- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Gljúfurleit er staðsett á hjöllum, skammt neðan Gljúfurleitarfossins í Þjórsá.
Þar eru 25 svefnpláss - mataráhöld fyrir 25 manns, gaseldavél, mataráhöld og rennandi vatn inn í skála. Gasofn til kyndingar, vatnssalerni og lítið hesthús er sambyggt skálanum. Hestagerði á staðnum. Vegur að Gljúfurleit er þokkalegur fyrir fjórhjóladrifin farartæki en getur verið grófur að hluta til og rennur stundum úr honum á veturna.
Gisting í Gljúfurleit kostar 3.500 kr. pr. mann
Í boði er að fara sjálfur með rúllu, en hún þarf að vera úr sama sauðfjárveikivarnarhólfi. Einnig hefur sveitarfélagið séð hópum fyrir rúllum en það þarf að panta með góðum fyrirvara.
Pantanir í skálana á Gnúpverjaafrètt mega berast í síma 8481426 eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is
Bjarnalækjarbotnar eru framan Fjórðungssands. Svefnpláss er fyrir 14 manns á svefnlofti. Gasofn til kyndingar, gashellur til eldunar. Ekkert vatn er í skálanum, en uppspretta með hreinu vatni rétt við skálann. Útikamar er við húsið og hestagerði skammt undan. Vegur að Bjarnalækjarbotnum er seinfarinn og aðeins fær fjórhjóladrifnum jeppum þar sem fara þarf yfir Dalsá. Lítið er af matar- og eldunaráhöldum í húsinu annað en það allra helsta.
Gisting í Bjarnalækjarbotnum kostar 2.500 kr. pr. mann
Í boði er að fara sjálfur með rúllu, en hún þarf að vera úr sama sauðfjárveikivarnarhólfi. Einnig hefur sveitarfélagið séð hópum fyrir rúllum en það þarf að panta með góðum fyrirvara.
Pantanir í skálana á Gnúpverjaafrètt mega berast í síma 8481426 eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is
Tjarnarver er innan Fjórðungssands. Nýlegur skemmtilegur skáli með gistingu fyrir 16 manns í kojum. Gasofn til kyndingar og stórar gashellur til eldunar. Ekkert vatn er í skálanum og ekkert hreint vatn í göngufæri. Hægt er að sækja hreint vatn í Litlu-Hnífá á leið í skálann. Útikamar og hestagerði eru við húsið. Vegurinn að Tjarnarveri er mjög seinfarinn og aðeins fær fjórhjóladrifnum jeppum. Lítið er af matar- og eldunaráhöldum í húsinu umfram það allra helsta.
Gisting í Tjarnarveri kostar 5.000 kr. pr. mann
Í boði er að fara sjálfur með rúllu, en hún þarf að vera úr sama sauðfjárveikivarnarhólfi. Einnig hefur sveitarfélagið séð hópum fyrir rúllum en það þarf að panta með góðum fyrirvara.
Pantanir í skálana á Gnúpverjaafrètt mega berast í síma 8481426 eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is
Hólaskógur er í eigu sveitarfélagsins og er stærstur skálanna á Gnúpverjaafrétti. Hann er staðsettur neðan Fossheiðar, miðja vegu á Hafinu, sem kallað er og liggur á milli Búrfells og Sandafells. Skálinn tekur um 60 manns í stúkuð kojurými. Þar er rafmagn, heitt og kalt vatn, sturtur, fullbúið eldhús og hesthús.
Rauðukambar ehf sér um alla umsjón og rekstur skálans
Frekari upplýsingar um aðstöðu, verð og bókanir má finna hér:
Klettur og Hallarmúli eru sem áður segir á afrétti Flóa- og Skeiðamanna og fer afréttarmálafélag þeirra með umsjón í þeim.
Ari B. Thorarensen tekur bókanir í netfangið arith@simnet.is eða í síma 898-9130
Gjaldskrá í skála á Skeiða- og Flóamannaafrétti
Gisting pr mann nóttin í Kletti kr. 4.500,-
Gisting pr. mann nóttin í Hallarmúla kr. 3.500,-
Girðingargjald pr hest á báðum stöðum kr. 150,-
Hey verður fólk að koma með sjálft og heyið verður að kaupa á sama sauðfjárveikivarnarsvæði og fjallaskálarnir eru.
Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 hefur selt hey.
Hafið einnig samband við Ara Thorarensen í sambandi við heykaup - arith@simnet.is
Í skálunum er kalt rennandi vatn inn í húsi og vatnssalerni (án pappírs.)
Hallarmúli er vestastur, ofan Skáldabúða í Gnúpverjahreppi. Gistipláss er þar fyrir 20 manns, gasofn og gas á ávallt að vera þar til hitunar og notkunar á gashellum.
Klettur er vestan og innan Reykholts. Rennandi kalt vatn er í húsinu, vatnssalerni (án pappírs) aðeins frá húsi - sólpallur, borð og bekkir úti. Gistipláss er fyrir 20 manns, gaseldavél m/ fjórum hellur, vaskur inni og úti.