Sveitarstjórn

33. fundur 11. desember 2019 kl. 12:10
Starfsmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Oddviti stjórnaði fundi. Sveitarstjóri lagði fram ósk um að bæta við tveimur málum á dagskrá: Hestamannafélagið Smári beiðni um styrk til reiðvega og Hólabraut 1 kauptilboð

Árnesi, 11 desember, 2019

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201911-0017

Fundargerð:  

33. sveitarstjórnarfundur

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Gjaldskrá 2020 lokaumræða

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu. Breytingar eru helstar frá fyrri umræðu að sorpþjónustugjöld eru hækkuð um 15% vegna hækkunar kostnaðar. Gjald fyrir máltíðir í mötuneyti Þjórsárskóla er lækkað um 50 % og verður 165 kr.

Vatnsgjald :
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði verður óbreytt frá þeirri gjaldskrá sem í gildi hefur verið frá árinu 2012.

 Vatnsgjald er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. þó að hámarki 40.000 kr. Vatnsgjald sumarhúsa er 30.000 kr.

Seyrulosunargjald :
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveitu  vatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 9.900-kr á rotþró.
Fráveitugjald :
Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur
gjaldið er 0,25% af fasteignamati.

Miðar á gámasvæðin afhendast í 12 miða blokkum á hvert heimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi svo   íbúar geta áfram komið og losað sig við gjaldskyldan úrgang allt að  6 m3 á gámasvæðum sveitarfélagsins þeim að kostnaðarlausu. Eins munu sumarbústaðaeigendur geta sótt miða á skrifstofu sveitarfélagsins.

 1 miði  ½ m3.

Reiknað er með að utan afgreiðslutíma geti fólk skilað almennu sorpi í smáum stíl.

Opnunartímar gámasvæðis

• Árnes   þriðjudaga frá  kl:14 – 16 og laugardaga frá kl:10 – 12

• Brautarholt miðvikudaga  frá kl 14.00-16.00  og laugardaga  frá kl: 13 - 15

 Hægt verður að leigja gám frá þjónustuaðila vegna sérstakra tilefna og greiðist samkvæmt gjaldskrá .

Fyrirtæki greiða ekki sérstakt sorphirðugjald heldur greiða fyrir sorp samkvæmt gjaldskrá.

Gámasvæðin taka  við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gámasvæðin taka við Almennu sorpi, grófum úrgangi, dýrahræjum, málmum brotajárni og lituðu timbri. Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.

  1. Gr.

Innheimta skal gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. samþykkt nr. 32/2007 um meðhöndlun úrgangs, og nr. 149/2004 um hirðu og meðhöndlun seyru. Gjöldin eru lögð á árlega og innheimt samhliða fasteignaskatti.

 

  1.  gr.  Sorphirðugjald.

a) 240 lítra tunna                                               32.000

b) 660 lítra tunna                                               45.425

c) 1.100 lítra tunna                                            51.750

                                                                             

                                             3. gr. Sorpeyðingargjald.  A

 

Íbúðir                                                     18.400 kr.

Sumarhús                                               16.100 kr.

Grá tunna  660 l                                               63.250 kr.

Grá tunna 1100 l                                              106.950 kr.                

          Almennt sorp 1/2 m3                                      3.500 kr

          Flokkað sorp gjaldskylt  ½ m3                        2.000 kr            

                                               4.gr Gjald fyrir dýrahræ.  B

           Lagt á aðila með búrekstur

           Gjaldflokkur 1  (mikil notkun)                          120.000 kr

            Gjaldflokkur 2                                                      80.000 kr.

          

           Aðilar með búrekstur og ársveltu undir 5 mkr geta sótt um 40 % afslátt af gjaldi fyrir dýrahræ.               5. gr.

            Seyrulosunargjald.

          Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa er. 9.900

Lóðaleigugjöld:
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá mötuneytis :

Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 165-kr Hádegisverður til nemenda Leikholts 270 kr. –
Gjald fyrir hádegisverð til starfsmanna nemi hráefnisverði máltíða.

Gjaldskrá Þjórsárskóla :
Morgunhressing kr. 83.-Skólavistun klst. kr. 326 Aukavistun klst. kr.400.- Náðarkorter 15 mín. 600 kr.-

Gjaldskrá leikskólans Leikholts :
Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.

Stök morgunhressing kr. 83- Stök síðdegishressing kr.93-

Gjald fyrir klukkustund utan kjarnatíma kr.1.264. fyrir 30 mínútur kr. 632.

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 316.-

Gjaldskrá gatnagerðargjalda verði óbreytt frá árinu 2019

Tillaga að gjaldskrá samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður.

  1. Fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2020-2023 seinni umræða. Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlunina til seinni umræðu. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur  nemi samtals 307,1 mkr. Þar af eru 26,9 mkr eftirágreiðslur frá árinu 2019.

Fasteignaskattar  261,2  mkr

Tekjur frá Jöfnunarsjóði 90,2  mkr

Rekstrargjöld samstæðu 724,3 mkr

Þar af afskriftir  36,2 mkr

Rekstrarniðurstaða. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld  29,7 mkr       

Handbært fé frá rekstri samstæðu 11,4 mkr.

Næsta árs afborganir langtímalána 11,1 mkr.

Samhliða Fjárhagsáætlun var lögð fram fjárfestingaáætlun fyrir árið 2020. Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar 81,0 mkr.

Fjárhagsáætlun 2021-2023. Sveitarstjóri lagð fram fjárhagsáætlun 2021-2023. Skatttekjur eru áætlaðar þær sömu hvert ár og árið 2020, Framlög úr jöfnunarsjóði og aðrar tekjur eru áætlaðar þær sömu árin 2021-2023 og árið 2020. Ef ekki kemur til lækkunar útsvarshlutfalls er áætlað að rekstrarniðurstaða samstæðu eftir fjármagnsliði verði 29,3 mkr árið 2021, 30,4 mkr árið 2022 og 32,4 mkr árið 2023 Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Áætlað er að heildarvirði eigna vaxi og muni nema 1.196 mkr í lok árs 2023. Útlit er fyrir að handbært fé hækki frá ári til árs og nemi 175.1 mkr í lok árs 2023. Umræður urðu talsverðar um fjárhagsáætlunina. Fjárhagsáætlun 2020 og fjárhagsáætlun 2021 til 2023 samþykkt samhljóða.

3. Tómstundastyrkur 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tómstundastyrkur til ungmenna 6- 18 ára verði kr 80.000 pr einstakling á árinu 2020. Skilmálar til úthlutunar óbreyttir frá fyrri árum.

4. Friðlýsing Þjórsárdal afgreiðsla.

Lagðir fram skilmálar að friðlýsingu að landsvæði í Þjórsárdal. Tilheyrandi gögn lögð fram að meðtöldu korti af landsvæði. Umsagnar- og auglýsingarferli er lokið. Sveitarstjórn samþykkir skilmálana samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Fjárhagsáætlun 2019 Viðaukar – fjárhagsstaða.

Sveitarstjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu 11 mánuði ársins 2019. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að viðaukum við fjárhagsáætlun 2019.

Málafl 07 Brunavarnir og almannavarnir

Lykill 3711 Upphafleg áætlun kr                      Viðauki kr             samtals

               18.000.000                  1.500.000            19.500.000

Málaflokkur 08 Sorpþjónusta

Lykill 3745     Upphafleg áætlun kr        Viðauki kr           samtals

                           17.008.516                  5.000.000             22.008.516

Málaflokkur 09. Skipulags- og byggingamál

Lykill 3322    Upphafleg áætlun kr        Viðauki kr     samtals

                              14.984.814               2.000.000        16.984.814

         Málaflokkur 10 Umferðar- og samgöngumál

Lykill  3791         Upphafleg áætlun kr        Viðauki kr samtals                   

                              3.800.000                               3.000.000        6.800.000

      Samtals viðaukar                    11.500.000 kr

Auknum útgjöldum vegna viðauka mætt með lækkun á handbæru fé og skammtímafjármögnun.      Viðaukar samþykktir samhljóða.

Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til framlengingar yfirdráttarláns á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins hjá landsbankanum, allt að 50.000.000 kr frá 02.01. 2020 til 02.03.2020.  Sveitarstjórn samþykkir framlengingu yfirdráttarláns samkvæmt ofangreindu.

  1. Fjósbygging í Haga.

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar í Haga. Ágreiningur er um staðsetningu fjóssins milli byggingaraðila og nágranna þeirra. Sveitarstjórn leitaði álits lögfræðings vegna málsins. Er álit hans lagt fram til grundvallar eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsnefndar að nýju. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt, í ljósi rannsóknar- og andmælareglu stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga, að skipulagsnefnd veiti  athugasemdaaðilum tækifæri á að tjá sig um umsögn umsækjanda um athugasemdir frá 17. október 2019. Eftir að slíkur frestur er liðinn er óskað eftir að skipulagsnefnd vinni umsögn um fram komnar athugasemdir, andmæli umsækjanda og athugasemdaaðila, ef þau berast, og að afgreiði málið að nýju til sveitarstjórnar ásamt greindri umsögn. Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum. Skafti Bjarnason sat hjá.

  1. Beiðni um tilraunaveiði í efri hluta Þjórsár.

Lögð fram drög að leigusamningi um veiðiréttindi í efrihluta Þjórsá og hliðarám, milli Veiðifélags efrihluta Þjórsár og Fish Partner ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningnum og forsendum hans. Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og leita álits Hafrannsóknarstofnunar. Anna Sigríður hafnaði erindinu fyrir sitt leyti.

  1. Útgáfa fréttabréfs.

Matthías Bjarnason lýsti áhuga sínum á að taka að sér útgáfu fréttabréfs fyrir sveitarfélagið. Matthías vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir að samhljóða að auglýsa eftir aðila til að taka að sér útgáfu fréttabréfsins. Samningur við RS útgáfu er runninn út. Sveitarstjóra falið að annast auglýsinguna.

9. Úthlutanir lóða og reglur þar um. Oddviti lagði fram reglur um lóðir í Brautarholts- og Árneshverfum, reglurnar voru samþykktar árið 2018. Sjá fylgiskjöl. Grein 2. Er svohljóðandi. ,,Að jafnaði er það svo að fyrstur kemur fyrstur fær og ræður sá tími er umsókn er komin í hendur sveitarstjóra“ Sveitarstjórn samþykkir eftirgreinda breytingu á sömu reglum.

10. Bygging leiguíbúða Nýjatún

Um er að ræða sömu aðila og eiga félagið Hrafnshól ehf. Hrafnshóli ehf hefur þegar verið úthlutuð lóð við Skólabraut. Þeir hyggjast byggja raðhús við Skólabraut. Lögð fram drög að skilyrtri leiguábyrgð vegna þeirra íbúða sem til stendur að byggja. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við umsækjendur og afla nánari upplýsinga.

11. Umsókn um Nónstein- Árnes og tjaldsvæði. Lögð voru fram erindi frá Þórði Yngvasyni, en hann lýsir áhuga sínum á að taka að sér rekstur, Nónsteins, félagsheimilisins Árness og tjaldsvæðis við Árnes. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra og nefnd um hlutverk félagsheimilisins Árness að ræða við umsækjanda og leggja fram upplýsingar fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

12. Drög að samningi um persónuvernd. Fyrirhugað er samstarf milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og sveitarfélaga í Árnessýslu um embætti persónuverndarfulltrúa. Lögð fram drög að samningi milli Héraðsskjalasafnsins og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um verkefnið. Sjá fylgiskjal. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samhljóða að ganga til umrædds samstarfs og samþykkir einnig samhljóða drög að samningi.

13. Aðalskipulag 2017-2029 athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Lagðar fram athugasemdir frá Skipulagsstofnun við innsendum gögnum vegna aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Undirritað af Birnu Árnadóttur og Hafdísi Hafliðadóttur. Sveitarstjóra falið að kalla til staðkunnuga aðila til að svara athugasemdum vegi á hálendinu í sveitarfélaginu. Lögð fram svör frá Ingibjörgu Sveinsdóttur hjá verkfræðistofunni Eflu við öðrum athugasemdum frá stofnuninni við aðalskipulaginu. Sjá fylgiskjal. Sveitarstjórn samþykkir svör Eflu.

14. Samstarf um heilsueflandi samfélag.

Mögulegt samstarf sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu um verkefnisstjóra heilsueflandi samfélags.

 Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt  í samstarfi með sveitarfélögum í uppsveitum um ráðningu verkefnastjóra um heilsueflandi samfélag. Verði hvert sveitarfélag með 25 % hlut í verkefninu.  Lagt fram minnisblað um verkefnið og kostnaðarskiptingu við verkefnið. Kostnaður áætlaður um 2 mkr fyrir hvert sveitarfélag á ári. Gert er ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs. Sjá fylgiskjal. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kostnaðarskiptinguna.

15. Héraðsnefnd lántaka.

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Skeiða- og Gnúpverjahreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 120.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka framkvæmdum á fasteigninni Búðarstígur 22 sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni kt 060865-5909 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

16. Lóðir Einars í Urðarholti

Lagður fram tölvupóstur frá Einari Einarssyni ábúanda í Urðarholti og eigandi skipulagðra iðnaðarlóða á jörðinni. Hann leitar eftir áhuga sveitarfélagsins á að kaupa umræddar lóðir. Sveitarstjóra falið að ræða við Einar um hugmyndir

17. Gamli bærinn á Stóra-Núpi

Lagt fram bréf frá Þorbjörgu Jóhannsdóttur, hún er ein af eigendum gamla bæjarins að Stóra –Núps. Húsið var friðað árið 2014 og hefur Minjastofnun veitt styrki til verksins frá þeim tíma en húsið er talið hafa hátt varðveislugildi.
Fyrir hönd forráðamanna norðurhluta gamla bæjarins að Stóra-Núpi óskar Þorbjörg eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur leggi til styrk á næsta ári í endurbætur á áðurnefndum bæ. Anna Sigríður vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við Þorbjörgu um nánari hugmyndir um aðkomu sveitarfélagsins.

18. Samningur um Neslaug 2020-2021. Sveitarstjóri lagði fram drög að endurnýjun samnings við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar. Árin 2020-2021. Mánaðarleg greiðsla 530.000 kr pr mánuð á samningstímanum. Samningsdrög samþykkt samhljóða.

19. Frumvarp um þjóðlendur umsögn. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með efni frumvarpsins.

20. Fundur í samráðsnefnd Landsvirkjunar og SKOGN. Fundargerð lögð fram og staðfest.

21. 7. fundargerð Skólanefnd Þjórsárskóla. 25.11.2019. Fundargerð lögð fram og staðfest.

22. Fundur skólanefndar leikskólamál 25.11.19. Fundargerð lögð fram. Varðandi lið 2. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ekki hefur verið tekið ákvörðun stofnun þriðju deildar við leikskólann. Fundargerð að öðru leyti staðfest.

23. Fundargerð 8. fundar skólanefndar Flúðaskóla 31. okt. 2019. Fundargerð lögð fram og staðfest.

24. 05. fundargerð Umhverfisnefndar 16.10.2019. Fundargerð lögð fram og staðfest.

Mál til kynningar:

25. Fundargerð 187. fundar

26. Haustfundur Héraðsnefndar

27. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar

28. TÁ fundargerð 194. fundar

29. Fundargerð 11. Fundar stjórnar Bergrisans

30. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélagar frá 29.11.2019

31. Frumvarp um br á lögum um málefni aldraðra

32. 2018 Ársskýrsla Hestamannafélagsins Smára

33. 2019 Ársskýrsla Æskulýðsnefnda Loga og Smára

34. Hólabraut  1 kauptilboð í ljósi nýrra upplýsinga. Lagðar fram nýjar upplýsingar og nýtt tilboð frá Birgi Birgissyni og Kristjönu Gestdóttur í land smábýlisins Hraunteigs. ( Hólabraut 1) kr. 1.781.104 Tilboð samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá skjölum vegna málsins og skrifa undir.

35. Hestamannafélagið Smári. Beiðni um styrk til reiðvegagerðar. Sveitarstjórn tekur vel i erindið en óskar eftir nánari upplýsingum málið.

 

Fundi slitið kl. 19:35.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 8. Janúar 2020  . kl  08.30. í Árnesi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: