- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Félagsheimilið Árnes er staðsett í Árnesi, Gnúpverjahreppi.
Félagsheimilinu er dags daglega skipt upp í tvö svæði: annarsvegar matsöluna sem heyrir undir rekstur Árnes, ferðaþjónusta. Það svæði er matsalurinn sem grunnskólinn notar, eldhúsið, flísasalurinn og andyrri hússins ásamt salernum þar. Vilji fólk panta veitingar í húsinu, hvort sem er í litlu sölunum eða þeim stóra og/eða þörf á öllu húsinu þarf að hafa samband við Þórð G. Ingvason í síma: 6984342 eða netfangið arnes@islandi.is
Hinsvegar er það stóri salur hússins ásamt sviðinu og aðgengi austanmegin ásamt salernunum þar. Þetta svæði er mikið nýtt fyrir allskonar félagsstarf, kóræfingar, leikæfingar, viðburði grunnskólans, eldriborgarajóga ofl. Fyrir þessa notkun er gengið út frá því að notendur stilli sjálfir upp stólum og borðum eftir því sem þarf, en ef þarf aðstoð við það er mikilvægt að láta vita um leið og salurinn er bókaður. Til að hella uppá kaffi má notast við kaffistofu starfsmanna sveitarfélagsins, þar er stór kaffivél og síur í hana en mikilvægt að taka með sér kaffi. Einnig er þar hraðsuðuketill og hitabrúsi fyrir heitt vatn.
Um bókanir í salinn í Árnesi sér Viktoría Rós Guðmundsdóttir. Hægt er að hringja í síma 772-2484 eða senda póst á netfangið viktoriaros@skeidgnup.is til að leigja salinn eða fá frekari upplýsingar.