Vegna umsókna fyrir jólin 2024

Vetrarsól
Vetrarsól

Sjóðurinn góði er samstarfverkefni ýmissa kvenfélaga, Lionsklúbba, kirkjusókna í Árnessýsu, Félagþjónustunnar í Árborg, Hveragerði, Ölfusi og uppsveitum Árnessýslu og deilda Rauða krossins í Árnessýslu.

Hlutverk sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin og einnig á vormánuðum fyrir fermingar. 

Sótt er um í Sjóðnum góða fyrir jól 2024 inn á: www.sjodurinngodi.is.
Síðasti dagur rafrænna umsókna er 10. desember.
Opinn umsóknardagur verður í Selinu, við Engjaveg 48. 3. desember frá 10-12 og 16-18.

26. og 28. nóvember, 3., 5. og 10. desember frá 14-16 verður hægt að hringja í síma 772 5406 og fá aðstoð við umsóknir.

Úthlutunardagur verður í Selinu við Engjaveg 17. desember frá 10-12 og 16-18

Gögn sem þurfa að fylgja öllum umsóknum eru:

Tekjur og útgjöld fyrir októbermánuð.

Umsóknir verða ekki afgreiddar nema fullnægjandi gögn fylgi umsóknum.