 7 L230355; Áshildarvegur 7A og 7B; Skipting lóðar; Fyrirspurn - 2010019

Lögð fram fyrirspurn Skúla Baldurssonar og Ingunnar Magnúsdóttur, dags. 4. október 2020, þar sem óskað er eftir að fá að skipta íbúðarhúsalóðinni Áshildarvegur 7 L230355 í tvær lóðir sem fengju staðföngin Áshildarvegur 7A og 7B. Lóð 7B yrði 3.000 fm sem nýtt yrði til að ræktunar og útivistar og lóð 7A yrði 10.000 fm eftir skiptin og yrði áfram íbúðarhúsalóð.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði samþykkt að skipta lóðum upp, á þegar skipulögðum svæðum í íbúðarlóðir og ræktunar - og útivistarlóðir. Almennt skuli lóðum innan skipulagðra svæða ekki skipt upp nema mjög ríkar ástæður liggi að baki. Að auki er slík uppskipting ekki í samræmi við núverandi byggðarmynstur eða notkun innan deiliskipulagssvæðisins. Umsókn um heimildir fyrir slíkum uppskiptingum er í öllum tilfellum háð breytingu á deiliskipulagi svæðisins og ætti sú heimild að taka til svæðisins í heild sinni.

Mál 25.

Hæll 3 Ljóskolluholt L166571 og Hæll 3 Norðlingaflöt L229847; Deiliskipulag - 2010018

Lögð er fram umsókn frá Höllu Sigríði Bjarnadóttur er varðar deiliskipulag fyrir Hæl 3 Ljóskolluholt og Hæl 3 Norðlingaflöt. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining bæjarstæðis og byggingarheimilda að Ljóskolluholti auk skilgreiningar á svæði fyrir fimm frístundahús að Norðlingaflöt.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að málinu verði frestað og að heimildir skipulagsins m.t.t. fjölda frístundahúsa verði skoðaðar betur í samhengi við skilmála aðalskipulags. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við hönnuð og umsækjanda.

Sveitarstjórn frestar ofangreindu erindi og óskar eftir að heimildir tilheyrandi skipulags varðandi fjölda frístundahúsa verði skoðaðar. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við hönnuð og umsækjanda.  

Mál til kynningar

16. Seyrumál fundargerð.

17. Skóla- og velfn. Árnesþing - fundargerð gjaldskrá.

18. Kynning á virkjanakostum Landsvirkjunar

19. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20-128

20. Aðalfundur Samtaka Orkusveitarfélaga 29. okt . 2020 fjarfundur

21. Frv. til laga um br. á barnalögum skipt búseta barns þingskj. 0011

22. Frv. til laga um br. á lögum um kynrænt sjálfræði þingskj. 0021

23. Fundargerð Stjórnar SASS 565

24. Styrkur frá Menntamálaráðuneyti Þjóðveldisbær

25. 21. fundargerð stjórnar Bergrisans 12.10.2020

26. Landsþing des 2020

27. Fundargerðir Sambands sveitarfélaga

28. 117 fundur SNS og félags leikskólakennara

Fundi slitið kl. 18:40.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi. kl  16.00. í Árnesi.

Gögn og fylgiskjöl: