- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skógurinn í Þjórsárdal er frábært útivistarsvæði með mikið af gönguleiðum sem margar hverjar eru aðgengilegar hjólastólum. Þjórsárdalsskógur liggur vestan við þjóðveg 32 þar sem hann sveigir til austurs í átt að Búrfellsvirkjun. Hægt er að komast í skóginn af afleggjaranum að Ásólfsstöðum og einnig um göngubrú yfir Sandá spölkorn innar í dalnum. Innan við göngubrúna má finna skógarskýli með bekkjum og borðum, eldstæði og vatnssalernum.
Frekari upplýsingar um skóginn í Þjórsárdal má finna hér