- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Golfvöllurinn í Búrfelli er í eigu Landsvirkjunnar en er opin öllum.
Völlurinn er skemmtilegur 9 holu völlur (par 33 ef leikinn er einn hringur). Það kostar ekkert að spila á vellinum en ætlast er til þess að leikmenn gangi um völlinn að virðingu og lagi eftir sig kylfu- og boltaför. Völlurinn virðist einfaldur við fyrstu sýn, en ekki láta blekkjast, það eru ýmsar hættur á leiðinni svo sem þröngar brautir, litlar flatir, gil og tré. Svo eins og víða, þá er betra að vera beinn. Völlurinn hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur.
Völlurinn er opinn allan sólarhringinn, allt árið um kring en athugið að ekki eru settar vetrarflatir og því má ekki nota flatirnar á vetrum. Upphafstaður er við bílablan sem er á hægri hönd rétt eftir að beygt er niður afleggjarann að Búrfellsstöð (áður en komið er að afleggjaranum að Þjóðveldisbæ).