- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Félagið er opið öllum, miðað er við 60+ en sé áhugi á að byrja fyrir þann aldur er engum vísað frá.
Formaður félagsins er Bergljót Þorsteinsdóttir og er um að gera að hafa samband við hana í síma: 864 5534
Dagskrá veturinn 2023-2024:
Boðið uppá alhliða hreyfingu eldriborgara og/eða annarra utan hefðbundins vinnumarkaðar í íþróttahúsinu á Flúðum 10.-10.55 á mánudögum.
Vatnsleikfimi er mánudaga og fimmtudaga í Skeiðalaug kl. 15.15, út nóvember. Vatnsleikfimin er í boði sveitarfélagsins og allir velkomnir.
Kaffihittingar eru annan hvorn fimmtudag í bókasafninu í Brautarholti kl. 13.30 – þangað eru allir velkomnir.
Vörðukórinn er blandaður kór með um 60 kórfélögum sem koma víðsvegar að úr Árnessýslu. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir og undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Kórinn starfar frá byrjun október og fram að sauðburði á vorin. Tónleikar eru yfirleitt í lok haustannar með haust eða jólaívafi, ýmist sér tónleikar eða sameiginlegir með öðrum kórum og svo að vori til að ljúka starfsárinu. Einnig heldur kórinn baðstofukvöld með ýmsum skemmtilegum uppákomum. Fyrir utan æfingar og tónleikahald gerir kórinn ýmislegt sér til skemmtunar, þar má helst nefna útreiðatúr, heimsóknir til annarra kóra og utanlandsferðir til hátíðabrigða. Kórinn æfir ýmist í Árnesi eða á Flúðum, allajafna á miðvikudagskvöldum.
Opið er fyrir nýja kórmeðlimi á haustin. Til að nálgast upplýsingar um kórinn er hægt að hafa samband við formann kórsins; Sigurð Loftsson í síma 8615597
Karlakór Hreppamanna er kór með um 40 kórfélaga sem koma víðsvegar að úr uppsveitum Árnessýslu og Selfossi. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson, kórinn starfar frá um miðjum september og fram í lok apríl, þegar starfsárinu er lokað með veglegri vortónleikaröð. Auk tónleika gerir kórinn ýmislegt sér til skemmtunar, þar má helst nefna , karlakvöldið sem þeir halda árlega, útreiðatúr, vorferð, jólahittingur, heimsóknir og tónleikar með öðrum kórum og utanlandsferðir á nokkurra ára fresti. Karlakórinn æfir í Félagsheimilinu á Flúðum á þriðjudagskvöldum kl.20.
Opið er fyrir nýja kórmeðlimi á haustin og svo aftur í janúar, til að nálgast upplýsingar um kórinn er hægt að hafa samband formann kórsins; Bjarni Arnar Hjaltason í síma 865-2999.
Meðlimir eru unglingar úr Flúðaskóla á aldrinum 13 ára (8.bekkur) til 18 ára.
Fundir eru haldnir einu sinni í viku þar sem unglingarnir öðlast færni og þekkingu á björgunarsveitarstörfum og læra að athafna sig í náttúrunni.
Farnar eru ferðir sem byggja á því að efla námið og þétta hópinn. Bæði hópinn sjálfan hjá Vindi og einnig að kynnast öðrum unglingadeildarmeðlimum og þétta hóp unglingardeildarmeðlima.
Nánari Upplýsingar er hægt að finna um starfið á samfélagsmiðlum unglingadeildarinnar Vinds eða hjá umsjónarmönnum sem eru, í vetur Alda Sól Hauksdóttir, Birgir Örn Steinarsson og Elísabet Finnbjörnsdóttir.
Ungmennafélag Gnúpverja stendur fyrir íþróttaæfingum fyrir börn á grunnskólaaldri.
Algengast er að boðið sé upp á fótbolta, körfubolta og borðtennis og æft í Árnesi.
Veturinn 2023-2024 er boðið uppá:
Körfuboltaæfingar fyrir 1. - 7. bekk kl. 14.45-15.45
Borðtennisæfingar fyrir 1. - 10. bekk 16.30 -17.30
Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá formanni félagsins: Magneu Guðmundsdóttur s. 8658421
Tvær sóknir er í sveitarfélaginu og eru starfandi kórar við þær báðar. Það er Ólafsvallakirkju og Stóra-Núpskirkju. Organistinn heitir Þorbjörg Jóhannsdóttir og býr hún að Stóra-Núpi.
Kórarnir æfa saman einu sinni í viku kl. 20:00 á mánudagskvöldum, annað hvort í Árnesi eða Brautarholti.
Sungið er við messur og útfarir og eru messur ca 9-10 í hvorri kirkju á ári sem fólk skiptist á að syngja í. Stundum er farið í ferðalög og þá er mjög gaman.
Þetta er góður og skemmtilegur félagsskapur og gott söngfólk sem hefur áhuga er svo sannarlega velkomið. Þorbjörg organisti er með netfangið tobba2006@visir.is og síma 866-8792 og þeir sem hafa áhuga á svona félagsstarfi endilega hafið samband við hana.
Kvenfélag Gnúpverja var stofnað 28.apríl 1929. Tilgangur félagsins er að efla kynni og samvinnu kvenna í Gnúpverjahreppi. Vinna að líknar-og menningarmálum innan sveitar sem utan eftir því sem þörf krefur og geta leyfir. Hlynna eftir megni að öllu þjóðlegu og nytsömu og halda til haga þjóðlegum fróðleik sem enn kann að finnast í minni manna.
Við höldum fjóra fundi á ári: aðalfund í mars, vorfund/ferð í maí, haustfund í október og jólafund í nóv/des.
Í félaginu eru nokkrar nefndir: útivistarnefnd, bingónefnd og skemmti-og fræðslunefnd. Helsta fjáröflun okkar er sala á erfikaffi, páskabingó, einnig kökubasar, ruslatunnuverkefni, girðingavinnu og gönguferðir.
Allar konur geta gengið í félagið og hægt er senda póst á : kvenfegnup@gmail.com