Félagsmiðstöðin Ztart

Félagsmiðstöðin Ztart er staðsett í Þjórsárskóla og er opin börnum og unglingum í 5. - 10. bekk sveitarfélagsins.

Starfstíminn fylgir skóladagatali Þjórsárskóla.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd barna og unglinga sem fæst með virkri þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðinni okkar er ætlað að stuðla að uppbyggilegum félagslegum samskiptum en einnig staður þar sem má sækja margskonar og fjölbreytta afþreyingu.

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar temur sér sanngirni, þekkingu og færni til að skapa öruggt umhverfi sem börn og unglingar sækja. Áhersla er lögð á samstarf við aðrar félagsmiðstöðvar, forvarnarstarf og gott samstarf á milli allra aðila sem koma að félags- og tómstundastarfi barna og ungmenna. Þá er áhersla lögð á líkamlegt- og andlegt heilbrigði og því er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem allir fá tækifæri á því að taka þátt í starfinu á sínum forsendum.

 

Umsjónarmaður Félagsmiðstöðvarinnar Ztart er Þórarinn Guðni Helgason s. 772-9263 eða toti@skeidgnup.is

Ztart

 

   

Ztart