Dagskrá sveitahátíðarinnar Upp í sveit 2023

Föstudagur 16. júní 2023

Kl. 14.00 – 17.00 Opið fjós í Þrándarholti

Fjölskyldurnar í Þrándarholti tóku nýlega í notkun stórglæsilegt hátæknifjós með ýmsum búnaði frá GEA/Líflandi m.a. tveimur GEA DR9500 mjaltaþjónum, flórsköfuþjarki, gegnugangandi kjarnfóðurbási ofl.

Að þessu tilefni hefur Lífland í samstarfi við ábúendur í Þrándarholti ákveðið að bjóða gestum og gangandi að skoða fjósið föstudaginn 16. júní frá kl. 15.00 - 17.00 og þiggja veitingar á staðnum.

Við hvetjum áhugasama til að láta þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá sér fara.

Upp í sveit í Þrándarholti

 

 

Kl. 16-19 Opinn garður og gróðurhús í Heiðarbrún

Heiðurshjónin í Heiðarbrún bjóða gestum og gangandi að kíkja í heimsókn í garðinn hjá sér og sýna um leið nýlegt gróðurhús sem þar er. Söluaðili frá Lágafelli, sem selur gróðurhúsin verður á staðnum og svarar öllum spurningum um gróðurhúsin þeirra. 

 

Kl. 19:00  Varðeldur á Kálfárbökkum

Kveikjum eld kveikjum eld kátt hann brennur...
LOKSINS kveikjum við í kestinum á Kálfárbökkum norðan við Árnes, njótum sumarkvöldsins og samverunnar

Kl. 21.00 Barsvar á Brytanum

 (pubquiz - er það kallað á ensku)

Spurningastjóri og einvaldur í leiknum er Gígja Sigurðardóttir

Fljótandi verðlaun fyrir sigurliðið
Tilboð á barnum og opið til kl. 01:00

 

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní - Árnesi

Kl. 10.00  Hátíðardagskrá hefst og málverkasýningin Ástin og lífið opnar

 

Hátíðardagskrá 17. júní

Hátíðardagskráin er nokkuð hefðbundin blanda af tónlist, fjallkonu, hátíðarræðu og þessu helsta. Sveitarstjórinn opnar dagskrána og lofar að (reyna) að vera stuttorður.

 

Iðunn Ósk fjallkona og fylgdarkonur

Um málverkasýningu Grétu Gísladóttur:

,,Ég er heilluð af náttúrunni, fólkinu og öllu því fallega í kringum mig sem ég nýti mér sem innblástur fyrir strigann"

Flest verkin eru unnin með olíu á striga.

Gréta er búsett á Flúðum, fædd árið 1973 á Selfossi en ólst að mestu upp í Mosfellsbænum.

Gréta útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri, fagurlistadeild 2011.

Árið 1999 til 2000, nam hún mynd- og glerlist í Kunst- og håndværkshöjskolen Engelsholm í Danmörku auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið á sviði myndlistar m.a. Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði.

Hún hefur haldið fjölda sýninga, einka- og samsýningar hérlendis og í Danmörku.

Verkin eru til sölu.

 

Gréta Gísladóttir

 

Kl. 11.00 Hátíðarkaffihlaðborð í boði sveitarfélagsins 

 

Kl. 13.00  Froðurennibraut, koddaslagur og almenn gleði

Slökkviliðið sprautar froðu á rennibrautina á milli kl. 13 og 14  

Neslaug verður öllum opin og frítt í sund. Að þessu sinni verður ekki skipulagður koddaslagur í sundlauginni en bitinn verður á lauginni og í boði að taka slaginn ! 

 

Kl. 14.00-16.00  Skín á gull þó í skarni liggi

Flóamarkaður í hliðarsalnum í Félagsheimilinu Árnesi– öllum velkomið að fá borð fyrir hvað sem er.  Það leynist örugglega á mörgum heimilum fatnaður, leikföng, húsmunir, reiðhjól -allskonar sem vantar ný heimili. Styðjum við hringrásarhagkerfið og gefum hlutunum okkar nýtt líf á nýju heimili.

Leyfilegt er að selja hvað sem er, hægt er að merkja það sem er til sölu með verði og reikningsupplýsingum eða vera á staðnum og selja selja selja....

Mjög áhugavert og skemmtilegt innslag um hringrásarhagkerfið má finna hér til hliðar.

 

 

Frá kl. 14.00 Sparivélasýning

Gamlar uppgerðar vélar, nýjar stórar vélar og allt þar á milli – stillt upp austan við Félagsheimilið
(og ef þú telur vélina þín eiga erindi á sparivélasýningu, endilega sendu Ástráði línu: astradurun@gmail.com - enga feimni!

Kl. 15. Kassabílarallý 

Rallýbrautin hefur verið teiknuð upp af helstu Kassabílarallýsérfræðingum sveitarinnar: Ara og Dísu!

Þátttaka er opin öllum óháð aldri, kyni eða búsetu - svo lengi sem bílarnir standist ástandsskoðun fyrir keppni. Til að öðlast keppnisrétt þurfa bílar  og keppendur að standast eftirfarandi skilyrði:

  1. Kassabíllinn þarf að vera "handverk" - s.s. ekki fjöldaframleiddur og keyptur tilbúinn í Kaupfélaginu eða öðrum kassabílabúðum
  2. Kassabíllinn mé einungis vera drifinn áfram af tveimur mannöflum

 

Kassaílarallý

ATH: í brautinni verður DRULLA!

 

Kl. 15.00 Veitingastaðurinn Brytinn opnar

Kl. 16.00 Pylsupastamatreiðslukeppni í Stóra salnum í Félagsheimilinu 

Allir vita að pylsupasta er eldað á öllum betri heimilum – en gera allir eins pylsupasta?
Allir keppendur þurfa að elda pylsupasta eftir „sinni uppskrift“ - og ekki falla í þá gryfju að halda að hinir geri betra, flottara, flóknara eða bragðbetra pylsupasta en þú - þetta snýst allt um smá ást í matinn!!

Eina skilyrðið til að pylsupastað sé gjaldgengt er að í því sé bæði pasta og pylsur og/eða pulsur.

SS sér keppendum fyrir SS pylsum og soðnu pasta en keppendur þurfa að koma sjálfir með öll önnur innihaldsefni, pönnu/r og áhöld en hellur verða á staðnum.

Óháðir pylsupasta-fagmenn skipa dómnefnd sem smakkar og dæmir um Pylsupastamatreiðslumeistarann, en áhorfendur dæma um flottustu tilþrifin! Skráningar í keppnina þurfa að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir miðvikudaginn 14. júní.

 

Kl. 17.00 Sveitaleikar

Sveitaleikarnir verða með svipuðu sniði og í fyrra.... allir geta eitthvað, enginn getur allt!  Endilega hitið upp og æfið ykkur fyrir sveitaleikana - hvernig sem þið farið nú að því!

 

Því miður hefur götugrilli við Tvísteinabraut verið frestað.

- Hinsvegar verða girnileg hamborgaratilboð á Brytanum  :)

 

Sunnudagur 18. júní

 

Brautarholt:

Kl. 8.00 Samflot í Skeiðalaug – Flotslökun í boði Flothettu

Fyrirtækið Flothetta hefur hannað og framleitt svokallaða Flothettu, sem notuð er til að ná góðu floti án áreynslu.

Þegar við fljótum í vatni og þyngdaraflinu sleppir, frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Þannig fá miðtaugakerfi, vöðvar og hryggjarsúlan hvíld þegar flotið er um í heitri laug án áreynslu. Streituvaldandi efni í líkamanum víkja fyrir taugaboðefnum eins og endorfíni sem er bæði verkjastillandi og veitir vellíðunartilfinningu.

Frekari upplýsingar um Flothettuna og samflot má finna á heimasíðunni flothetta.is

Íbúum býðst að taka þátt í samfloti í Skeiðalaug sér að kostnaðarlausu að morgni þess 18. júní. Hægt er að skrá sig með pósti á netfangið hronn@skeidgnup.is

 

Kl. 8.00 – 10.30 Morgunverður í boði Rauðukamba, framreiddur af Kvenfélagi Skeiðahrepps – Öll hjartanlega velkomin í morgunverð

Kl. 10.00 - 11.00 Blómaskreytinganámskeið undir stjórn Oddnýjar Stefaníu

Oddný Stefanía býr í Áshildarmýri og hefur setið námskeið í blómaskreytingum. Hún vinnur mikið með blóm og gróður úr
nærumhverfinu og kemur með allt nauðsynlegt efni í blómaskreytingar fyrir þátttakendur.
Blómaskreytingarnámskeið hentar öllum aldurshópum.

Skrá þarf þátttöku í netfangið hronn@skeidgnup.is

Kl. 10.00 -12.00 Námskeið og spil í Amerískum fótbolta

Fótboltaliðið Einherji kennir helstu reglur, brögð og trix í amerískum fótbolta. Námskeiðið er opið öllum en fullorðnir, stórir og sterkir eru beðnir um að sýna yngri þátttakendum tillit og stilla kappið í hóf. 

Mætið í góðum íþróttafötum og verið við öllu búin!

Kl. 12.00 - Lionsklúbburinn Dynkur grillar pylsur gegn vægu gjaldi

Kl. 13.00 – BMX Brós sýning

BMX brós stilla upp pöllum og sýna listir sínar. Eftir sýningu geta gestir fengið að prufa 

Sýning BMX brós er í boði Ungmennafélaganna tveggja í sveitarfélaginu.

 

 

Steinsholt

 

Kl. 11.00 Garðmessa við "gömlu kirkjuna" í Steinsholti

Sr. Óskar messar við leiði Daða Halldórssonar við gamla bæinn í Steinsholti – öll velkomin

Kl. 12.00 Opin fjárhús og messukaffi

Boðið verður upp á messukaffi í nýjum fjárhúsum sem byggð voru í Steinsholti síðastliðinn vetur og tekin í notkun í desember 2022.

 

Skaftholt

Kl. 13.00-17.00 Kaffihús í Skaftholti

Gestum boðið að kíkja í vinnustofur og gróðurhús Skaftholts, kaffi og vöfflur til sölu.

 

Þjórsárdalur

Kl. 20.30  Kvöldganga með Bergi í Þjórsárdal

Bergur Björnsson er sérfróður um leyndardóma Þjórsárdals og ætlar hann að sýna göngufólki brot af leyndarmálunum. 

Gott er að hittast þar sem beygt er af Þjórsárdalsvegi inn að Klett kl.20.30 (rètt áður en komið er að brúnni yfir Fossá) og hægt er að sameinast í bíla þar ef vill. Keyrt verður svo áfram áleiðis að Klett, gangan byrjar þar sem gamli vegurinn að Klett er. 

Gangan er í kringum 2 km. Hvor leið og er nær engin hækkun á leiðinni. 

Bergur hefur fengið leyfi Minjastofnunnar til að sýna þar bæjarrústir sem hann fann, auk þess að hann segir frá sögu, landslagi, gróðri og fleiru sem á vegi hópsins verður.

 

 

Eftirfarandi einstaklingar og fyrirtæki styrkja og styðja við framkvæmd sveitahátíðarinnar Upp í sveit og eiga innilegar þakkir skyldar:

Ari og Dísa kassabílarallýsnillingar

Bergljót Þorsteinsdóttir 

Bergur Björnsson

Brunavarnir Árnessýslu og froðurennibrautar slökkviliðsmennirnir

Flothetta

Fjölskyldur og starfsfólk í Skaftholti, Steinsholti, Þrándarholti og Heiðarbrún

Groovís

Gréta Gísladóttir

Korngrís

Lionsklúbburinn Dynkur

Nettó

Kvenfélag Skeiðahrepps

Landstólpi

Oddný Stefanía Steinþórsdóttir

Rauðukambar

Starfsfólk Brytans og Þórður Ingvason alveg sérstaklega

Sláturfélag Suðurlands

Ungmennafélag Gnúpverjahrepps

Ungmennafélag Skeiðahrepps