Heilsueflandi samfélag

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er heilsueflandi samfélag og reynir að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, með áherslu á heilsu og vellíðan allra íbúa.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Gunnar Kristinn Gunnarsson
s. 8925532

Netfang: heilsueflandi@skeidgnup.is

 

Hvað er gert í heilsueflandi samfélagi?

Í góðu samstarfi við sveitarfélögin í kring er reynt að bjóða börnum og ungmennum upp á fjölbreytt og metnaðarfullt, skipulagt íþróttastarf.

Til að koma til móts við vegalengdir sem oft þarf að keyra til að komast í skipulagt tómstundastarf hefur sveitarfélagið veitt myndarlega íþrótta- og æskulýðsstyrki fyrir alla 6 - 18 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Styrkurinn árið 2022 er 80.000 kr og má nýta í hverskonar skipulagt íþróttastarf, tónlistarnám, námskeið eða aðrar tómstundir. Hægt er að sækja um á rafrænan máta undir Stjórnkerfið á tenglinum "Eyðublöð og umsóknir " og reglur um styrkinn.

Umhverfi og náttúra sveitarfélagsins býður upp á margskonar afþreyingu með gönguleiðum í öllum styrkleikaflokkum auk góðra reiðleiða, ekki síst í skógræktinni í Þjórsárdal. Tvær sundlaugar eru reknar í sveitarfélaginu og stutt er í bæði golfvöll og frisbígolfvöll sem staðsettir eru í kringum Flúðir. -sjá frekari upplýsingar í valmynd hér hægra megin.

Heilsueflandi afþreying á svæðinu

Ýmsar hugmyndir að tómstundum fyrir fjölskylduna má finna í valmyndinni hér hægra megin.

Ærslabelgur

Sumarið 2021 stóð Ungmennafélag Skeiðamanna fyrir því að setja upp ærslabelg í Brautarholti. Belgurinn er öllum opinn frá 1. maí - 1. september frá kl. 10:00 - 22:00.