Háifoss

Háifoss í Fossá er 122 m hár, annar hæsti foss landsins. Allt fram undir aldamótin 1900 var fossinn nafnlaus, en þá tók Dr. Helgi Pétursson sig til og nefndi hann. Rétt austan Háafoss er annar litlu lægri, Granni. Auðveldasta leið að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót, en fara verður gætilega á brúnum gilsins. Útsýnispallur er við fossinn.

Háifoss