- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.
Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is/innskraning. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finna hér og svo hér á ensku.
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Linda Laufdal, verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á linda@isi.is. Einnig er hægt að hringja í síma 514-4000 eða senda fyrirspurnir á netfangið lifshlaupid@isi.is.
Á meðan á Lífshlaupinu stendur eru bæði úrdráttarverðlaun alla virka daga sem og myndaleikur á samfélagsmiðlum. Það eru veglegir vinningar í boði frá eftirfarandi fyrirtækjum: Mjókursamsölunni, Ávaxtabílnum, Skautahöllinni, Klifurhúsinu, World Class, Primal Iceland, Lemon og Granólabarnum.