- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Leikholt er leikskóli staðsettur í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Brautarholt er fjölskylduvæn íbúðabyggð, staðsett mitt á milli Selfoss og Flúða.
Einkunnarorð Leikholts eru: Gleði, vinsemd og virðing.
Í Leikholti eru um 40 börn á aldrinum 1 - 5 ára, almennt opinn frá 8-16. Deildir leikskólans heita Hekla, Vörðufell og Hestfjall eftir fjöllunum í kring. Hestfjall er með börn á aldrinum eins árs til tveggja ára, Hekla með börn tveggja ára til fjögurra ára og Vörðufell með elstu börnin fjögurra ára til sex ára. Veturinn 2024 var opnuð ein auka deild sem gengur undir nafninu Miðholt og er fyrir allra yngstu börnin. Sú deild er virkjuð þegar þurfa þykir og stórir hópar eru að koma inn í aðlögun á sama tíma.
Heimasíðu Leikholts má finna hér
Leikskólastjóri í Leikholti er Anna Greta Ólafsdóttir.
Aðalsímanúmer í Leikholti er: 4865586
Símanúmer deilda í Leikholti eru:
Hestfjall: 8399962
Hekla: 8399960
Vörðufell: 8399961
Einnig er hægt að hafa samband við leikskólann í gegnum tölvupóst til leikskólastjóra í netfangið leikholt@leikholt.is
Persónuverndarstefnu sveitarfélagsins og þar á meðal reglur um meðferð persónuupplýsinga má finna hér