Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu og öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðu HSU

Næsta heilsugæslustöð er staðsett í Laugarási í Biskupstungum.

Símanúmer
432 2770

Vaktsími
1700

Neyðartilvik
112

Netfang: hsu@hsu.is

Opnunartímar heilsugæslu
Virka daga frá kl. 08:00 til 15:00

Tímabókanir
Á www.heilsuvera.is eða á opnunartíma heilsugæslu

 

Vaktsími 1700

Hringdu fyrst í síma 1700 eða notaðu netspjallið á Heilsuveru til að fá ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi. Þjónustan er opin allan sólarhringinn.

Ef ekki er unnt að leysa erindið með þessum hætti getur hjúkrunarfræðingur hjá 1700 pantað tíma á samdægursmóttöku á heilsugæslu Selfossi hjá þeim sem eru skráðir þar eða leiðbeint þér hvert þú átt að leita.

Í neyðartilfellum hringið í 112