- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
17. júní í Árnesi
Kl. 12.30 Dagskrá hefst með hefðbundnum koddaslag í Neslaug – Gefum okkur nægan tíma svo sem flestir geti reynt sig. Gengið verður svo fylgtu liði yfir í félagsheimilið Árnes (Félagsheimilið verður auðvitað opið svo þeim sem hafa minni áhuga á koddaslag og sundlaugarpartý er velkomið að setjast inn og fá sér kaffibolla áður en hátíðardagskrá hefst)
Kl. 14.30 Hefðbundin hátíðardagskrá sem endar með kaffiveitingum. Veitingarnar eru að þessu sinni samstarf Sveitarfélagsins og Brytans og kosta 800 kr. fyrir 15 ára og eldri en ókeypis fyrir börn.
18. júní
Kl. 19 Kvöldganga um Hamraholtið – Gengið verður frá fjárhúsunum við Birkikinn og suður Harmaholt í Árnes. Gönguleiðin er ca 5 km, þægileg ganga um holt og hæðir með frábæru útsýni yfir sveitina þegar komið er suður holtið. Leiðsögumaður verður Sigþrúður Jónsdóttir. ATH að hundar eru bannaðir í göngunni
Kl. 21 Kahoot spurningakeppni á Brytanum og tilboð á barnum. – keppt er í liðum og gott er að búið sé að ná í smáforritið Kahoot í amk 1 síma í hverju liði. Verðlaun í boði fyrir sigurvegarana!
19. júní
Kl 11 – 14 Handverk og Hám – Handverkshátíð í Árnesi
Kl. 11 – 12 Froðurennibraut– slökkviliðið vökvar rennibrautina
Kl. 11-14 Leikjavöllur með allskonar þrautum og leikjum fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 11 – 18 Frítt í sund í Neslaug
Kl. 11.00 – 14.00 Hádegisverðarhlaðborð á Brytanum- Pylsur og kótilettur frá Korngrís og meðlæti með. Hlaðborðið kostar 1750 kr fyrir fullorðna og 1200 kr fyrir börn 16 ára og yngri.
Kl. 14 - 17 Parkour námskeið í Brautarholti *sjá frekari upplýsingar á facebook síðu Heilsueflandi uppsveita
Kl. 18 - 21 Brytinn opinn og ýmis girnileg tilboð á boðstólunum
Kl. 21.00 Bjarni og Þorgils með lifandi tónlist á Brytanum í Árnesi
20. júní
Kl. 13 Gönguferð með Berg í Þjórsárdal. Mæting við Skógarskýlið. Gengið um skóginn, ganga sem hentar allri fjölskyldunni með fróðleik um náttúru og nærumhverfi.
Alla helgina:
Skreytum sveitina, með allskonar litum. Svæðum í sveitarfélaginu er skipt svo:
Skeiðin - Brautarholt: Gult
Skeiðin – dreifbýli: Rautt
Gnúpverjahreppur – Árnes: Bleikt
Gnúpverjahreppur – dreifbýli: Blátt
Gaman væri að fá sem flesta til að skreyta og deila myndum á samfélagsmiðlum.
Handverksmarkaðurinn Handverk og Hám verður haldinn í stóra salnum í Árnesi. Vilborg í Skarði heldur utanum viðburðinn og þeir sem vilja taka þátt hafa samband beint við hana í netfangið vilmarius13@gmail.com