- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Gott fjölskyldutjaldsvæði er við Félagsheimilið Árnes með 60 tengla rafmagni - þá er einnig Gistiheimilið Nónsteinn í næsta nágreni.
Þórður Ingvason sér um rekstur tjaldsvæðisins, Gistiheimilið Nónstein og Félagsheimilisins, sem á sumrin hýsir veitingastaðinn Brytann. Netfang ferðaþjónustunnar í Árnesi er: arnes@islandi.is
Sundlaug ( Neslaug) er á staðnum, símanúmerið í Neslaug er 486-6117 en umsjónarmaður hennar er Viktoría Rós Guðmundsdóttir: viktoriaros@skeidgnup.is
Bensínstöð og verslunin Árborg er einnig á staðnum og má finna helstu upplýsingar um opnunartíma og fleira á facebook síðu búðarinnar: Árborg minimarket Grill
Ýmsar náttúruperlur eru í næsta nágrenni eins og Þjórsárdalur með Háfossi, Stöng, Gjánni, Þjóðveldisbænum, Hjálparfossi og fleiri fallegum stöðum.
Árnes er við þjóðveg nr. 32 Þjórsádalsveg eða Sprengisandsleið og Landmannalaugar eru á þessari leið.