Velferðarþjónusta Árnesþings

Velferðarþjónusta 

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, standa sameiginlega að Velferðarþjónustu/félagsþjónustu Árnesþings.

Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Það er gert m.a. með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti og tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna

Aðstoð er veitt til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegastu lífi. Félagsþjónustan grípur til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Í allri framkvæmd félagsþjónustunnar er áhersla lögð á að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og styrkja til sjálfshjálpar.

Verkefni félagsþjónustu eru fjölþætt og ná til ýmsa þátta s.s. barnaverndar, málefna fatlaðs fólks, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, forvarna, húsnæðismála, sérstaks húsnæðisstuðnings og málefna fólks með annað ríkisfang.

Velferðarþjónustan starfar í umboði fagnefndar SVÁ og samkvæmt stofnanasamning SVÁ. Velferðarþjónustan starfar á grundvelli eftirfarandi laga:

laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum,
laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018,
laga um málefni aldraðra nr. 125/1999

barnaverndarlaga nr. 80/2002,
lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 22/2021 og viðeigandi reglugerða.

 

Bergrisinn bs.

Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur reka byggðasamlagið Bergrisinn bs. um málefni fatlaðs fólks.

Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, í samræmi við lög nr. 59/19992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

Hlutverk byggðasamlagsins er að útfæra þjónustunar, fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar er nánar lýst í samþykktum Bergrisans bs.

Bergrisinn er ekki með eiginlega heimasíðu en hér fyrir neðan má finna helstu gögn og reglur Bergrisans: