Takk fyrir komuna í Þjórsárskóla

Í gær, fimmtudag, var opið hús í Þjórsárskóla milli kl. 16 og 18 til að sýna breytingar á húsnæði og aðstöðu skólans sem unnið hefur verið að frá vori 2024.

Fjöldi manns mættu á svæðið, fengu leiðsögn um skólann og svör við kennsluháttum og skólastarfi almennt.
Nemendur og kennari í Tónlistarskóla Árnesinga spiluðu nokkur lög fyrir gesti, boðið var upp á léttar veitingar og samveru í húsnæðinu sem skapar möguleika á frábæru skóla- og frístundastarfi.

Frístundaleiðbeinandi félagsmiðstöðvarinnar tók á móti gestum í aðstöðunni í kjallara skólans. Vilborg Ástráðsdóttir færði skólanum tvær smásjár að gjöf sem munu nýtast mjög vel í kennslunni. Bergljót Þorsteinsdóttir gaf skólanum bókina Jörðin í öllu sínu veldi. Kærar þakkir fyrir það.

Þetta var einstaklega skemmtilegur dagur og gaman að finna áhuga fólks á skólastarfinu okkar. Við sem vinnum í þjórsárskóla erum stolt af skólahúsnæðinu okkar og starfinu sem við vinnum með nemendum. Það er gaman að geta rætt og sýnt verkin okkar, því skólinn er mál okkar allra.

Til hamingju allir með þennan frábæra skóla þar sem fagmennska er í fyrirrúmi í samheldnum hópi starfsmanna.