- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð. Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands.
Ef einhver vandamál koma upp er hægt að leita til skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í síma 486-6100 eða í gegnum netfangið skeidgnup@skeidgnup.is
Með fasteignagjöldum eru lögð á gjöld til að viðhalda ýmissi lögbundinni þjónustu svo sem sorphirðu, hreinsun rotþróa, vatnveitu og fleira. Það eru því nokkrar gjaldskrár sem liggja að baki útreikningum fasteignagjalda en allar gjaldskrár sveitarfélagsins má finna hér.